Afhjúpun dómsskjala vendipunktur í Cosby-málum Birgir Olgeirsson skrifar 7. júlí 2015 23:30 Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Vísir/Getty Leikarinn Bill Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað minnst einni konu lyf til að misnota hana kynferðislega. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem fréttastofan AP hefur undir höndum en talið er að skjölin kunni að hafa úrslitaáhrif í fjölda dómsmála sem höfðuð hafa verið á hendur leikaranum. Leynd hvíldi yfir skjölum málsins, en AP fór í mál til að fá leyndinni aflétt og sigraði málið, eins og Vísir greindi frá í morgun. Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Þá staðfesti lögreglan í Los Angeles í gær að rannsókn standi nú yfir í máli 25 ára fyrirsætu sem kærði Bill Cosby fyrir nauðgun fyrr á árinu. Á nauðgunin að hafa átt sér stað þegar konan var 18 ára gömul, á Playboy-setrinu eftir að Cosby byrlaði henni eiturlyf. Lögmaður konunnar sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í gær að upplýsingar sem komu fram á sjónarsviðið með birtingu dómsskjalanna vera afar mikilvægar fyrir framhaldið. Þær gæfu skýrt til kynna að Cosby væri raðnauðgari og kynni sú vitneskja að hafa úrslitáhrif á einkamálið sem konan hefur höfðað á hendur honum. Konan kærði Cosby til lögreglunnar í janúar á þessu ári og bíður þess nú að ákæruvaldið höfði refsimál gegn honum. Vonir standa til að játningu Cosby frá árinu 2005 megi nota í hinum fjölmörgu refsimálum sem hann á yfir höfði sér. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Los Angeles vildi þó ekki tjá sig um hvort það yrði mögulegt. Síðustu mánuði hafa tugir kvenna stigið fram og ásakað leikarann um margvísleg kynferðisbrot og ná ásakanirnar rúmlega fjóra áratugi aftur í tímann. Cosby hefur hins vegar alltaf haldið fram sakleysi sínu í þeim málum og ekki hlotið neinn dóm, enn sem komið er. Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það "Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“ 12. janúar 2015 12:12 Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar Lena Dunham reynir að lappa upp á ímyndina. 18. janúar 2015 16:14 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Leikarinn Bill Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað minnst einni konu lyf til að misnota hana kynferðislega. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem fréttastofan AP hefur undir höndum en talið er að skjölin kunni að hafa úrslitaáhrif í fjölda dómsmála sem höfðuð hafa verið á hendur leikaranum. Leynd hvíldi yfir skjölum málsins, en AP fór í mál til að fá leyndinni aflétt og sigraði málið, eins og Vísir greindi frá í morgun. Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Þá staðfesti lögreglan í Los Angeles í gær að rannsókn standi nú yfir í máli 25 ára fyrirsætu sem kærði Bill Cosby fyrir nauðgun fyrr á árinu. Á nauðgunin að hafa átt sér stað þegar konan var 18 ára gömul, á Playboy-setrinu eftir að Cosby byrlaði henni eiturlyf. Lögmaður konunnar sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í gær að upplýsingar sem komu fram á sjónarsviðið með birtingu dómsskjalanna vera afar mikilvægar fyrir framhaldið. Þær gæfu skýrt til kynna að Cosby væri raðnauðgari og kynni sú vitneskja að hafa úrslitáhrif á einkamálið sem konan hefur höfðað á hendur honum. Konan kærði Cosby til lögreglunnar í janúar á þessu ári og bíður þess nú að ákæruvaldið höfði refsimál gegn honum. Vonir standa til að játningu Cosby frá árinu 2005 megi nota í hinum fjölmörgu refsimálum sem hann á yfir höfði sér. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Los Angeles vildi þó ekki tjá sig um hvort það yrði mögulegt. Síðustu mánuði hafa tugir kvenna stigið fram og ásakað leikarann um margvísleg kynferðisbrot og ná ásakanirnar rúmlega fjóra áratugi aftur í tímann. Cosby hefur hins vegar alltaf haldið fram sakleysi sínu í þeim málum og ekki hlotið neinn dóm, enn sem komið er.
Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það "Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“ 12. janúar 2015 12:12 Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar Lena Dunham reynir að lappa upp á ímyndina. 18. janúar 2015 16:14 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það "Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“ 12. janúar 2015 12:12
Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar Lena Dunham reynir að lappa upp á ímyndina. 18. janúar 2015 16:14
Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03