Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2015 16:34 Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir. Mynd/ÍSÍ Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. Ísland á fulltrúa í níu íþróttagreinum. Í heildina eru þrjátíu og fimm í íslenska hópnum með fararstjórn, þjálfurum og öðru aðstoðarfólki, auk þess sem að forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, og framkvæmdastjóri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, verða viðstödd leikana. Leikarnir munu standa frá 12. - 28. júní og eru keppnisdagarnir á leikunum sautján. Um sex þúsund keppendur og þrjú þúsund aðstoðarmenn munu taka þátt og keppt er í íþróttagreinum tuttugu alþjóðlegra sérsambanda. Alls er keppt í 31 íþróttagrein og þar af eru tuttugu og fimm Ólympískar greinar. Í tólf greinum eiga keppendur möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á næstu Ólympíuleikum, í Ríó 2016, en alls eru keppnisgreinar leikanna 253. Íslenskir þátttakendur streyma nú í Evrópuleikaþorpið, en keppendur í karate, fimleikum og bogfimi eru mættir. Í gær var haldin athöfn þar sem allir íbúar voru boðnir velkomnir á leikana. Kyndillinn sem notaður verður til að tendra Evrópuleikaeldinn í kvöld var sýndur ásamt alþjóðlegum dansatriðum. Við athöfnina voru þau Telma Frímannsdóttir keppandi í karate og þjálfari hennar Gunnlaugur Sigurðsson. Keppendur í fimleikum fengu úthlutað æfingatíma á sama tíma svo þeir mættu ekki. Bogfimiþátttakendur mætti í gærkvöldi og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir mættu í dag og verða við setningarhátíðina í kvöld. Keppni í einstökum greinum dreifist yfir tímabil leikanna svo að ekki eru allir keppendur mættir strax. Thelma Rut Hermannsdóttir, fánaberi íslenska hópsins við setningarhátíðina, er sigursælasta fimleikakona landsins frá upphafi, en hún hefur orðið alls sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í áhaldafimleikum. Thelma hefur m.a. tekið þátt á fernum Heimsmeistaramótum, fernum Smáþjóðaleikum, átta Evrópumótum og níu norður – Evrópumótum. Þess utan hefur Thelma tekið þátt í fjölda Norðurlanda- og boðsmóta frá því að hún var fyrst valin í landslið Íslands í fimleikum árið 2007.Mynd/ÍSÍMynd/ÍSÍ Fimleikar Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. Ísland á fulltrúa í níu íþróttagreinum. Í heildina eru þrjátíu og fimm í íslenska hópnum með fararstjórn, þjálfurum og öðru aðstoðarfólki, auk þess sem að forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, og framkvæmdastjóri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, verða viðstödd leikana. Leikarnir munu standa frá 12. - 28. júní og eru keppnisdagarnir á leikunum sautján. Um sex þúsund keppendur og þrjú þúsund aðstoðarmenn munu taka þátt og keppt er í íþróttagreinum tuttugu alþjóðlegra sérsambanda. Alls er keppt í 31 íþróttagrein og þar af eru tuttugu og fimm Ólympískar greinar. Í tólf greinum eiga keppendur möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á næstu Ólympíuleikum, í Ríó 2016, en alls eru keppnisgreinar leikanna 253. Íslenskir þátttakendur streyma nú í Evrópuleikaþorpið, en keppendur í karate, fimleikum og bogfimi eru mættir. Í gær var haldin athöfn þar sem allir íbúar voru boðnir velkomnir á leikana. Kyndillinn sem notaður verður til að tendra Evrópuleikaeldinn í kvöld var sýndur ásamt alþjóðlegum dansatriðum. Við athöfnina voru þau Telma Frímannsdóttir keppandi í karate og þjálfari hennar Gunnlaugur Sigurðsson. Keppendur í fimleikum fengu úthlutað æfingatíma á sama tíma svo þeir mættu ekki. Bogfimiþátttakendur mætti í gærkvöldi og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir mættu í dag og verða við setningarhátíðina í kvöld. Keppni í einstökum greinum dreifist yfir tímabil leikanna svo að ekki eru allir keppendur mættir strax. Thelma Rut Hermannsdóttir, fánaberi íslenska hópsins við setningarhátíðina, er sigursælasta fimleikakona landsins frá upphafi, en hún hefur orðið alls sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í áhaldafimleikum. Thelma hefur m.a. tekið þátt á fernum Heimsmeistaramótum, fernum Smáþjóðaleikum, átta Evrópumótum og níu norður – Evrópumótum. Þess utan hefur Thelma tekið þátt í fjölda Norðurlanda- og boðsmóta frá því að hún var fyrst valin í landslið Íslands í fimleikum árið 2007.Mynd/ÍSÍMynd/ÍSÍ
Fimleikar Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira