Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. júní 2015 11:44 Malín og Hlín hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra en þær vildu milljónir fyrir að upplýsa ekki um meint tengsl Sigmundar við Björn Inga. Vísir/Valli Upplýsingarnar sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hótuðu að gera opinberar snúast um meint fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns. Samkvæmt heimildum fréttastofu snúast upplýsingarnar um kaup Björns Inga á DV. Björn Ingi og Hlín voru í sambandi frá árinu 2011 þar til síðla árs 2014. Tilkynnt var um kaup Björns Inga á DV í nóvember í fyrra en fyrir átti Björn Ingi Vefpressuna sem rekur meðal annars Pressuna, Eyjuna og Bleikt.is. Hlín var lengi ritstjóri Bleikt.Sjá einnig: Systurnar Malín og Hlín handteknar Samkvæmt heimildum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna ella yrðu upplýsingarnar gerðar opinberar. Málið var umsvifalaust tilkynnt lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir á föstudag sem leiddu til handtöku systranna. Lögreglan vildi framan af degi ekkert tjá sig um málið við Vísi en sendi á tólfta tímanum frá sér tilkynningu. Þar segir að systurnar hafi verið handteknar sunnan við Vallahverfi í Hafnarfirði. Þær hafi játað að hafa sent bréfið en í því var þess krafist að forsætisráðherra myndi koma milljónum króna fyrir á tilteknum stað í hrauninu. Þar voru þær svo handteknar.Sjá einnig: Játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki upplýsa um hve margir komu að aðgerð lögreglu á föstudaginn. Slatti var orðið sem Friðrik notaði í samtali við fréttastofu en fréttastofa greindi frá því í morgun að um umfangsmikla aðgerð hefði verið að ræða. Björn Ingi vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi.Click here for an English version Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Upplýsingarnar sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hótuðu að gera opinberar snúast um meint fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns. Samkvæmt heimildum fréttastofu snúast upplýsingarnar um kaup Björns Inga á DV. Björn Ingi og Hlín voru í sambandi frá árinu 2011 þar til síðla árs 2014. Tilkynnt var um kaup Björns Inga á DV í nóvember í fyrra en fyrir átti Björn Ingi Vefpressuna sem rekur meðal annars Pressuna, Eyjuna og Bleikt.is. Hlín var lengi ritstjóri Bleikt.Sjá einnig: Systurnar Malín og Hlín handteknar Samkvæmt heimildum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna ella yrðu upplýsingarnar gerðar opinberar. Málið var umsvifalaust tilkynnt lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir á föstudag sem leiddu til handtöku systranna. Lögreglan vildi framan af degi ekkert tjá sig um málið við Vísi en sendi á tólfta tímanum frá sér tilkynningu. Þar segir að systurnar hafi verið handteknar sunnan við Vallahverfi í Hafnarfirði. Þær hafi játað að hafa sent bréfið en í því var þess krafist að forsætisráðherra myndi koma milljónum króna fyrir á tilteknum stað í hrauninu. Þar voru þær svo handteknar.Sjá einnig: Játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki upplýsa um hve margir komu að aðgerð lögreglu á föstudaginn. Slatti var orðið sem Friðrik notaði í samtali við fréttastofu en fréttastofa greindi frá því í morgun að um umfangsmikla aðgerð hefði verið að ræða. Björn Ingi vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi.Click here for an English version
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14