Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2015 16:34 Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir. Mynd/ÍSÍ Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. Ísland á fulltrúa í níu íþróttagreinum. Í heildina eru þrjátíu og fimm í íslenska hópnum með fararstjórn, þjálfurum og öðru aðstoðarfólki, auk þess sem að forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, og framkvæmdastjóri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, verða viðstödd leikana. Leikarnir munu standa frá 12. - 28. júní og eru keppnisdagarnir á leikunum sautján. Um sex þúsund keppendur og þrjú þúsund aðstoðarmenn munu taka þátt og keppt er í íþróttagreinum tuttugu alþjóðlegra sérsambanda. Alls er keppt í 31 íþróttagrein og þar af eru tuttugu og fimm Ólympískar greinar. Í tólf greinum eiga keppendur möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á næstu Ólympíuleikum, í Ríó 2016, en alls eru keppnisgreinar leikanna 253. Íslenskir þátttakendur streyma nú í Evrópuleikaþorpið, en keppendur í karate, fimleikum og bogfimi eru mættir. Í gær var haldin athöfn þar sem allir íbúar voru boðnir velkomnir á leikana. Kyndillinn sem notaður verður til að tendra Evrópuleikaeldinn í kvöld var sýndur ásamt alþjóðlegum dansatriðum. Við athöfnina voru þau Telma Frímannsdóttir keppandi í karate og þjálfari hennar Gunnlaugur Sigurðsson. Keppendur í fimleikum fengu úthlutað æfingatíma á sama tíma svo þeir mættu ekki. Bogfimiþátttakendur mætti í gærkvöldi og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir mættu í dag og verða við setningarhátíðina í kvöld. Keppni í einstökum greinum dreifist yfir tímabil leikanna svo að ekki eru allir keppendur mættir strax. Thelma Rut Hermannsdóttir, fánaberi íslenska hópsins við setningarhátíðina, er sigursælasta fimleikakona landsins frá upphafi, en hún hefur orðið alls sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í áhaldafimleikum. Thelma hefur m.a. tekið þátt á fernum Heimsmeistaramótum, fernum Smáþjóðaleikum, átta Evrópumótum og níu norður – Evrópumótum. Þess utan hefur Thelma tekið þátt í fjölda Norðurlanda- og boðsmóta frá því að hún var fyrst valin í landslið Íslands í fimleikum árið 2007.Mynd/ÍSÍMynd/ÍSÍ Fimleikar Íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Sjá meira
Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. Ísland á fulltrúa í níu íþróttagreinum. Í heildina eru þrjátíu og fimm í íslenska hópnum með fararstjórn, þjálfurum og öðru aðstoðarfólki, auk þess sem að forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, og framkvæmdastjóri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, verða viðstödd leikana. Leikarnir munu standa frá 12. - 28. júní og eru keppnisdagarnir á leikunum sautján. Um sex þúsund keppendur og þrjú þúsund aðstoðarmenn munu taka þátt og keppt er í íþróttagreinum tuttugu alþjóðlegra sérsambanda. Alls er keppt í 31 íþróttagrein og þar af eru tuttugu og fimm Ólympískar greinar. Í tólf greinum eiga keppendur möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á næstu Ólympíuleikum, í Ríó 2016, en alls eru keppnisgreinar leikanna 253. Íslenskir þátttakendur streyma nú í Evrópuleikaþorpið, en keppendur í karate, fimleikum og bogfimi eru mættir. Í gær var haldin athöfn þar sem allir íbúar voru boðnir velkomnir á leikana. Kyndillinn sem notaður verður til að tendra Evrópuleikaeldinn í kvöld var sýndur ásamt alþjóðlegum dansatriðum. Við athöfnina voru þau Telma Frímannsdóttir keppandi í karate og þjálfari hennar Gunnlaugur Sigurðsson. Keppendur í fimleikum fengu úthlutað æfingatíma á sama tíma svo þeir mættu ekki. Bogfimiþátttakendur mætti í gærkvöldi og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir mættu í dag og verða við setningarhátíðina í kvöld. Keppni í einstökum greinum dreifist yfir tímabil leikanna svo að ekki eru allir keppendur mættir strax. Thelma Rut Hermannsdóttir, fánaberi íslenska hópsins við setningarhátíðina, er sigursælasta fimleikakona landsins frá upphafi, en hún hefur orðið alls sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í áhaldafimleikum. Thelma hefur m.a. tekið þátt á fernum Heimsmeistaramótum, fernum Smáþjóðaleikum, átta Evrópumótum og níu norður – Evrópumótum. Þess utan hefur Thelma tekið þátt í fjölda Norðurlanda- og boðsmóta frá því að hún var fyrst valin í landslið Íslands í fimleikum árið 2007.Mynd/ÍSÍMynd/ÍSÍ
Fimleikar Íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Sjá meira