Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2015 13:41 Björn Ingi Hrafnsson segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. Vísir/ERNIR Björn Ingi Hrafnsson útgefandi segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. „ Hann á ekki hlut í blaðinu,“ segir hann í yfirlýsingu á Facebook. Vísir hefur greint frá því að upplýsingarnar sem Malín Brand og Hlín Einarsdóttir ætluðu að gera opinberar ef Sigmundur Davíð greiddi þeim ekki milljónir króna snérust að meintum fjárhagslegum tengslum ráðherrans við Björn Inga. Á Facebook segist Björn Ingi sleginn yfir fregnum dagsins. „ Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harmleikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar,“ segir hann. Ólafur í Kú stendur fastur á sínu Hótanir systranna Hlínar og Malínar Einarsdætra um að ljóstra upp um fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson, skráðs eiganda DV, Pressunnar, Eyjunnar og fleiri miðla, beina sjónum að stöðu valdhafa gagnvart fjölmiðlum. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbú, var stjórnarformaður DV, allt þar til í maí 2013 þegar hann sagði sig frá starfinu. Hann hefur upplýst að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað fundað með sér vegna hugsanlegrar aðkomu flokksins að DV, og þá eignarhaldi þar.Ólafur Magnússon í Kú.Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hefur þverneitað fyrir þetta en Ólafur segir það einfaldlega ekki satt. „Mér er ekkert illa við Hrólf eða Framsóknarflokkinn en það verður að segja hverja sögu eins og hún er,“ segir Ólafur í samtali við Vísi í dag. Ólafur lýsir því svo að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað haft samband við sig og óskað eftir fundum um málefni DV; hvort það væri einhver möguleiki á aðkomu þeirra þá með því að kaupa hlutafé og/eða ná meirihluta í félaginu. „Ætli ég hafi ekki farið til fundar við Hrólf þrisvar eða fjórum sinnum vegna þessa. Það er bara þannig að það var áhugi og markmið þeirra, enda hefur það komið á daginn að Björn Ingi keypti blaðið og þetta var bara spurning um útfærslu. Ég er ekkert mjög hrifinn af þessari pólitísku aðkomu að fjölmiðlum og vil að þeir séu óháðir. En, Framsóknarflokkurinn ætlaði sér þetta, hvort það var hann beint eða aðilar honum tengdir, hvernig átti að fóðra þessu. Markmiðið var klárt að það átti að koma rödd Framsóknarflokksins að í fjölmiðlum með afgerandi hætti.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Fleiri fréttir Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson útgefandi segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. „ Hann á ekki hlut í blaðinu,“ segir hann í yfirlýsingu á Facebook. Vísir hefur greint frá því að upplýsingarnar sem Malín Brand og Hlín Einarsdóttir ætluðu að gera opinberar ef Sigmundur Davíð greiddi þeim ekki milljónir króna snérust að meintum fjárhagslegum tengslum ráðherrans við Björn Inga. Á Facebook segist Björn Ingi sleginn yfir fregnum dagsins. „ Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harmleikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar,“ segir hann. Ólafur í Kú stendur fastur á sínu Hótanir systranna Hlínar og Malínar Einarsdætra um að ljóstra upp um fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson, skráðs eiganda DV, Pressunnar, Eyjunnar og fleiri miðla, beina sjónum að stöðu valdhafa gagnvart fjölmiðlum. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbú, var stjórnarformaður DV, allt þar til í maí 2013 þegar hann sagði sig frá starfinu. Hann hefur upplýst að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað fundað með sér vegna hugsanlegrar aðkomu flokksins að DV, og þá eignarhaldi þar.Ólafur Magnússon í Kú.Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hefur þverneitað fyrir þetta en Ólafur segir það einfaldlega ekki satt. „Mér er ekkert illa við Hrólf eða Framsóknarflokkinn en það verður að segja hverja sögu eins og hún er,“ segir Ólafur í samtali við Vísi í dag. Ólafur lýsir því svo að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað haft samband við sig og óskað eftir fundum um málefni DV; hvort það væri einhver möguleiki á aðkomu þeirra þá með því að kaupa hlutafé og/eða ná meirihluta í félaginu. „Ætli ég hafi ekki farið til fundar við Hrólf þrisvar eða fjórum sinnum vegna þessa. Það er bara þannig að það var áhugi og markmið þeirra, enda hefur það komið á daginn að Björn Ingi keypti blaðið og þetta var bara spurning um útfærslu. Ég er ekkert mjög hrifinn af þessari pólitísku aðkomu að fjölmiðlum og vil að þeir séu óháðir. En, Framsóknarflokkurinn ætlaði sér þetta, hvort það var hann beint eða aðilar honum tengdir, hvernig átti að fóðra þessu. Markmiðið var klárt að það átti að koma rödd Framsóknarflokksins að í fjölmiðlum með afgerandi hætti.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Fleiri fréttir Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Sjá meira
Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44