Starfsfólki Landspítalans heitt í hamsi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. júní 2015 21:00 Það var þungt yfir starfsfólki á Landspítalanum í dag. Verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif á spítalanum og ógnað heilsu sjúklinga en líka valdið starfsfólki sem eygir ekki lausn á kjaradeilu við ríkið miklum áhyggjum. Mikið verk er framundan ef lög verða sett á verkfallið. Um 700 skurðaðgerðum hefur verið frestað frá upphafi verkfalls þar af 200 síðustu tíu daga og rúmlega hundrað hjartveikir Íslendingar bíða eftir hjartaþræðingum. Ástandið hefur orðið sífellt erfiðara með hverjum degi sem liðið hefur í deilunni. Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsmenn kvíða því sem framundan er. „Ástandið verður erfiðara með hverjum degi sem líður. Blóðsýni hrannast upp og beiðnir um myndgreiningarannsóknir. Allir okkar starfsmenn eru farnir að kvíða því að fara að vinna úr því mikla verkefni sem væntanlega kemur til.“ Á kaffistofum spítalans sátu starfsmenn og fylgdust vel með umræðum um lagasetningu á verkföll þeirra á Alþingi. Arna Antonsdóttir lífeindafræðingur var meðal þeirra og var ekki ánægð með að fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafi vikið af þingi í dag til að sækja fund í Valhöll. „Þetta er ekki gott að horfa upp á, við vorum á Austurvelli í morgun og biðum og biðum. Síðan var fundi frestað sem við héldum að væri góðs viti en þá fréttum við það að fjármálaráðherra hefði þurft á áríðandi fund í Valhöll í hádeginu. Okkur fannst það mjög merkilegt. Það var meira virði en að taka á því máli sem að okkur snýr. “ Fleiri atvik en í fyrra Mun fleiri atvik hafa komið upp hér á spítalanum á meðan verkfalli stóð en alla jafna. 328 atvik komu upp tengd umhverfi og aðstæðum á spítalanum á tímabilinu janúar til apríl í ár miðað við 298 í fyrra. 43 fleiri atvik komu upp á þessum tíma tengd meðferðum og rannsóknum, 174 atvik tengd lyfjameðferð, 142 tengd annars konar atvikum, 96 atvik tengd þjónustu. Þá urðu fjögur óvænt dauðsföll á tímabilinu. Ekki liggur fyrir hvort þau tengjast verkfallsaðgerðum og verið er að greina þau atvik sem hafa orðið vegna verkfallsins. Beðið um undanþágur vegna nautgripa Staða margra bænda hefur verið slæm í verkfallsaðgerðum dýralækna, veittar hafa verið undanþágur til heimaslátrunar varðandi svín og alifugla og síðustu daga bárust í auknum mæli undanþágur vegna slátrunar nautgripa. Þeim undanþágubeiðnum var öllum frestað . Vörur fastar í gámum Margar vörur hafa ekki fengið afgreiðslu vegna verkfalls 60 starfsmanna hjá Matvælastofnun og sumar þeirra liggja undir skemmdum. Plöntur, lífrænn áburður og kjötmeti eru á meðal varnings sem bíður í gámum við höfnina. 22.416 mál bíða hjá sýslumanni Verkföll hjá sýslumannsembættum hafa raskað lífi margra. Alls þarf að leysa úr 22.416 málum. 152 dánarbú þurfa nánari skoðun, 303 íslendingar bíða þess að skilja, giftast og fá úrskurðað forræði yfir börnum sínum og nærri því ellefuþúsund skjöl bíða þinglýsingar. Verkfall 2016 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Það var þungt yfir starfsfólki á Landspítalanum í dag. Verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif á spítalanum og ógnað heilsu sjúklinga en líka valdið starfsfólki sem eygir ekki lausn á kjaradeilu við ríkið miklum áhyggjum. Mikið verk er framundan ef lög verða sett á verkfallið. Um 700 skurðaðgerðum hefur verið frestað frá upphafi verkfalls þar af 200 síðustu tíu daga og rúmlega hundrað hjartveikir Íslendingar bíða eftir hjartaþræðingum. Ástandið hefur orðið sífellt erfiðara með hverjum degi sem liðið hefur í deilunni. Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsmenn kvíða því sem framundan er. „Ástandið verður erfiðara með hverjum degi sem líður. Blóðsýni hrannast upp og beiðnir um myndgreiningarannsóknir. Allir okkar starfsmenn eru farnir að kvíða því að fara að vinna úr því mikla verkefni sem væntanlega kemur til.“ Á kaffistofum spítalans sátu starfsmenn og fylgdust vel með umræðum um lagasetningu á verkföll þeirra á Alþingi. Arna Antonsdóttir lífeindafræðingur var meðal þeirra og var ekki ánægð með að fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafi vikið af þingi í dag til að sækja fund í Valhöll. „Þetta er ekki gott að horfa upp á, við vorum á Austurvelli í morgun og biðum og biðum. Síðan var fundi frestað sem við héldum að væri góðs viti en þá fréttum við það að fjármálaráðherra hefði þurft á áríðandi fund í Valhöll í hádeginu. Okkur fannst það mjög merkilegt. Það var meira virði en að taka á því máli sem að okkur snýr. “ Fleiri atvik en í fyrra Mun fleiri atvik hafa komið upp hér á spítalanum á meðan verkfalli stóð en alla jafna. 328 atvik komu upp tengd umhverfi og aðstæðum á spítalanum á tímabilinu janúar til apríl í ár miðað við 298 í fyrra. 43 fleiri atvik komu upp á þessum tíma tengd meðferðum og rannsóknum, 174 atvik tengd lyfjameðferð, 142 tengd annars konar atvikum, 96 atvik tengd þjónustu. Þá urðu fjögur óvænt dauðsföll á tímabilinu. Ekki liggur fyrir hvort þau tengjast verkfallsaðgerðum og verið er að greina þau atvik sem hafa orðið vegna verkfallsins. Beðið um undanþágur vegna nautgripa Staða margra bænda hefur verið slæm í verkfallsaðgerðum dýralækna, veittar hafa verið undanþágur til heimaslátrunar varðandi svín og alifugla og síðustu daga bárust í auknum mæli undanþágur vegna slátrunar nautgripa. Þeim undanþágubeiðnum var öllum frestað . Vörur fastar í gámum Margar vörur hafa ekki fengið afgreiðslu vegna verkfalls 60 starfsmanna hjá Matvælastofnun og sumar þeirra liggja undir skemmdum. Plöntur, lífrænn áburður og kjötmeti eru á meðal varnings sem bíður í gámum við höfnina. 22.416 mál bíða hjá sýslumanni Verkföll hjá sýslumannsembættum hafa raskað lífi margra. Alls þarf að leysa úr 22.416 málum. 152 dánarbú þurfa nánari skoðun, 303 íslendingar bíða þess að skilja, giftast og fá úrskurðað forræði yfir börnum sínum og nærri því ellefuþúsund skjöl bíða þinglýsingar.
Verkfall 2016 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira