Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2015 10:53 Fólk er ósátt við að það stefni í lagasetningu á verkfall heilbrigðisstétta. Vísir/Valli Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og fleiri stétta í heilbrigðiskerfinu en félög þeirra eiga aðild að BHM. Mótmælin voru boðuð klukkan hálf ellefu en strax um tíuleytið var fólk tekið að streyma niður á Austurvöll. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, telur að nokkur hundruð manns hafi verið á staðnum þegar Vísir náði af honum tali rétt fyrir hálf ellefu í morgun. „Fólki hér er misboðið,“ segir hann afdráttarlaus. „Við lítum á það þannig að það sé verið að taka af okkur lýðræðislegan og sjálfsagðan samningarétt okkar. Alþingi sé að sýna okkur mikla vanvirðingu með því. Ég sé ekki að þeir séu búnir að ákveða, að með því að gefa okkur tveggja vikna fyrirvara, að Gerðardómur muni ákveða okkar laun, samþykki þeir frumvarpið það er að segja.“ Hann telur afar líklegt að lögin verði samþykkt en boðað var til lagasetningar í gærkvöldi.Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sést í fjarska ræða við mótmælendur.Vísir/ValliÓlafur segist þegar hafa heyrt af uppsögnum en mikil ósátt er innan stétta heilbrigðiskerfisins. Hann sagði í Fréttablaðinu að mikil vöntun væri á heilbrigðisstarfsmönnum í Evrópu og því væri lítið mál fyrir Íslendinga að fá vinnu erlendis. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Mótmælin standa yfir þar til Alþingi hefur tekið ákvörðun um lagasetningu á verkfallið.Forsvarsmenn BHM og félags hjúkrunarfræðinga ræða málin.Vísir/Valli Verkfall 2016 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og fleiri stétta í heilbrigðiskerfinu en félög þeirra eiga aðild að BHM. Mótmælin voru boðuð klukkan hálf ellefu en strax um tíuleytið var fólk tekið að streyma niður á Austurvöll. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, telur að nokkur hundruð manns hafi verið á staðnum þegar Vísir náði af honum tali rétt fyrir hálf ellefu í morgun. „Fólki hér er misboðið,“ segir hann afdráttarlaus. „Við lítum á það þannig að það sé verið að taka af okkur lýðræðislegan og sjálfsagðan samningarétt okkar. Alþingi sé að sýna okkur mikla vanvirðingu með því. Ég sé ekki að þeir séu búnir að ákveða, að með því að gefa okkur tveggja vikna fyrirvara, að Gerðardómur muni ákveða okkar laun, samþykki þeir frumvarpið það er að segja.“ Hann telur afar líklegt að lögin verði samþykkt en boðað var til lagasetningar í gærkvöldi.Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sést í fjarska ræða við mótmælendur.Vísir/ValliÓlafur segist þegar hafa heyrt af uppsögnum en mikil ósátt er innan stétta heilbrigðiskerfisins. Hann sagði í Fréttablaðinu að mikil vöntun væri á heilbrigðisstarfsmönnum í Evrópu og því væri lítið mál fyrir Íslendinga að fá vinnu erlendis. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Mótmælin standa yfir þar til Alþingi hefur tekið ákvörðun um lagasetningu á verkfallið.Forsvarsmenn BHM og félags hjúkrunarfræðinga ræða málin.Vísir/Valli
Verkfall 2016 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira