Starfsfólki Landspítalans heitt í hamsi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. júní 2015 21:00 Það var þungt yfir starfsfólki á Landspítalanum í dag. Verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif á spítalanum og ógnað heilsu sjúklinga en líka valdið starfsfólki sem eygir ekki lausn á kjaradeilu við ríkið miklum áhyggjum. Mikið verk er framundan ef lög verða sett á verkfallið. Um 700 skurðaðgerðum hefur verið frestað frá upphafi verkfalls þar af 200 síðustu tíu daga og rúmlega hundrað hjartveikir Íslendingar bíða eftir hjartaþræðingum. Ástandið hefur orðið sífellt erfiðara með hverjum degi sem liðið hefur í deilunni. Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsmenn kvíða því sem framundan er. „Ástandið verður erfiðara með hverjum degi sem líður. Blóðsýni hrannast upp og beiðnir um myndgreiningarannsóknir. Allir okkar starfsmenn eru farnir að kvíða því að fara að vinna úr því mikla verkefni sem væntanlega kemur til.“ Á kaffistofum spítalans sátu starfsmenn og fylgdust vel með umræðum um lagasetningu á verkföll þeirra á Alþingi. Arna Antonsdóttir lífeindafræðingur var meðal þeirra og var ekki ánægð með að fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafi vikið af þingi í dag til að sækja fund í Valhöll. „Þetta er ekki gott að horfa upp á, við vorum á Austurvelli í morgun og biðum og biðum. Síðan var fundi frestað sem við héldum að væri góðs viti en þá fréttum við það að fjármálaráðherra hefði þurft á áríðandi fund í Valhöll í hádeginu. Okkur fannst það mjög merkilegt. Það var meira virði en að taka á því máli sem að okkur snýr. “ Fleiri atvik en í fyrra Mun fleiri atvik hafa komið upp hér á spítalanum á meðan verkfalli stóð en alla jafna. 328 atvik komu upp tengd umhverfi og aðstæðum á spítalanum á tímabilinu janúar til apríl í ár miðað við 298 í fyrra. 43 fleiri atvik komu upp á þessum tíma tengd meðferðum og rannsóknum, 174 atvik tengd lyfjameðferð, 142 tengd annars konar atvikum, 96 atvik tengd þjónustu. Þá urðu fjögur óvænt dauðsföll á tímabilinu. Ekki liggur fyrir hvort þau tengjast verkfallsaðgerðum og verið er að greina þau atvik sem hafa orðið vegna verkfallsins. Beðið um undanþágur vegna nautgripa Staða margra bænda hefur verið slæm í verkfallsaðgerðum dýralækna, veittar hafa verið undanþágur til heimaslátrunar varðandi svín og alifugla og síðustu daga bárust í auknum mæli undanþágur vegna slátrunar nautgripa. Þeim undanþágubeiðnum var öllum frestað . Vörur fastar í gámum Margar vörur hafa ekki fengið afgreiðslu vegna verkfalls 60 starfsmanna hjá Matvælastofnun og sumar þeirra liggja undir skemmdum. Plöntur, lífrænn áburður og kjötmeti eru á meðal varnings sem bíður í gámum við höfnina. 22.416 mál bíða hjá sýslumanni Verkföll hjá sýslumannsembættum hafa raskað lífi margra. Alls þarf að leysa úr 22.416 málum. 152 dánarbú þurfa nánari skoðun, 303 íslendingar bíða þess að skilja, giftast og fá úrskurðað forræði yfir börnum sínum og nærri því ellefuþúsund skjöl bíða þinglýsingar. Verkfall 2016 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Það var þungt yfir starfsfólki á Landspítalanum í dag. Verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif á spítalanum og ógnað heilsu sjúklinga en líka valdið starfsfólki sem eygir ekki lausn á kjaradeilu við ríkið miklum áhyggjum. Mikið verk er framundan ef lög verða sett á verkfallið. Um 700 skurðaðgerðum hefur verið frestað frá upphafi verkfalls þar af 200 síðustu tíu daga og rúmlega hundrað hjartveikir Íslendingar bíða eftir hjartaþræðingum. Ástandið hefur orðið sífellt erfiðara með hverjum degi sem liðið hefur í deilunni. Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsmenn kvíða því sem framundan er. „Ástandið verður erfiðara með hverjum degi sem líður. Blóðsýni hrannast upp og beiðnir um myndgreiningarannsóknir. Allir okkar starfsmenn eru farnir að kvíða því að fara að vinna úr því mikla verkefni sem væntanlega kemur til.“ Á kaffistofum spítalans sátu starfsmenn og fylgdust vel með umræðum um lagasetningu á verkföll þeirra á Alþingi. Arna Antonsdóttir lífeindafræðingur var meðal þeirra og var ekki ánægð með að fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafi vikið af þingi í dag til að sækja fund í Valhöll. „Þetta er ekki gott að horfa upp á, við vorum á Austurvelli í morgun og biðum og biðum. Síðan var fundi frestað sem við héldum að væri góðs viti en þá fréttum við það að fjármálaráðherra hefði þurft á áríðandi fund í Valhöll í hádeginu. Okkur fannst það mjög merkilegt. Það var meira virði en að taka á því máli sem að okkur snýr. “ Fleiri atvik en í fyrra Mun fleiri atvik hafa komið upp hér á spítalanum á meðan verkfalli stóð en alla jafna. 328 atvik komu upp tengd umhverfi og aðstæðum á spítalanum á tímabilinu janúar til apríl í ár miðað við 298 í fyrra. 43 fleiri atvik komu upp á þessum tíma tengd meðferðum og rannsóknum, 174 atvik tengd lyfjameðferð, 142 tengd annars konar atvikum, 96 atvik tengd þjónustu. Þá urðu fjögur óvænt dauðsföll á tímabilinu. Ekki liggur fyrir hvort þau tengjast verkfallsaðgerðum og verið er að greina þau atvik sem hafa orðið vegna verkfallsins. Beðið um undanþágur vegna nautgripa Staða margra bænda hefur verið slæm í verkfallsaðgerðum dýralækna, veittar hafa verið undanþágur til heimaslátrunar varðandi svín og alifugla og síðustu daga bárust í auknum mæli undanþágur vegna slátrunar nautgripa. Þeim undanþágubeiðnum var öllum frestað . Vörur fastar í gámum Margar vörur hafa ekki fengið afgreiðslu vegna verkfalls 60 starfsmanna hjá Matvælastofnun og sumar þeirra liggja undir skemmdum. Plöntur, lífrænn áburður og kjötmeti eru á meðal varnings sem bíður í gámum við höfnina. 22.416 mál bíða hjá sýslumanni Verkföll hjá sýslumannsembættum hafa raskað lífi margra. Alls þarf að leysa úr 22.416 málum. 152 dánarbú þurfa nánari skoðun, 303 íslendingar bíða þess að skilja, giftast og fá úrskurðað forræði yfir börnum sínum og nærri því ellefuþúsund skjöl bíða þinglýsingar.
Verkfall 2016 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira