Líður eins og við getum ekki tapað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júní 2015 06:00 Gregg Ryder hefur gert frábæra hluti með lið Þróttar. vísir/ernir Það eru fá lið á landinu á jafn mikilli siglingu og Þróttur Reykjavík. Þegar sex umferðir eru búnar af 1. deildinni eru Þróttarar í toppsætinu með fullt hús stiga (18) og markatöluna 17-2. Í síðustu umferð unnu Þróttarar gríðarlega sterkan sigur á KA á heimavelli, 2-1, en fyrir tímabilið voru KA-menn liða líklegastir til að fara upp í Pepsi-deildina, enda búnir að bæta vel í leikmannahópinn. Eftir fyrstu sex umferðirnar eru KA-menn hins vegar sjö stigum á eftir Þrótti sem er í kjörstöðu; þremur stigum á undan Þór sem er í 2. sætinu og fimm stigum á undan Víkingum frá Ólafsvík sem sitja í 3. sæti.Hallur sækir að Garðari Jóhannssyni, leikmanni Stjörnunnar.vísir/daníelAllt á uppleið eftir erfiða tíma Ekki er langt síðan allt var í kaldakoli í Laugardalnum en sumarið 2013 var erfitt hjá Þrótti. Liðinu gekk illa inni á vellinum og utan vallar logaði allt í illdeilum. Eftir átta umferðir var Þróttur aðeins með fimm stig og í fallsæti. Af þeim sökum var þjálfaranum Páli Einarssyni sagt upp störfum og Zoran Milijkovic fenginn í hans stað. Sú ráðning lagðist misjafnlega í fólk og í kjölfar hennar hætti allt meistaraflokksráð félagsins sem og liðstjórn þess. Auk þess hurfu nokkir leikmenn á braut. Þrátt fyrir erfiða stöðu náði Þróttur að halda sæti sínu í 1. deildinni. Og haustið 2013 urðu vatnaskil þegar 25 ára gamall Englendingur, Gregg Ryder, var ráðinn þjálfari Þróttar. Hallur Hallsson, reyndasti leikmaður Þróttar, segir að sú ráðning hafi verið mikið gæfuspor fyrir félagið. „Hann kom inn í þetta með fínar áherslur og er toppþjálfari. Hann er búinn að búa til stórskemmtilegan og samheldinn hóp,“ sagði Hallur í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir andrúmsloftið innan félagsins mun léttara en áður. „Það er allt mun léttara og það helst kannski í hendur við árangurinn. Þegar hann er góður koma fleiri á völlinn og fleiri eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum fyrir félagið. Það er allt á uppleið.“ Þróttur endaði í 3. sæti 1. deildar í fyrra og fékk 14 stigum meira en tímabilið þar á undan. Þróttara vantaði herslumuninn til að blanda sér í baráttuna um sæti í Pepsi-deildinni en í ár eru þeir klárir í slaginn. Hallur segir að markmiðið fyrir tímabilið ár hafi verið að komast upp: „Markmiðið var að gera betur en í fyrra og það þýddi annað hvort 1. eða 2. sætið og við stefnum ótrauðir á það. Þegar við förum inn í leikina líður mér eins og við getum ekki tapað.“Viktor er búinn að skora sjö mörk í sex deildarleikjum í sumar.vísir/stefánViktor er toppleikmaður Þróttarar gerðu góða hluti á leikmannamarkaðinum í sumar og bættu sterkum leikmönnum í hópinn, þar á meðal Davíð Þór Ásbjörnssyni, Dion Jeremy Acoff og Viktori Jónssyni. Þessir þrír leikmenn eru lykilmenn í draumabyrjun Þróttar en mest hefur borið á þeim síðastnefnda sem er í láni frá Víkingi. Viktor hefur verið sjóðheitur upp við mark andstæðinganna og skorað tíu mörk í sjö leikjum í deild og bikar. „Það var rosalega gott að fá hann og hann hefur sýnt að hann er toppleikmaður,“ sagði Hallur um Viktor en hann bar einnig lof á Davíð og Acoff sem hafa spilað stórvel í sumar. Markvörðurinn Trausti Sigurbjörnsson hefur einnig vakið athygli fyrir góða frammistöðu en hann hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu sex deildarleikjunum og átti til að mynda frábæran leik þegar Þróttur vann torsóttan 0-1 sigur á Grindavík í 5. umferð. „Það er mjög gott að hafa hann þarna fyrir aftan og hann er með sitt hlutverk á hreinu. Það er kannski ósanngjarnt en við gerum þá kröfu að hann eigi 2-3 vörslur í hverjum leik sem gerir það að verkum að við þurfum bara að skora eitt mark,“ sagði Hallur um Trausta. Eins og áður segir er arkitektinn að þessum frábæra árangri Þróttar Gregg Ryder sem starfaði hjá ÍBV áður en hann kom í Laugardalinn. Gott orð fer af Ryder en hvað er það sem gerir hann að svona góðum þjálfara að mati Halls? „Hann er fyrst og síðast heilshugar í þessu og það er ekkert hálfkák hjá honum. Hann vinnur sína vinnu hrikalega vel; er skipulagður, undirbýr liðið mjög vel fyrir hvern leik og það er ekkert sem kemur honum né okkur á óvart,“ sagði Hallur en Ryder virðist sjá hvern einasta leik sem fram fer hér á landi, sama í hvaða deild það er.Þróttarar fagna marki gegn KA í síðustu umferð.vísir/ernirAldurinn ekkert vandamál Hallur segir að ungur aldur Ryders sé ekki vandamál þótt það muni til dæmis átta árum á þeim tveimur: „Það er ekki neitt vandamál. Það var mikið rætt um þetta þegar hann kom upphaflega og ég viðurkenni að í upphafi setti maður smá spurningarmerki við aldurinn. En í dag finnur maður ekkert fyrir þessu. Hann er með allt sitt á hreinu eins og sést á stöðutöflunni. Ég hef fulla trú á honum.“ Hallur hefur verið manna lengst í Þrótti en hann kom inn í meistaraflokk félagsins árið 1998, fyrir 17 árum síðan. Á þessum tíma hefur hann verið með marga færa þjálfara. Þrátt fyrir það er hann ófeiminn að setja Ryder á meðal þeirra bestu sem hann hefur spilað fyrir. „Hann er í topp tveimur. Ég hef miklar mætur á honum sem þjálfara,“ sagði Hallur en hinn þjálfarinn sem er efstur á blaði hjá honum er goðsögnin Ásgeir Elíasson heitinn. „Ég var mjög hrifinn af Ásgeiri. Hann var virkilega góður þjálfari og góður maður.“ Þróttarar eru einnig komnir áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins og mæta þar ÍBV, botnliði Pepsi-deildarinnar, klukkan 17:30 í dag. Hallur segir þetta gott tækifæri til að máta sig við lið í Pepsi-deildinni, þar sem Þróttur ætlar að vera á næsta ári. „Þetta verður mjög spennandi og áhugaverður leikur. Þeir eru í smá brasi og líta eflaust á þennan leik sem snúningspunkt á tímabilinu hjá sér. En þeir fá ekkert gefins hjá okkur og þurfa að hafa fyrir hlutunum,“ sagði Hallur Hallsson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira
Það eru fá lið á landinu á jafn mikilli siglingu og Þróttur Reykjavík. Þegar sex umferðir eru búnar af 1. deildinni eru Þróttarar í toppsætinu með fullt hús stiga (18) og markatöluna 17-2. Í síðustu umferð unnu Þróttarar gríðarlega sterkan sigur á KA á heimavelli, 2-1, en fyrir tímabilið voru KA-menn liða líklegastir til að fara upp í Pepsi-deildina, enda búnir að bæta vel í leikmannahópinn. Eftir fyrstu sex umferðirnar eru KA-menn hins vegar sjö stigum á eftir Þrótti sem er í kjörstöðu; þremur stigum á undan Þór sem er í 2. sætinu og fimm stigum á undan Víkingum frá Ólafsvík sem sitja í 3. sæti.Hallur sækir að Garðari Jóhannssyni, leikmanni Stjörnunnar.vísir/daníelAllt á uppleið eftir erfiða tíma Ekki er langt síðan allt var í kaldakoli í Laugardalnum en sumarið 2013 var erfitt hjá Þrótti. Liðinu gekk illa inni á vellinum og utan vallar logaði allt í illdeilum. Eftir átta umferðir var Þróttur aðeins með fimm stig og í fallsæti. Af þeim sökum var þjálfaranum Páli Einarssyni sagt upp störfum og Zoran Milijkovic fenginn í hans stað. Sú ráðning lagðist misjafnlega í fólk og í kjölfar hennar hætti allt meistaraflokksráð félagsins sem og liðstjórn þess. Auk þess hurfu nokkir leikmenn á braut. Þrátt fyrir erfiða stöðu náði Þróttur að halda sæti sínu í 1. deildinni. Og haustið 2013 urðu vatnaskil þegar 25 ára gamall Englendingur, Gregg Ryder, var ráðinn þjálfari Þróttar. Hallur Hallsson, reyndasti leikmaður Þróttar, segir að sú ráðning hafi verið mikið gæfuspor fyrir félagið. „Hann kom inn í þetta með fínar áherslur og er toppþjálfari. Hann er búinn að búa til stórskemmtilegan og samheldinn hóp,“ sagði Hallur í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir andrúmsloftið innan félagsins mun léttara en áður. „Það er allt mun léttara og það helst kannski í hendur við árangurinn. Þegar hann er góður koma fleiri á völlinn og fleiri eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum fyrir félagið. Það er allt á uppleið.