Sveinbjörn Iura tapaði fyrir þýskum andstæðingi í fyrstu umferð -81 kg flokki júdókeppninnar á Evrópuleikunum sem nú fara fram í fyrsta sinn í Bakú.
Sveinbjörn tapaði fyrir Alexander Wieczerzak frá Þýskalandi en hann er fyrrverandi heimsmeistari 20 ára og yngri.
Sveinbjörn náði að skora Yuko í bardaganum en sá þýski vann sigur á Ippon þegar 3:57 mínútur voru eftir.
Wieczerzak er nú þegar búinn að vinna næstu þrjár glímur, allar á Ippon, og er kominn í fjórðungsúrslit.
Sveinbjörn tapaði í fyrstu umferð
Eiríkur Stefán Ásgiersson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti


„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti


„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn

„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn
