Draumur Ásgeirs Barkar rættist: Hermann algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2015 13:00 Ásgeir Börkur ætti að fagna þjálfaraskiptum Fylkis. vísir/stefán Ásmundur Arnarsson var rekinn sem þjálfari Fylkis í gær og við starfinu tók Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði. Ásmundur stýrði Fylki í þrjú og hálft ár, en gengi liðsins í ár hefur verið langt undir væntingum og var hann því látinn taka pokann sinn.Sjá einnig:Ásgeir Börkur reifst við stjórnarmann: Var klárað á staðnum Líklega fagnar enginn nýjum þjálfara Fylkis meira heldur en fyrirliðinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson sem fór ekki leynt með aðdáun sína á Hermanni Hreiðarssyni í viðtali við 433.is í október í fyrra. „Hemmi Hreiðars er fyrst og fremst sigurvegari og hann er algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki. Svona gæjar vaxa ekkert á trjánum og þetta er maður sem myndi gera mikið fyrir félag eins og Fylki,“ sagði Ásgeir Börkur.Ásmundur Arnarsson er farinn frá Fylki.vísir/daníelVantar hugarfar sigurvegarans Miðjumaðurinn var þá á heimleið frá GAIS í sænsku B-deildinni, en á sama tíma var óljóst hvort Ásmundur Arnarsson yrði áfram þjálfari Fylkisliðsins. Ásmundur byrjaði illa með Fylkisliðið síðasta sumar rétt eins og sumarið 2013, en var svo aðeins 20 mínútum frá Evrópusæti. Fylkir tapaði fyrir föllnu liði Fram í lokaumferðinni og missti Evrópusætið til Víkings. „Það sem hefur vantað hjá klúbbnum undanfarin ár er hugarfar sigurvegarans. Félagið hefur verið í fallbaráttu og svo miðjumoði. Það þarf að koma með nýjan hugsungarhátt þarna inn og stimpla það inn í leikmennina líka,“ sagði Ásgeir Börkur. „Hvað svo sem Fylkir gerir í sínum þjálfaramálum þá treysti ég öllu því góða fólki sem kemur að liðinu til að taka rétta ákvörðun í þeim efnum.“ Þrátt fyrir að ekkert varð af þjálfaraskiptum ákvað Ásgeir Börkur engu að síður að skrifa undir við Fylki og snúa heim í Árbæinn. Um Hermann bætti hann svo við: „Ef Fylkir ætlar að stíga skrefið fram á við þá held ég að Hemmi sé algjörlega rétti maðurinn í brúnna en það er bara mín persónulega skoðun sem stuðningsmaður liðsins,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson í október í fyrra. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Ásmundur Arnarsson var rekinn sem þjálfari Fylkis í gær og við starfinu tók Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði. Ásmundur stýrði Fylki í þrjú og hálft ár, en gengi liðsins í ár hefur verið langt undir væntingum og var hann því látinn taka pokann sinn.Sjá einnig:Ásgeir Börkur reifst við stjórnarmann: Var klárað á staðnum Líklega fagnar enginn nýjum þjálfara Fylkis meira heldur en fyrirliðinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson sem fór ekki leynt með aðdáun sína á Hermanni Hreiðarssyni í viðtali við 433.is í október í fyrra. „Hemmi Hreiðars er fyrst og fremst sigurvegari og hann er algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki. Svona gæjar vaxa ekkert á trjánum og þetta er maður sem myndi gera mikið fyrir félag eins og Fylki,“ sagði Ásgeir Börkur.Ásmundur Arnarsson er farinn frá Fylki.vísir/daníelVantar hugarfar sigurvegarans Miðjumaðurinn var þá á heimleið frá GAIS í sænsku B-deildinni, en á sama tíma var óljóst hvort Ásmundur Arnarsson yrði áfram þjálfari Fylkisliðsins. Ásmundur byrjaði illa með Fylkisliðið síðasta sumar rétt eins og sumarið 2013, en var svo aðeins 20 mínútum frá Evrópusæti. Fylkir tapaði fyrir föllnu liði Fram í lokaumferðinni og missti Evrópusætið til Víkings. „Það sem hefur vantað hjá klúbbnum undanfarin ár er hugarfar sigurvegarans. Félagið hefur verið í fallbaráttu og svo miðjumoði. Það þarf að koma með nýjan hugsungarhátt þarna inn og stimpla það inn í leikmennina líka,“ sagði Ásgeir Börkur. „Hvað svo sem Fylkir gerir í sínum þjálfaramálum þá treysti ég öllu því góða fólki sem kemur að liðinu til að taka rétta ákvörðun í þeim efnum.“ Þrátt fyrir að ekkert varð af þjálfaraskiptum ákvað Ásgeir Börkur engu að síður að skrifa undir við Fylki og snúa heim í Árbæinn. Um Hermann bætti hann svo við: „Ef Fylkir ætlar að stíga skrefið fram á við þá held ég að Hemmi sé algjörlega rétti maðurinn í brúnna en það er bara mín persónulega skoðun sem stuðningsmaður liðsins,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson í október í fyrra.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira