Þingmaður gekk rúmt hálfmaraþon með gervilið á báðum hnjám Birgir Olgeirsson skrifar 7. júlí 2015 22:46 Ásmundur Friðriksson eftir göngutúrinn mikla. Vísir/Facebook Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét gamlan draum verða að veruleika í dag þegar hann gekk úr Vogum á Vatnsleysuströnd í Garðinn. Um er að ræða 22,4 kílómetra langa leið, en hálfmaraþon er 21,1 kílómetri, og var Ásmundur í fjórar klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni. „Ég er alltaf að labba, er svolítið duglegur við það. Mig hefur alltaf dreymt um að ganga meira en 15 kílómetra. Þetta hafði verið draumur svolítið lengi að fara úr Vogunum í Garðinn og koma við í fjórum sveitarfélögum. Svo allt i einu datt mér það í hug í hádeginu að þetta væri rétti dagurinn,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi um þessa gönguferð en sveitarfélögin fjögur eru Vogar, Reykjanesbær, Sandgerði og Garður.Nógu nettur fyrir gamla gerviliði Ásmundur lét ekki gerviliði sem eru komnir vel til ára sinna stöðva þessa för en hann fékk fyrst gervilið í hné árið 1999 og svo í hitt hnéð árið 2004. „Þeir ættu að vera komnir á tíma. En þrátt fyrir að ég sé aðeins í yfirvigt þá er ég greinilega það nettur að þeir þola mig ennþá,“ segir Ásmundur sem þakkar guði góða heilsu og hreysti.Með ný markmið Hann segist vera búinn að setja sér nýtt markmið eftir göngutúr dagsins en tekur fram að hann ætli sér ekki að ganga Jakobsveginn sem er ein þekktasta pílagrímaleið Evrópu sem endar í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í Galisíu-héraðinu á Spáni en hefst þar sem pílagrímurinn leggur af stað. „Ég held að það borgi sig varla að gefa markmiðið upp en nú sé ég að það er ekki mjög langt frá Höfn í Garðskaga. Það eru einhverjir 700 kílómetrar sem maður næði kannski í einhverjum áföngum.“Ásmundur með heyrnatólinn umtöluðu en hann segist aðeins hlusta á Bylgjuna þegar hann fer í göngutúr.Vísir/FacebookVirkur í fríinu Alþingi var slitið síðastliðinn föstudag og segist Ásmundur hafa nýtt fríið vel og ber þessi göngutúr þess merki. Auk þess hefur hann að sögn heimsótt sex vinnustaði á svæðinu og mun halda því áfram. Hann ætlar sér að heimsækja Vestmannaeyjar, Höfn, Kirkjubæjarklaustur og Vík. „Það er skylda landsbyggðarþingmanna að vera í góðu sambandi við sitt fólk og ég rækta það vel,“ segir Ásmundur sem á von á því að taka nokkra göngutúra á þessu ferðalagi sínu. „Ég labba líka í sveitinni. Það er mjög gaman að labba Almannaskarðið í Höfn. Það er mjög bratt og tekur vel á. Ég ætla að taka það nokkrum sinnum núna.“Hlustar bara á Bylgjuna Aðspurður hvort hann hlusti á einhverja tónlist á meðan þessum göngutúrum stendur segist hann hlusta mikiða á Bylgjuna. „Allan tímann. Mína menn í Reykjavík síðdegis. Svo hlusta ég alltaf á Heimi á morgnanna. Ég er alltaf vaknaður á svipuðum tíma og Heimir og félagar og hlusta á þá á leiðinni á þingið. Læt þá stundum vita af færðinni á Reykjanesbrautinni,“ segir Ásmundur en á meðfylgjandi mynd sem hann deildi á Facebook má sjá útvarpið sem hann gengur jafnan með. „Ég lít út eins og fáviti með þetta en mér finnst það bara sniðugt. “ Alþingi Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét gamlan draum verða að veruleika í dag þegar hann gekk úr Vogum á Vatnsleysuströnd í Garðinn. Um er að ræða 22,4 kílómetra langa leið, en hálfmaraþon er 21,1 kílómetri, og var Ásmundur í fjórar klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni. „Ég er alltaf að labba, er svolítið duglegur við það. Mig hefur alltaf dreymt um að ganga meira en 15 kílómetra. Þetta hafði verið draumur svolítið lengi að fara úr Vogunum í Garðinn og koma við í fjórum sveitarfélögum. Svo allt i einu datt mér það í hug í hádeginu að þetta væri rétti dagurinn,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi um þessa gönguferð en sveitarfélögin fjögur eru Vogar, Reykjanesbær, Sandgerði og Garður.Nógu nettur fyrir gamla gerviliði Ásmundur lét ekki gerviliði sem eru komnir vel til ára sinna stöðva þessa för en hann fékk fyrst gervilið í hné árið 1999 og svo í hitt hnéð árið 2004. „Þeir ættu að vera komnir á tíma. En þrátt fyrir að ég sé aðeins í yfirvigt þá er ég greinilega það nettur að þeir þola mig ennþá,“ segir Ásmundur sem þakkar guði góða heilsu og hreysti.Með ný markmið Hann segist vera búinn að setja sér nýtt markmið eftir göngutúr dagsins en tekur fram að hann ætli sér ekki að ganga Jakobsveginn sem er ein þekktasta pílagrímaleið Evrópu sem endar í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í Galisíu-héraðinu á Spáni en hefst þar sem pílagrímurinn leggur af stað. „Ég held að það borgi sig varla að gefa markmiðið upp en nú sé ég að það er ekki mjög langt frá Höfn í Garðskaga. Það eru einhverjir 700 kílómetrar sem maður næði kannski í einhverjum áföngum.“Ásmundur með heyrnatólinn umtöluðu en hann segist aðeins hlusta á Bylgjuna þegar hann fer í göngutúr.Vísir/FacebookVirkur í fríinu Alþingi var slitið síðastliðinn föstudag og segist Ásmundur hafa nýtt fríið vel og ber þessi göngutúr þess merki. Auk þess hefur hann að sögn heimsótt sex vinnustaði á svæðinu og mun halda því áfram. Hann ætlar sér að heimsækja Vestmannaeyjar, Höfn, Kirkjubæjarklaustur og Vík. „Það er skylda landsbyggðarþingmanna að vera í góðu sambandi við sitt fólk og ég rækta það vel,“ segir Ásmundur sem á von á því að taka nokkra göngutúra á þessu ferðalagi sínu. „Ég labba líka í sveitinni. Það er mjög gaman að labba Almannaskarðið í Höfn. Það er mjög bratt og tekur vel á. Ég ætla að taka það nokkrum sinnum núna.“Hlustar bara á Bylgjuna Aðspurður hvort hann hlusti á einhverja tónlist á meðan þessum göngutúrum stendur segist hann hlusta mikiða á Bylgjuna. „Allan tímann. Mína menn í Reykjavík síðdegis. Svo hlusta ég alltaf á Heimi á morgnanna. Ég er alltaf vaknaður á svipuðum tíma og Heimir og félagar og hlusta á þá á leiðinni á þingið. Læt þá stundum vita af færðinni á Reykjanesbrautinni,“ segir Ásmundur en á meðfylgjandi mynd sem hann deildi á Facebook má sjá útvarpið sem hann gengur jafnan með. „Ég lít út eins og fáviti með þetta en mér finnst það bara sniðugt. “
Alþingi Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira