Haukakonan Auður Íris Ólafsdóttir hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í körfubolta fyrir keppni á Smáþjóðaleikunum sem verða settir í Reykjavík í kvöld.
Auður Íris tekur sæti Ingunnar Emblu Kristínardóttur sem á við meiðsli að stríða. Auður Íris var í æfingahópi Íslands fyrir leikana.
Ísland stefnir á gull á Smáþjóðaleikunum en stelpurnar hefja leik gegn Möltu í Laugardalshöllinni annað kvöld klukkan 19.30.
Auður Íris er dóttir Ólafs Rafnssonar heitins, fyrrum forseta ÍSÍ og Körfuknattleikssambands Evrópu, FIBA Europe.
Auður Íris inn fyrir Ingunni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn





Bayern varð sófameistari
Fótbolti