Sprengitoppar í fjölda ferðamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2015 12:01 Skemmtiferðaskipið Splendida í Sundahöfn í gær en það kom til Ísafjarðar í morgun. Um 4600 manns ferðast með skipinu. vísir/andri marinó Síðustu ár hefur orðið mikil aukning á þeim fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum. Til að mynda komu 5000 manns til Ísafjarðar í morgun með tveimur skipum en um 2700 manns búa í bænum. Alls munu 63 skip koma til Ísafjarðar í sumar með rúmlega 60.000 ferðamenn. Þá kemur fjöldi ferðamanna til höfuðborgarinnar með skemmtiferðaskipum sumar hvert. Tæplega 105 þúsund manns komu til Reykjavíkur með skipum á seinasta ári og verður einhver aukning á þeim ferðamannastraumi í ár. Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að komur skemmtiferðaskipa til borgarinnar hafi í för með sér nokkurs konar sprengitoppa í fjölda ferðamanna. „Ef að það eru tvö eða fleiri stór skip í höfn þá kostar þetta mikið skipulag hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Stór hópur af þessu fer reyndar bara beint út úr borginni en svo höfum við verið að vinna markvisst í því að fá fólkið inn í borg, bæði niður í miðborg og svo erum við að vinna í auknum mæli að vinna að því með nágrannasveitarfélögum að koma hreyfingu á gestina, láta þá flæða út í nágrannasveitarfélögin og fá þá til að skoða áhugaverð svæði þar.“Unnið að því að skipin stoppi lengur við Einar segir að langflest skipin stoppi stutt við, innan við sólarhring eða svo, en borgin hefur undanfarið unnið að því ásamt Faxaflóahöfnum að lengja dvölina. „Það er í meira mæli núna að skipin eru farin að vera í höfn yfir nótt sem lengir þá dvölina líka og það er meiri ábati fyrir samfélagið. Við reynum að nálgast þetta eins og öll okkar viðfangsefni í þessari miklu aukningu sem nú er að eiga sér stað, og hefur verið að eiga sér stað síðustu fimm árin, að samfélagið, það má segja að úti á landi sé verið að verja náttúruleg þolmörk en við erum hér fullum fetum að fylgjast með inniviðunum og samfélagslegum þolmörkum. Að allt þetta umfang rekist í sátt við borgarbúa.“ Einar telur að það hafi tekist og bendir á niðurstöður könnunar sem Höfuðborgarstofa birti í febrúar á þessu ári, en í könnuninni kom fram að mikill meirihluti borgarbúa er jákvæður í garð þeirrar miklu aukningar sem orðið hefur á fjölda ferðamanna síðustu ár. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 5000 manns koma til Ísafjarðar í dag með skemmitferðaskipum Um 2700 manns búa í bænum. 26. júní 2015 09:10 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Síðustu ár hefur orðið mikil aukning á þeim fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum. Til að mynda komu 5000 manns til Ísafjarðar í morgun með tveimur skipum en um 2700 manns búa í bænum. Alls munu 63 skip koma til Ísafjarðar í sumar með rúmlega 60.000 ferðamenn. Þá kemur fjöldi ferðamanna til höfuðborgarinnar með skemmtiferðaskipum sumar hvert. Tæplega 105 þúsund manns komu til Reykjavíkur með skipum á seinasta ári og verður einhver aukning á þeim ferðamannastraumi í ár. Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að komur skemmtiferðaskipa til borgarinnar hafi í för með sér nokkurs konar sprengitoppa í fjölda ferðamanna. „Ef að það eru tvö eða fleiri stór skip í höfn þá kostar þetta mikið skipulag hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Stór hópur af þessu fer reyndar bara beint út úr borginni en svo höfum við verið að vinna markvisst í því að fá fólkið inn í borg, bæði niður í miðborg og svo erum við að vinna í auknum mæli að vinna að því með nágrannasveitarfélögum að koma hreyfingu á gestina, láta þá flæða út í nágrannasveitarfélögin og fá þá til að skoða áhugaverð svæði þar.“Unnið að því að skipin stoppi lengur við Einar segir að langflest skipin stoppi stutt við, innan við sólarhring eða svo, en borgin hefur undanfarið unnið að því ásamt Faxaflóahöfnum að lengja dvölina. „Það er í meira mæli núna að skipin eru farin að vera í höfn yfir nótt sem lengir þá dvölina líka og það er meiri ábati fyrir samfélagið. Við reynum að nálgast þetta eins og öll okkar viðfangsefni í þessari miklu aukningu sem nú er að eiga sér stað, og hefur verið að eiga sér stað síðustu fimm árin, að samfélagið, það má segja að úti á landi sé verið að verja náttúruleg þolmörk en við erum hér fullum fetum að fylgjast með inniviðunum og samfélagslegum þolmörkum. Að allt þetta umfang rekist í sátt við borgarbúa.“ Einar telur að það hafi tekist og bendir á niðurstöður könnunar sem Höfuðborgarstofa birti í febrúar á þessu ári, en í könnuninni kom fram að mikill meirihluti borgarbúa er jákvæður í garð þeirrar miklu aukningar sem orðið hefur á fjölda ferðamanna síðustu ár.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 5000 manns koma til Ísafjarðar í dag með skemmitferðaskipum Um 2700 manns búa í bænum. 26. júní 2015 09:10 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
5000 manns koma til Ísafjarðar í dag með skemmitferðaskipum Um 2700 manns búa í bænum. 26. júní 2015 09:10