Stjarnan mætir Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.
Þetta er annað árið í röð sem Celtic leikur gegn íslensku liði í forkeppninni en skoska liðið sló KR út í fyrra.
Stjarnan og Celtic mætast í 2. umferð forkeppninnar en fyrri leikirnir fara fram 14. eða 15. júlí og þeir seinni 21. og 22. júlí.
Ljóst er að Stjörnumanna, sem fóru alla leið í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra, bíður erfitt verkefni en Celtic vann skosku deildina með yfirburðum á síðasta tímabili.
Celtic hefur alls 46 sinnum orðið skoskur meistari, þar af fjögur síðustu ár.
Celtic aftur til Íslands - mætir Stjörnunni
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
