Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 07:28 Fyrir ekki svo löngu var Michelle Agyemang boltasækir fyrir enska landsliðið en í gær sóttu stelpur boltann fyrir hana eftir að hún skoraði jöfnunarmark Englands gegn Ítalíu. Image Photo Agency/Getty Images Michelle Agyemang hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Fyrir fjórum árum var hún boltasækir á Wembley en í dag er hún helsta hetja enska landsliðsins sem er komið í úrslitaleik á Evrópumótinu í Sviss. Michelle skoraði jöfnunarmark á lokamínútunum í bæði átta liða og undanúrslitaleikjunum gegn Svíþjóð og Ítalíu. England vann Svíþjóð síðan í vítaspyrnukeppni og sló Ítalíu út í gærkvöldi eftir framlengingu. Michelle þreytti frumraun sína fyrir enska landsliðið í æfingaleik fyrr á þessu ári og skoraði eftir rúmar fjörutíu sekúndur. Hún var svo valin í hópinn fyrir EM og hefur heldur betur staðið undir væntingum. „Þetta þýðir svo mikið fyrir mig, ég er svo þakklát. Ég þakka Guði fyrir að gefa mér þetta tækifæri“ sagði Michelle eftir leikinn gegn Ítalíu í gærkvöldi. Michelle Agyemang hefur ekki brugðist trausti þjálfarans, Sarinu Wiegman. Alexander Hassenstein/Getty Images „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta bolta til þeirra, en nú er ég hér að spila með þessum stelpum. Þetta er ótrúlegt tækifæri og ég er svo þakklát fyrir að fá að vera hérna, á þessu stigi og að hjálpa liðinu. Þetta er betra en ég hafði ég leyft mér að dreyma um. Flestar þessar stelpur hafa ekki þekkt mig í meira en tvo mánuði en það sýnir líka liðsheildina í hópnum“ sagði Michelle einnig en hún var einmitt boltasækir í leik Englands og Norður-Írlands á Wembley í Þjóðadeildinni árið 2021. Í þremur af fimm leikjum á Evrópumótinu hefur hún komið inn af varamannabekk Englands og skorað tvö mikilvæg mörk, gegn Svíþjóð og Ítalíu. Hún var líka nálægt því að setja jöfnunarmark í riðlakeppnisleiknum gegn Frakklandi og næstum því búinn að setja sigurmarkið sjálf gegn Ítalíu í gær, en skaut í slánna. Chloe Kelly var hins vegar sú sem tryggði Englandi sigur með marki af vítapunktinum. England spilar því úrslitaleikinn annað Evrópumótið í röð, næsta sunnudag, gegn annað hvort Spáni eða Þýskalandi. EM 2025 í Sviss Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Sjá meira
Michelle skoraði jöfnunarmark á lokamínútunum í bæði átta liða og undanúrslitaleikjunum gegn Svíþjóð og Ítalíu. England vann Svíþjóð síðan í vítaspyrnukeppni og sló Ítalíu út í gærkvöldi eftir framlengingu. Michelle þreytti frumraun sína fyrir enska landsliðið í æfingaleik fyrr á þessu ári og skoraði eftir rúmar fjörutíu sekúndur. Hún var svo valin í hópinn fyrir EM og hefur heldur betur staðið undir væntingum. „Þetta þýðir svo mikið fyrir mig, ég er svo þakklát. Ég þakka Guði fyrir að gefa mér þetta tækifæri“ sagði Michelle eftir leikinn gegn Ítalíu í gærkvöldi. Michelle Agyemang hefur ekki brugðist trausti þjálfarans, Sarinu Wiegman. Alexander Hassenstein/Getty Images „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta bolta til þeirra, en nú er ég hér að spila með þessum stelpum. Þetta er ótrúlegt tækifæri og ég er svo þakklát fyrir að fá að vera hérna, á þessu stigi og að hjálpa liðinu. Þetta er betra en ég hafði ég leyft mér að dreyma um. Flestar þessar stelpur hafa ekki þekkt mig í meira en tvo mánuði en það sýnir líka liðsheildina í hópnum“ sagði Michelle einnig en hún var einmitt boltasækir í leik Englands og Norður-Írlands á Wembley í Þjóðadeildinni árið 2021. Í þremur af fimm leikjum á Evrópumótinu hefur hún komið inn af varamannabekk Englands og skorað tvö mikilvæg mörk, gegn Svíþjóð og Ítalíu. Hún var líka nálægt því að setja jöfnunarmark í riðlakeppnisleiknum gegn Frakklandi og næstum því búinn að setja sigurmarkið sjálf gegn Ítalíu í gær, en skaut í slánna. Chloe Kelly var hins vegar sú sem tryggði Englandi sigur með marki af vítapunktinum. England spilar því úrslitaleikinn annað Evrópumótið í röð, næsta sunnudag, gegn annað hvort Spáni eða Þýskalandi.
EM 2025 í Sviss Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Sjá meira