FH, topplið Pepsi-deildar karla, er búið að kalla Emil Pálsson til baka úr láni hjá Fjölni. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.
FH kallar Emil strax til baka en félagið þarf að skila inn leikmannalista til UEFA í dag vegna þátttöku þess í Evrópudeildinni.
FH bregður á þetta ráð vegna meiðsla Sams Hewson sem fótbrotnaði í leik gegn Víkingum og verður frá í nokkurn tíma.
Emil lék níu deildarleiki með Fjölni og skoraði eitt mark en Grafarvogsliðið er einmitt næsti mótherji FH í deildinni. Emil getur þó ekki spilað þann leik vegna leikbanns.
Emil kom til FH frá BÍ/Bolungarvík árið 2010 og hefur síðan þá leikið 65 deildarleiki með liðinu og skorað sjö mörk.
Þetta er annað áfallið sem Fjölnir verður fyrir á stuttum tíma en ekki er langt síðan Makedóníumaðurinn Daniel Ivanovski yfirgaf félagið.
FH kallar Emil úr láni

Tengdar fréttir

Fjölnismenn missa einn sinn besta mann | Ivanovski á heimleið
Fjölnismenn, spútniklið Pepsi-deildar karla í sumar, hefur orðið fyrir áfalli því liðið þarf að sjá á eftir einum sínum besta leikmanni í sumar.

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Víkingur Ó. 4-0 | Fimmti sigur Fjölnis í röð
Fjölnismenn eru komnir í átta-liða úrslit Borgunarbikars karla eftir öruggan 4-0 sigur á 1. deildarliði Víkings Ólafsvíkur.

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Fjölnir 2-0 | Langþráður sigur Víkinga
Víkingar unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild karla síðan í fyrstu umferð mótsins.

Hewson frá næstu vikurnar vegna fótbrots
Sam Hewson, miðjumaður FH, leikur ekki með liðinu næstu átta vikurnar vegna fótbrots.

Gullöld framundan í Grafarvoginum?
Aðeins tvö lið á öðru ári í efstu deild hafa náð í fleiri stig í fyrstu átta umferðunum en þau sem Fjölnismenn hafa aflað í sumar frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. Bæði Fram á níunda áratugnum og ÍA á þeim tíunda fögnuðu mörgum titlum í framhaldinu.