Í dag er gert ráð fyrir norðlægri átt 5 til 13 metrar á sekúndu og fjögurra til fimmtán stiga hita. Hvassast verður norðvestan til og líkur eru á síðdegisskúrum. Þá verður skýjað um austanvert landið og líkur á slyddu til fjalla.
Hlýjast verður um landið SV-vert og á vef Veðurstofu Íslands, segir að jafnvel verði næturfrost í innsveitum NA-lands. Víða verður þokuloft eða súld með köflum í dag.
