Punyed missir af bikarleiknum vegna landsliðsverkefna Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2015 15:30 Pablo Punyed er salvadorskur landsliðsmaður. vísir/ernir Pablo Punyed, miðjumaður Íslandsmeistara Stjörnunnar, verður ekki með liðinu á miðvikudaginn þegar það mætir Leikni í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta staðfestir Victor Ingi Olsen, rekstarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Vísi, en Punyed var valinn í hóp salvadorska landsliðsins sem lék æfingaleik við Hondúras í gær og mætir Síle í Rancagua á föstudaginn. Punyed spilaði ekki á móti Hondúras þar sem hann var á Kópavogsvelli að spila með Stjörnunni í Pepsi-deildinni. Ekki er um að ræða Alþjóðlega leikdaga og þurfa Stjörnumenn því ekki að sleppa honum.Langt frá Síle til Íslands Hann flýgur engu að síður út á morgun og verður í hópnum gegn Síle, en salvadorska landsliðið er að undirbúa sig fyrir tvo leiki gegn St. Kitts og Nevis í undankeppni HM 2018 og svo Gullbikarinn sem hefst í byrjun júlí. Leikirnir gætu því orðið fleiri sem Punyed missir af í Pepsi-deildinni, í Borgunarbikarnum og mögulega í Meistaradeildinni. Stjarnan mætir Fjölni á sunnudagskvöldið en Punyed verður þá í besta falli nýkominn heim eftir langt flug frá Síle, en það er 12.000 kílómetrum frá Íslandi. Ísland spilar aðeins einn landsleik, á móti Tékklandi, í næsta landsleikjafríi og er því er aðeins gert stutt hlé á deildinni. El Salvador á fyrir höndum tvo leiki í undankeppni EM 2018, en sá síðari verður spilaður 16. júní. Daginn áður á Stjarnan að spila við Fylki í Pepsi-deildinni og ólíklegt að Salvadorinn verði þar fái hann kall í landsliðið í þessa leiki.Þrír leikir í Gullbikarnum Gullbikarinn, þar sem landslið Mið-Ameríku, Norður-Ameríku og Karíbahafsins berjast, hefst svo 7. júlí, en þar á El Salvador þrjá leiki fyrir höndum í riðlakeppninni. Verði Punyed valinn í hópinn fyrir Gullbikarinn fer hann út í byrjun júlí og verður að minnsta kosti til 14. júlí þegar El Salvador spilar síðasta leikinn í riðlakeppninni gegn Jamaíka. Hann myndi þá missa af leik í átta liða úrslitum bikarsins komist Stjarnan þangað, leik gegn Val á heimavelli í deildinni 10. júlí og fyrri leik Stjörnunnar í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.Leikjadagskrá El Salvador: 5. júní gegn Síle á útivelli - vináttuleikur 11. júní gegn St. Kitts og Nevis á útivelli - undankeppni HM 2018 16. júní gegn St. Kitts og Nevils á heimavelli - undankeppni HM 2018 8. júlí gegn Kanada - Gullbikarinn 11. júlí gegn Kostaríka - Gullbikarinn 14. júlí gegn Jamaíku - GullbikarinnLeikir sem Punyed gæti misst af með Stjörnunni: 3. júní gegn Leikni - Borgunarbikarinn 15. júní gegn Fylki á útivelli - Pepsi-deildin 5./6. júlí í 8 liða úrslitum bikarsins 10. júlí gegn Val á heimavelli - Pepsi-deildin 14./15. júlí í forkeppni Meistaradeildarinnar Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Auðun tekur við Þrótti Vogum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Pablo Punyed, miðjumaður Íslandsmeistara Stjörnunnar, verður ekki með liðinu á miðvikudaginn þegar það mætir Leikni í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta staðfestir Victor Ingi Olsen, rekstarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Vísi, en Punyed var valinn í hóp salvadorska landsliðsins sem lék æfingaleik við Hondúras í gær og mætir Síle í Rancagua á föstudaginn. Punyed spilaði ekki á móti Hondúras þar sem hann var á Kópavogsvelli að spila með Stjörnunni í Pepsi-deildinni. Ekki er um að ræða Alþjóðlega leikdaga og þurfa Stjörnumenn því ekki að sleppa honum.Langt frá Síle til Íslands Hann flýgur engu að síður út á morgun og verður í hópnum gegn Síle, en salvadorska landsliðið er að undirbúa sig fyrir tvo leiki gegn St. Kitts og Nevis í undankeppni HM 2018 og svo Gullbikarinn sem hefst í byrjun júlí. Leikirnir gætu því orðið fleiri sem Punyed missir af í Pepsi-deildinni, í Borgunarbikarnum og mögulega í Meistaradeildinni. Stjarnan mætir Fjölni á sunnudagskvöldið en Punyed verður þá í besta falli nýkominn heim eftir langt flug frá Síle, en það er 12.000 kílómetrum frá Íslandi. Ísland spilar aðeins einn landsleik, á móti Tékklandi, í næsta landsleikjafríi og er því er aðeins gert stutt hlé á deildinni. El Salvador á fyrir höndum tvo leiki í undankeppni EM 2018, en sá síðari verður spilaður 16. júní. Daginn áður á Stjarnan að spila við Fylki í Pepsi-deildinni og ólíklegt að Salvadorinn verði þar fái hann kall í landsliðið í þessa leiki.Þrír leikir í Gullbikarnum Gullbikarinn, þar sem landslið Mið-Ameríku, Norður-Ameríku og Karíbahafsins berjast, hefst svo 7. júlí, en þar á El Salvador þrjá leiki fyrir höndum í riðlakeppninni. Verði Punyed valinn í hópinn fyrir Gullbikarinn fer hann út í byrjun júlí og verður að minnsta kosti til 14. júlí þegar El Salvador spilar síðasta leikinn í riðlakeppninni gegn Jamaíka. Hann myndi þá missa af leik í átta liða úrslitum bikarsins komist Stjarnan þangað, leik gegn Val á heimavelli í deildinni 10. júlí og fyrri leik Stjörnunnar í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.Leikjadagskrá El Salvador: 5. júní gegn Síle á útivelli - vináttuleikur 11. júní gegn St. Kitts og Nevis á útivelli - undankeppni HM 2018 16. júní gegn St. Kitts og Nevils á heimavelli - undankeppni HM 2018 8. júlí gegn Kanada - Gullbikarinn 11. júlí gegn Kostaríka - Gullbikarinn 14. júlí gegn Jamaíku - GullbikarinnLeikir sem Punyed gæti misst af með Stjörnunni: 3. júní gegn Leikni - Borgunarbikarinn 15. júní gegn Fylki á útivelli - Pepsi-deildin 5./6. júlí í 8 liða úrslitum bikarsins 10. júlí gegn Val á heimavelli - Pepsi-deildin 14./15. júlí í forkeppni Meistaradeildarinnar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Auðun tekur við Þrótti Vogum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira