Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins a umtalsefni á þingi í dag en í skipulaginu er meðal annars kveðið á um að almenningssamgöngukerfið Borgarlínu. Áætlað er að hún verði nýtt léttlestar- eða hraðvagnakerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.
Þingmaðurinn sagði einn stærsta gallann við Borgarlínuna vera þá hversu kostnaðarsöm framkvæmdin verður. Hann viðraði því aðra framtíðarsýn hvað varðar samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins en hugmyndin byggir á þremur tækninýjungum: rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber.
„Með þessu kerfi þyrfti enginn á höfuðborgarsvæðinu að eiga bíl. Bílar yrðu pantaðir líkt og leigubílar í gegnum snjallforrit svipað og leigubílafyrirtækið Uber en markmiðið næst ekki nema að það séu nægilega margir bílar í kerfinu. Í snjallbílakerfinu eru upphafsstaðir og áfangastaðir þekktir þannig að auðvelt er að besta kerfið svo umferðarteppur ættu að heyra sögunni til,“ sagði Haraldur.
Hann sagði að þó að þetta hljómaði fjarstæðukennt þá væri tæknin til staðar og að svona kerfi gæti orðið að raunveruleika eftir 5 til 10 ár.
Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands

Tengdar fréttir

Frakkar gera Uber ólöglegt
Leigubílastjórar hafa gengið berserksgang um götur Parísar í dag.

Framkvæmdastjórar Uber handteknir í Frakklandi
Yfirvöld munu yfirhæra þá vegna gruns um að starfrækja ólöglega starfsemi.

Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi
Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar.

Uber bannað á Spáni
Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni.

Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík
Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun.