BHM undirbýr málsókn gegn ríkinu Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2015 11:52 Vísir/Valli „Það verða þung skref sem félagsmenn BHM stíga inn á vinnustaði sína hjá ríkinu eftir að hafa verið þvingaðir úr lögmætu verkfalli með lagasetningu Alþingis í gær.“ Bandalag háskólamanna segir Alþingi hafa afnumið samningsrétt þeirra og það sé skýrt brot á stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Bandalagið hefur hafið undirbúning málssóknar gegn ríkinu „til þess að fá þessu mannréttindabroti hnekkt.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Verkfallsaðgerðir höfðu staðið yfir í tæpar tíu vikur í gær og segir í tilkynningunni að það sé umhugsunarvert að ríkisvaldið hafi ekkert gert til þess að afsýra verkföllum. „Í stað þess að ganga til samninga við BHM dró ríkið bandalagið fyrir dómstóla í því augnamiði að hnekkja verkfallsboðunum. Þeim kröfum hafnaði Félagsdómur með eftirminnilegum hætti. Á 24 samningafundum deiluaðila hjá Ríkissáttasemjara þokaðist samninganefnd ríkisins aldrei frá forskrift Samtaka atvinnulífsins.“ Í tilkynningunni segir að efni 3. greinar laganna sé lítið annað en ósvífin aðför að ríkisstarfsmönnum. „Samkvæmt henni kannast ríkisvaldið hvorki við að hafa samið við lækna um tæplega 30% launahækkun til rúmlega tveggja ára né heldur við nýlegan samning sinn við framhaldsskólakennara. Ríkið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins samningsumboð ríkisins við starfsfólk sitt.“ BHM segir það vera áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinni nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu. Landsmenn gætu ekki verið án þeirrar þjónustu. „Frá upphafi kjaraviðræðna á liðnu ári hefur samninganefnd BHM lagt sig fram um að skilgreina sameiginlega hagsmuni félagsmanna sinna og ríkisins af því að mæta sanngjörnum kröfum um að háskólamenntun sé metin til launa. Að auki hefur BHM viljað tryggja virkni stofnanasamninga hjá ríkinu en í þeim eru kjör sérfræðinga hjá ríkinu ákvörðuð. Svo virðist sem ríkisvaldið sé með öllu áhugalaust um virkni þeirra samninga. Af því leiðir að launakerfi ríkisstarfsmanna er ekki á vetur setjandi.“ Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
„Það verða þung skref sem félagsmenn BHM stíga inn á vinnustaði sína hjá ríkinu eftir að hafa verið þvingaðir úr lögmætu verkfalli með lagasetningu Alþingis í gær.“ Bandalag háskólamanna segir Alþingi hafa afnumið samningsrétt þeirra og það sé skýrt brot á stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Bandalagið hefur hafið undirbúning málssóknar gegn ríkinu „til þess að fá þessu mannréttindabroti hnekkt.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Verkfallsaðgerðir höfðu staðið yfir í tæpar tíu vikur í gær og segir í tilkynningunni að það sé umhugsunarvert að ríkisvaldið hafi ekkert gert til þess að afsýra verkföllum. „Í stað þess að ganga til samninga við BHM dró ríkið bandalagið fyrir dómstóla í því augnamiði að hnekkja verkfallsboðunum. Þeim kröfum hafnaði Félagsdómur með eftirminnilegum hætti. Á 24 samningafundum deiluaðila hjá Ríkissáttasemjara þokaðist samninganefnd ríkisins aldrei frá forskrift Samtaka atvinnulífsins.“ Í tilkynningunni segir að efni 3. greinar laganna sé lítið annað en ósvífin aðför að ríkisstarfsmönnum. „Samkvæmt henni kannast ríkisvaldið hvorki við að hafa samið við lækna um tæplega 30% launahækkun til rúmlega tveggja ára né heldur við nýlegan samning sinn við framhaldsskólakennara. Ríkið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins samningsumboð ríkisins við starfsfólk sitt.“ BHM segir það vera áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinni nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu. Landsmenn gætu ekki verið án þeirrar þjónustu. „Frá upphafi kjaraviðræðna á liðnu ári hefur samninganefnd BHM lagt sig fram um að skilgreina sameiginlega hagsmuni félagsmanna sinna og ríkisins af því að mæta sanngjörnum kröfum um að háskólamenntun sé metin til launa. Að auki hefur BHM viljað tryggja virkni stofnanasamninga hjá ríkinu en í þeim eru kjör sérfræðinga hjá ríkinu ákvörðuð. Svo virðist sem ríkisvaldið sé með öllu áhugalaust um virkni þeirra samninga. Af því leiðir að launakerfi ríkisstarfsmanna er ekki á vetur setjandi.“
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira