Dregið verður í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar í dag.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru í pottinum þegar dregið verður í forkeppni Meistaradeildarinnar. Stjarnan er í neðri styrkleikaflokki og getur mætt eftirfarandi liðum:
Celtic, Skotland
Molde, Noregur
Midtjylland, Danmörk
BATE Borisov, Hvíta-Rússland
Malmö, Svíþjóð
HJK Helsinki, Finnland
Drátturinn hefst klukkan tíu en hann fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Klukkutíma síðar verður dregið í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem þrjú íslensk lið eru í pottinum; FH, KR og Víkingur.
FH er í efri styrkleikaflokki og getur mætt eftirfarandi fimm liðum:
Seinäjoki, Finnland
Víkingur, Færeyjar
Glenavon, Norður-Írland
Bala Town, Wales
Shkëndija, Makedónía
KR er einnig í efri styrkleikaflokki og getur mætt eftirtöldum fimm liðum:
Vaasa, Finnland
Cork City, Írland
Laci, Albanía
Trakai, Litháen
Ferencváros, Ungverjaland
Víkingur, sem er að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í 23 ár, er í neðri styrkleikaflokki og getur mætt eftirtöldum fimm liðum:
Sheriff, Moldavía
St. Johnstone, Skotland
Torpedo Zhodino, Hvíta-Rússland
Koper, Slóvenía
Litex Lovech, Búlgaría
Dregið í forkeppni Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar | Stjarnan fær erfiðan mótherja
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Fleiri fréttir

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
