"Vissum ekki að landbúnaðarráðherra færi með kjaramál“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júní 2015 15:53 Þingmenn stjórnarandstöðunnar kalla Sigurð Inga Jóhannsson kjaramálaráðherra þessa stundina vísir/vilhelm Umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er hafin í þinginu. Samþykkt hefur verið að koma á kvöldfundi. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“ spurði Guðmundur Steingrímsson í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson hafði lokið framsögu sinni. Ráðherrann sagði að það væri ekki við hæfi að tala um þessi mál af léttúð. Þeir þingmenn sem tekið hafa til máls í kjölfarið hafa ítrekað talað um Sigurð Inga sem kjaramálaráðherra.Gera athugasemdir við gerðardóminn Gerðar hafa verið athugasemdir, meðal annars af Steingrími J. Sigfússyni og Kristjáni L. Möller, við þau skilyrði sem gerðardómi eru sett og hvernig hann skal skipaður. Í frumvarpinu er tekið fram að Hæstiréttur skuli skipa þrjá nefndarmenn sem muni sitja í dómnum. „Þetta er enginn gerðardómur sem inniheldur aðila deilunnar og einn oddamann. Þetta er nefnd skipuð af Hæstarétti,“ sagði Steingrímur J. Einnig hefur verið sett út á það fyrirkomulag að komi til starfa gerðardóms eigi hann að hafa hliðsjón af kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið frá 1. maí þessa árs en slíkt útilokar að tillit verði tekið til samninga sem læknar undirrituðu. „Ég segi til dæmis fyrir mitt leyti nú þegar ég er loksins búinn að sjá þetta frumvarp, að í því samráði hefði til dæmis komið fram tillaga um að væntanlegum gerðardómi, ef hann þyrfti að taka til starfa, bæri þá að taka mið af þeim samningum sem ríkisstjórnin hefur gert. Nefni ég þá læknasamninga og kennarasamninga. Af hverju eru þeir ekki hér inni? Hér er nefnilega dagsetning sett inn í frumvarpið til þess að þeir samningar komi ekki til álita hjá gerðardómi,“ sagði Kristján L. Möller í umræðum um fundarstjórn forseta. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hlustaðu á ræðuna: Hróp og köll gerð að utanríkisráðherra Mikill hiti er á Alþingi sem stendur. Rætt hefur verið um fundarstjórn forseta í tæpa klukkustund. 12. júní 2015 14:16 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 „Það er orðin býsna kindarleg stjórnin á þjóðþingi Íslendinga.“ Helgi Hjörvar sagði Bjarna Benediktsson stjórna þingfundartímum á Alþingi. 12. júní 2015 14:25 Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór Samþykkt var að taka frumvarp um verkföll á dagskrá þingsins en Píratar greiddu atkvæði gegn því. 12. júní 2015 15:15 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er hafin í þinginu. Samþykkt hefur verið að koma á kvöldfundi. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“ spurði Guðmundur Steingrímsson í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson hafði lokið framsögu sinni. Ráðherrann sagði að það væri ekki við hæfi að tala um þessi mál af léttúð. Þeir þingmenn sem tekið hafa til máls í kjölfarið hafa ítrekað talað um Sigurð Inga sem kjaramálaráðherra.Gera athugasemdir við gerðardóminn Gerðar hafa verið athugasemdir, meðal annars af Steingrími J. Sigfússyni og Kristjáni L. Möller, við þau skilyrði sem gerðardómi eru sett og hvernig hann skal skipaður. Í frumvarpinu er tekið fram að Hæstiréttur skuli skipa þrjá nefndarmenn sem muni sitja í dómnum. „Þetta er enginn gerðardómur sem inniheldur aðila deilunnar og einn oddamann. Þetta er nefnd skipuð af Hæstarétti,“ sagði Steingrímur J. Einnig hefur verið sett út á það fyrirkomulag að komi til starfa gerðardóms eigi hann að hafa hliðsjón af kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið frá 1. maí þessa árs en slíkt útilokar að tillit verði tekið til samninga sem læknar undirrituðu. „Ég segi til dæmis fyrir mitt leyti nú þegar ég er loksins búinn að sjá þetta frumvarp, að í því samráði hefði til dæmis komið fram tillaga um að væntanlegum gerðardómi, ef hann þyrfti að taka til starfa, bæri þá að taka mið af þeim samningum sem ríkisstjórnin hefur gert. Nefni ég þá læknasamninga og kennarasamninga. Af hverju eru þeir ekki hér inni? Hér er nefnilega dagsetning sett inn í frumvarpið til þess að þeir samningar komi ekki til álita hjá gerðardómi,“ sagði Kristján L. Möller í umræðum um fundarstjórn forseta.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hlustaðu á ræðuna: Hróp og köll gerð að utanríkisráðherra Mikill hiti er á Alþingi sem stendur. Rætt hefur verið um fundarstjórn forseta í tæpa klukkustund. 12. júní 2015 14:16 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 „Það er orðin býsna kindarleg stjórnin á þjóðþingi Íslendinga.“ Helgi Hjörvar sagði Bjarna Benediktsson stjórna þingfundartímum á Alþingi. 12. júní 2015 14:25 Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór Samþykkt var að taka frumvarp um verkföll á dagskrá þingsins en Píratar greiddu atkvæði gegn því. 12. júní 2015 15:15 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Hlustaðu á ræðuna: Hróp og köll gerð að utanríkisráðherra Mikill hiti er á Alþingi sem stendur. Rætt hefur verið um fundarstjórn forseta í tæpa klukkustund. 12. júní 2015 14:16
Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53
„Það er orðin býsna kindarleg stjórnin á þjóðþingi Íslendinga.“ Helgi Hjörvar sagði Bjarna Benediktsson stjórna þingfundartímum á Alþingi. 12. júní 2015 14:25
Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór Samþykkt var að taka frumvarp um verkföll á dagskrá þingsins en Píratar greiddu atkvæði gegn því. 12. júní 2015 15:15
Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15