Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2015 12:00 Heilbrigðisstarfsmenn eru ekki par sáttir við þróun mála. Vísir/Valli Formenn félags hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna hafa sent frá sér ályktun þar sem þau hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki boðaða lagasetningu á verkföll félaganna. Forsvarsmenn félaganna hafa talað um það að ríkið eigi í sýndarviðræðum og telja þau lagasetningu undirstrika það ennfrekar. „Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og félagsmanna nokkurra aðildarfélaga BHM sem tilheyra heilbrigðisþjónustunni á Austurvelli. Nokkur hundruð manns voru mættir þegar mótmælin hófust klukkan hálfellefu. „Fólki er misboðið,“ sagði Ólafur G. Skúlason í samtali við Vísi. Ályktunina má sjá í heild sinni hér að neðan:Ályktun til AlþingisÍ dag mun Alþingi fjalla um frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um frestun verkfalla aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans. Samþykki Alþingi frumvarpið eru aðildarfélög BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sem samningsaðilar svipt þeim þvingunarúrræðum sem stéttarfélögin hafa til að knýja á um samningsniðurstöðu. Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að. Undirstrikar það enn og aftur að ríkið hefur frá upphafi átt í sýndarviðræðum. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetja alþingismenn til að samþykkja ekki frumvarp um verkfallsaðgerðir og beina því til stjórnvalda að koma af alvöru að samningaborðinu. Reykjavík 12. júní 2015F.h BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Formenn félags hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna hafa sent frá sér ályktun þar sem þau hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki boðaða lagasetningu á verkföll félaganna. Forsvarsmenn félaganna hafa talað um það að ríkið eigi í sýndarviðræðum og telja þau lagasetningu undirstrika það ennfrekar. „Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og félagsmanna nokkurra aðildarfélaga BHM sem tilheyra heilbrigðisþjónustunni á Austurvelli. Nokkur hundruð manns voru mættir þegar mótmælin hófust klukkan hálfellefu. „Fólki er misboðið,“ sagði Ólafur G. Skúlason í samtali við Vísi. Ályktunina má sjá í heild sinni hér að neðan:Ályktun til AlþingisÍ dag mun Alþingi fjalla um frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um frestun verkfalla aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans. Samþykki Alþingi frumvarpið eru aðildarfélög BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sem samningsaðilar svipt þeim þvingunarúrræðum sem stéttarfélögin hafa til að knýja á um samningsniðurstöðu. Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að. Undirstrikar það enn og aftur að ríkið hefur frá upphafi átt í sýndarviðræðum. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetja alþingismenn til að samþykkja ekki frumvarp um verkfallsaðgerðir og beina því til stjórnvalda að koma af alvöru að samningaborðinu. Reykjavík 12. júní 2015F.h BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01
Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15
Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda