BHM undirbýr málsókn gegn ríkinu Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2015 11:52 Vísir/Valli „Það verða þung skref sem félagsmenn BHM stíga inn á vinnustaði sína hjá ríkinu eftir að hafa verið þvingaðir úr lögmætu verkfalli með lagasetningu Alþingis í gær.“ Bandalag háskólamanna segir Alþingi hafa afnumið samningsrétt þeirra og það sé skýrt brot á stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Bandalagið hefur hafið undirbúning málssóknar gegn ríkinu „til þess að fá þessu mannréttindabroti hnekkt.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Verkfallsaðgerðir höfðu staðið yfir í tæpar tíu vikur í gær og segir í tilkynningunni að það sé umhugsunarvert að ríkisvaldið hafi ekkert gert til þess að afsýra verkföllum. „Í stað þess að ganga til samninga við BHM dró ríkið bandalagið fyrir dómstóla í því augnamiði að hnekkja verkfallsboðunum. Þeim kröfum hafnaði Félagsdómur með eftirminnilegum hætti. Á 24 samningafundum deiluaðila hjá Ríkissáttasemjara þokaðist samninganefnd ríkisins aldrei frá forskrift Samtaka atvinnulífsins.“ Í tilkynningunni segir að efni 3. greinar laganna sé lítið annað en ósvífin aðför að ríkisstarfsmönnum. „Samkvæmt henni kannast ríkisvaldið hvorki við að hafa samið við lækna um tæplega 30% launahækkun til rúmlega tveggja ára né heldur við nýlegan samning sinn við framhaldsskólakennara. Ríkið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins samningsumboð ríkisins við starfsfólk sitt.“ BHM segir það vera áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinni nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu. Landsmenn gætu ekki verið án þeirrar þjónustu. „Frá upphafi kjaraviðræðna á liðnu ári hefur samninganefnd BHM lagt sig fram um að skilgreina sameiginlega hagsmuni félagsmanna sinna og ríkisins af því að mæta sanngjörnum kröfum um að háskólamenntun sé metin til launa. Að auki hefur BHM viljað tryggja virkni stofnanasamninga hjá ríkinu en í þeim eru kjör sérfræðinga hjá ríkinu ákvörðuð. Svo virðist sem ríkisvaldið sé með öllu áhugalaust um virkni þeirra samninga. Af því leiðir að launakerfi ríkisstarfsmanna er ekki á vetur setjandi.“ Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Það verða þung skref sem félagsmenn BHM stíga inn á vinnustaði sína hjá ríkinu eftir að hafa verið þvingaðir úr lögmætu verkfalli með lagasetningu Alþingis í gær.“ Bandalag háskólamanna segir Alþingi hafa afnumið samningsrétt þeirra og það sé skýrt brot á stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Bandalagið hefur hafið undirbúning málssóknar gegn ríkinu „til þess að fá þessu mannréttindabroti hnekkt.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Verkfallsaðgerðir höfðu staðið yfir í tæpar tíu vikur í gær og segir í tilkynningunni að það sé umhugsunarvert að ríkisvaldið hafi ekkert gert til þess að afsýra verkföllum. „Í stað þess að ganga til samninga við BHM dró ríkið bandalagið fyrir dómstóla í því augnamiði að hnekkja verkfallsboðunum. Þeim kröfum hafnaði Félagsdómur með eftirminnilegum hætti. Á 24 samningafundum deiluaðila hjá Ríkissáttasemjara þokaðist samninganefnd ríkisins aldrei frá forskrift Samtaka atvinnulífsins.“ Í tilkynningunni segir að efni 3. greinar laganna sé lítið annað en ósvífin aðför að ríkisstarfsmönnum. „Samkvæmt henni kannast ríkisvaldið hvorki við að hafa samið við lækna um tæplega 30% launahækkun til rúmlega tveggja ára né heldur við nýlegan samning sinn við framhaldsskólakennara. Ríkið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins samningsumboð ríkisins við starfsfólk sitt.“ BHM segir það vera áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinni nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu. Landsmenn gætu ekki verið án þeirrar þjónustu. „Frá upphafi kjaraviðræðna á liðnu ári hefur samninganefnd BHM lagt sig fram um að skilgreina sameiginlega hagsmuni félagsmanna sinna og ríkisins af því að mæta sanngjörnum kröfum um að háskólamenntun sé metin til launa. Að auki hefur BHM viljað tryggja virkni stofnanasamninga hjá ríkinu en í þeim eru kjör sérfræðinga hjá ríkinu ákvörðuð. Svo virðist sem ríkisvaldið sé með öllu áhugalaust um virkni þeirra samninga. Af því leiðir að launakerfi ríkisstarfsmanna er ekki á vetur setjandi.“
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira