Hver er þessi Kristaps Porzingis sem allir í NBA eru að tala um? | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2015 23:15 Kristaps Porzingis gæti átt framtíðana fyrir sér í NBA. mynd/skjáskot Hver er Kristaps Porzingis? Þetta er spurning sem margir körfuboltaáhugamenn í Bandaríkjunum spyrja sig þessa dagana. Hvers vegna? Jú, þessi 19 ára gamli og 216cm hái framherji sem spilar með Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni skráði sig í nýliðaval NBA-deildarinnar fyrir þetta ár. Porzingis, sem er lettneskur landsliðsmaður og einn af efnilegustu körfuboltamönnum Evrópu, er virkilega hreyfanlegur þrátt fyrir stærð og getur einnig skotið fyrir utan teig. Helstu sérfræðingar um NBA-nýliðavalið vilja meina að hann verði einn af fimm fyrstu til að verða valdir. Liðin í deildinni geti einfaldlega ekki sleppt að næla sér í svona stóran og ungan strák sem er alltaf að bæta sig.If Jay Bilas & Chad Ford were GMs, here's how their top 10 would shake out... pic.twitter.com/TSfBEnt7GM — ESPN (@espn) June 23, 2015 Jay Bilas, fyrrverandi leikmaður Duke-háskólans og Chad Ford, sérfræðingur í nýliðavalinu, eru sammála um að New York Knicks velji Lettann með fjórða valrétti. Phil Jackson, forseti Knicks, og Derek Fisher, þjálfari liðsins, voru báðir mættir á svokallaðan „Pro day“ þar sem strákarnir sem til uppboðs eru í nýliðavalinu sýna hvað þeir geta. Daginn sem Porzingis var til sýnis mættu fulltrúar allra liðanna sem eiga fyrstu fimm valréttina. Íþrótta- og dægurmálasíðan Grantland er búin að sýna tvo af þremur stuttum þáttum sem það gerði um Porzingis þar sem hann er fyrst kynntur til leiks og svo sýnt frá æfingadeginum hans. Þessa skemmtilegu þætti má sjá hér að neðan, en einn þáttur er eftir áður en kemur að stóru stundinni á fimmtudagskvöldið þegar nýliðavalið fer fram.Þáttur 1: Hver er Kristaps Porzingis? Þáttur 2: 50 mínútur til að sýna sig NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Hver er Kristaps Porzingis? Þetta er spurning sem margir körfuboltaáhugamenn í Bandaríkjunum spyrja sig þessa dagana. Hvers vegna? Jú, þessi 19 ára gamli og 216cm hái framherji sem spilar með Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni skráði sig í nýliðaval NBA-deildarinnar fyrir þetta ár. Porzingis, sem er lettneskur landsliðsmaður og einn af efnilegustu körfuboltamönnum Evrópu, er virkilega hreyfanlegur þrátt fyrir stærð og getur einnig skotið fyrir utan teig. Helstu sérfræðingar um NBA-nýliðavalið vilja meina að hann verði einn af fimm fyrstu til að verða valdir. Liðin í deildinni geti einfaldlega ekki sleppt að næla sér í svona stóran og ungan strák sem er alltaf að bæta sig.If Jay Bilas & Chad Ford were GMs, here's how their top 10 would shake out... pic.twitter.com/TSfBEnt7GM — ESPN (@espn) June 23, 2015 Jay Bilas, fyrrverandi leikmaður Duke-háskólans og Chad Ford, sérfræðingur í nýliðavalinu, eru sammála um að New York Knicks velji Lettann með fjórða valrétti. Phil Jackson, forseti Knicks, og Derek Fisher, þjálfari liðsins, voru báðir mættir á svokallaðan „Pro day“ þar sem strákarnir sem til uppboðs eru í nýliðavalinu sýna hvað þeir geta. Daginn sem Porzingis var til sýnis mættu fulltrúar allra liðanna sem eiga fyrstu fimm valréttina. Íþrótta- og dægurmálasíðan Grantland er búin að sýna tvo af þremur stuttum þáttum sem það gerði um Porzingis þar sem hann er fyrst kynntur til leiks og svo sýnt frá æfingadeginum hans. Þessa skemmtilegu þætti má sjá hér að neðan, en einn þáttur er eftir áður en kemur að stóru stundinni á fimmtudagskvöldið þegar nýliðavalið fer fram.Þáttur 1: Hver er Kristaps Porzingis? Þáttur 2: 50 mínútur til að sýna sig
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira