Nýtt sýnishorn úr þriðju þáttaröð Réttar var frumsýnt í Íslandi í dag í kvöld. Sýnishornið má sjá í spilaranum hér að ofan en það er nokkuð óhuggulegt svo ekki sé meira sagt.
Rætt var við Baldvin Z, leikstjóra þáttaraðarinnar, og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, sem fer með eitt aðalhlutverkanna, í Íslandi í dag í kvöld. Fyrsti þátturinn í nýju þáttaröðinni, sem framleidd er af Sagafilm og Stöð 2, verður sýndur í haust.
Sjáðu óhuggulegt sýnishorn úr þriðju þáttaröð Réttar
Tengdar fréttir

Tökur á Rétti III hafnar: „Handritið ögrandi en spennandi“
Tökur munu standa fram í júlí og sýningar munu hefjast í haust á Stöð 2.