Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2015 17:16 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að bréf þar sem reynt var að kúga fé út úr honum hafi borist í umslagi merktu eiginkonu hans. „Í bréfinu var því hótað að birtar yrðu opinberlega upplýsingar sem reynast myndu skaðlegar ef ég greiddi ekki milljónir króna til bréfritara og samverkamanns hans.“ Sigmundur segir af að bréfinu að dæma virðist umræddar upplýsingar byggja á getgátum og sögusögnum. „Áréttað var í bréfinu að ef ekki yrði gengið að kröfunum, eða ef lögreglu yrði gert viðvart, yrði séð til þess að fjölmiðlar fengju málið til umfjöllunar og sagðist bréfritari geta tryggt að sú umfjöllun yrði öll hin versta.“Fjölskyldunni brugðið Ráðherra segist, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag, hafa gert lögreglu viðvart um leið. Segir ráðherra lögreglu hafa leyst málið af mikilli fagmennsku. Þakkar ráðherra lögreglu fyrir vel unnin störf. „Vegna frétta sem birst hafa um málið í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt,“ segir Sigmundur Davíð. Ráðherra segir að fjölskyldu hans sé verulega brugðið vegna atburðanna. Hvetur hann til hófstilltar umræðu um málið og minnir á að grunaðir gerendur eigi ættingja og vini sem liðið geti fyrir umfjöllunina. „Fjölmiðla bið ég að sýna skilning á því að ég mun ekki veita viðtöl um málið að minnsta kosti á meðan rannsókn þess er ekki að fullu lokið."Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan Vegna tilraunar til að kúga fé af forsætisráðherra vill ráðherrann koma eftirfarandi á framfæri: „Fyrir fáeinum dögum barst bréf á heimili fjölskyldu minnar, í umslagi merktu eiginkonu minni. Í bréfinu var því hótað að birtar yrðu opinberlega upplýsingar sem reynast myndu skaðlegar ef ég greiddi ekki milljónir króna til bréfritara og samverkamanns hans. Af bréfinu að dæma virtust umræddar upplýsingar byggja á getgátum og sögusögnum. Áréttað var í bréfinu a ð ef ekki yrði gengið að kröfunum, eða ef lögreglu yrði gert viðvart, yrði séð til þess að fjölmiðlar fengju málið til umfjöllunar og sagðist bréfritari geta tryggt að sú umfjöllun yrði öll hin versta. Ég gerði lögreglu að sjálfsögðu strax viðvart og leysti hún málið af mikilli fagmennsku. Ég vil færa lögreglunni kærar þakkir fyrir vel unnin störf. Vegna frétta sem birst hafa um máli ð í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt. Fjölskyldu minni er verulega brugðið vegna þessara atburða. Ég vil hvetja til hófstilltrar umræðu um málið og minni á að grunaðir gerendur eiga ættingja og vini sem liðið geta fyrir umfjöllunina. Fjölmiðla bið ég að sýna skilning á því að ég mun ekki veita viðtöl um málið að minnsta kosti á me ðan rannsókn þess er ekki að fullu lokið.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Malín Brand: Ætlaði að keyra í burtu er ljóst var í hvað stefndi Fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt bréfasendingunni og sjálfri fjárkúguninni. Hún harmar að hafa blandast inn í málið. 2. júní 2015 15:38 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að bréf þar sem reynt var að kúga fé út úr honum hafi borist í umslagi merktu eiginkonu hans. „Í bréfinu var því hótað að birtar yrðu opinberlega upplýsingar sem reynast myndu skaðlegar ef ég greiddi ekki milljónir króna til bréfritara og samverkamanns hans.“ Sigmundur segir af að bréfinu að dæma virðist umræddar upplýsingar byggja á getgátum og sögusögnum. „Áréttað var í bréfinu að ef ekki yrði gengið að kröfunum, eða ef lögreglu yrði gert viðvart, yrði séð til þess að fjölmiðlar fengju málið til umfjöllunar og sagðist bréfritari geta tryggt að sú umfjöllun yrði öll hin versta.“Fjölskyldunni brugðið Ráðherra segist, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag, hafa gert lögreglu viðvart um leið. Segir ráðherra lögreglu hafa leyst málið af mikilli fagmennsku. Þakkar ráðherra lögreglu fyrir vel unnin störf. „Vegna frétta sem birst hafa um málið í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt,“ segir Sigmundur Davíð. Ráðherra segir að fjölskyldu hans sé verulega brugðið vegna atburðanna. Hvetur hann til hófstilltar umræðu um málið og minnir á að grunaðir gerendur eigi ættingja og vini sem liðið geti fyrir umfjöllunina. „Fjölmiðla bið ég að sýna skilning á því að ég mun ekki veita viðtöl um málið að minnsta kosti á meðan rannsókn þess er ekki að fullu lokið."Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan Vegna tilraunar til að kúga fé af forsætisráðherra vill ráðherrann koma eftirfarandi á framfæri: „Fyrir fáeinum dögum barst bréf á heimili fjölskyldu minnar, í umslagi merktu eiginkonu minni. Í bréfinu var því hótað að birtar yrðu opinberlega upplýsingar sem reynast myndu skaðlegar ef ég greiddi ekki milljónir króna til bréfritara og samverkamanns hans. Af bréfinu að dæma virtust umræddar upplýsingar byggja á getgátum og sögusögnum. Áréttað var í bréfinu a ð ef ekki yrði gengið að kröfunum, eða ef lögreglu yrði gert viðvart, yrði séð til þess að fjölmiðlar fengju málið til umfjöllunar og sagðist bréfritari geta tryggt að sú umfjöllun yrði öll hin versta. Ég gerði lögreglu að sjálfsögðu strax viðvart og leysti hún málið af mikilli fagmennsku. Ég vil færa lögreglunni kærar þakkir fyrir vel unnin störf. Vegna frétta sem birst hafa um máli ð í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt. Fjölskyldu minni er verulega brugðið vegna þessara atburða. Ég vil hvetja til hófstilltrar umræðu um málið og minni á að grunaðir gerendur eiga ættingja og vini sem liðið geta fyrir umfjöllunina. Fjölmiðla bið ég að sýna skilning á því að ég mun ekki veita viðtöl um málið að minnsta kosti á me ðan rannsókn þess er ekki að fullu lokið.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Malín Brand: Ætlaði að keyra í burtu er ljóst var í hvað stefndi Fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt bréfasendingunni og sjálfri fjárkúguninni. Hún harmar að hafa blandast inn í málið. 2. júní 2015 15:38 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Malín Brand: Ætlaði að keyra í burtu er ljóst var í hvað stefndi Fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt bréfasendingunni og sjálfri fjárkúguninni. Hún harmar að hafa blandast inn í málið. 2. júní 2015 15:38
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14