“ Þróttur endaði í 3. sæti 1. deildar í fyrra og fékk 14 stigum meira en tímabilið þar á undan. Þróttara vantaði herslumuninn til að blanda sér í baráttuna um sæti í Pepsi-deildinni en í ár eru þeir klárir í slaginn. Hallur segir að markmiðið fyrir tímabilið ár hafi verið að komast upp: „Markmiðið var að gera betur en í fyrra og það þýddi annað hvort 1. eða 2. sætið og við stefnum ótrauðir á það. Þegar við förum inn í leikina líður mér eins og við getum ekki tapað.“Viktor er búinn að skora sjö mörk í sex deildarleikjum í sumar.vísir/stefánViktor er toppleikmaður Þróttarar gerðu góða hluti á leikmannamarkaðinum í sumar og bættu sterkum leikmönnum í hópinn, þar á meðal Davíð Þór Ásbjörnssyni, Dion Jeremy Acoff og Viktori Jónssyni. Þessir þrír leikmenn eru lykilmenn í draumabyrjun Þróttar en mest hefur borið á þeim síðastnefnda sem er í láni frá Víkingi. Viktor hefur verið sjóðheitur upp við mark andstæðinganna og skorað tíu mörk í sjö leikjum í deild og bikar. „Það var rosalega gott að fá hann og hann hefur sýnt að hann er toppleikmaður,“ sagði Hallur um Viktor en hann bar einnig lof á Davíð og Acoff sem hafa spilað stórvel í sumar. Markvörðurinn Trausti Sigurbjörnsson hefur einnig vakið athygli fyrir góða frammistöðu en hann hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu sex deildarleikjunum og átti til að mynda frábæran leik þegar Þróttur vann torsóttan 0-1 sigur á Grindavík í 5. umferð. „Það er mjög gott að hafa hann þarna fyrir aftan og hann er með sitt hlutverk á hreinu. Það er kannski ósanngjarnt en við gerum þá kröfu að hann eigi 2-3 vörslur í hverjum leik sem gerir það að verkum að við þurfum bara að skora eitt mark,“ sagði Hallur um Trausta. Eins og áður segir er arkitektinn að þessum frábæra árangri Þróttar Gregg Ryder sem starfaði hjá ÍBV áður en hann kom í Laugardalinn. Gott orð fer af Ryder en hvað er það sem gerir hann að svona góðum þjálfara að mati Halls? „Hann er fyrst og síðast heilshugar í þessu og það er ekkert hálfkák hjá honum. Hann vinnur sína vinnu hrikalega vel; er skipulagður, undirbýr liðið mjög vel fyrir hvern leik og það er ekkert sem kemur honum né okkur á óvart,“ sagði Hallur en Ryder virðist sjá hvern einasta leik sem fram fer hér á landi, sama í hvaða deild það er.Þróttarar fagna marki gegn KA í síðustu umferð.vísir/ernirAldurinn ekkert vandamál Hallur segir að ungur aldur Ryders sé ekki vandamál þótt það muni til dæmis átta árum á þeim tveimur: „Það er ekki neitt vandamál. Það var mikið rætt um þetta þegar hann kom upphaflega og ég viðurkenni að í upphafi setti maður smá spurningarmerki við aldurinn. En í dag finnur maður ekkert fyrir þessu. Hann er með allt sitt á hreinu eins og sést á stöðutöflunni. Ég hef fulla trú á honum.“ Hallur hefur verið manna lengst í Þrótti en hann kom inn í meistaraflokk félagsins árið 1998, fyrir 17 árum síðan. Á þessum tíma hefur hann verið með marga færa þjálfara. Þrátt fyrir það er hann ófeiminn að setja Ryder á meðal þeirra bestu sem hann hefur spilað fyrir. „Hann er í topp tveimur. Ég hef miklar mætur á honum sem þjálfara,“ sagði Hallur en hinn þjálfarinn sem er efstur á blaði hjá honum er goðsögnin Ásgeir Elíasson heitinn. „Ég var mjög hrifinn af Ásgeiri. Hann var virkilega góður þjálfari og góður maður.“ Þróttarar eru einnig komnir áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins og mæta þar ÍBV, botnliði Pepsi-deildarinnar, klukkan 17:30 í dag. Hallur segir þetta gott tækifæri til að máta sig við lið í Pepsi-deildinni, þar sem Þróttur ætlar að vera á næsta ári. „Þetta verður mjög spennandi og áhugaverður leikur. Þeir eru í smá brasi og líta eflaust á þennan leik sem snúningspunkt á tímabilinu hjá sér. En þeir fá ekkert gefins hjá okkur og þurfa að hafa fyrir hlutunum,“ sagði Hallur Hallsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira