Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði sínum öðrum leik á Norðurlandamótinu í Danmörku í dag. Þær töpuðu 63-85 fyrir Danmörku í dag.
Íslenska liðið byrjaði vel og var 16-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann og var að spila ágætis bolta. Danirnir gerðu mikið af mistökum, en komu sterkar til leiks í öðrum leikhluta og leiddu 38-33 í hálfleik.
Þriðji leikhlutinn var afar góður hjá íslenska liðinu. Þær minnkuðu muninn eftir hann í þrjú stig, 58-55 og allt opið fyrir síðasta leikhlutann.
Þar gekk hins vegar allt á afturfótunum hjá Íslandi sem skoraði einungis átta stig í öllum leikhlutanum, en lokatölur urðu 63-85, Danmörku í vil.
Ísland hefur því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Norðurlandamótinu, en Sandra Lind Þrastardóttir var stigahæst með fimmtán stig og fimm fráköst.
Sara Rún Hinriksdóttir kom næst með fjórtán stig og sjö fráköst, en hún var stigahæst í leiknum í gær.
Skoruðu átta stig í lokaleikhlutanum og töpuðu með 22 stigum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti

Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti



Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

