Annað fjárkúgunarmál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2015 13:54 Krafa Malínar hljóðaði samkvæmt heimildum Vísis upp á 700 þúsund krónur. Kæra var í dag lögð fram hjá lögreglunni á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malínar Brand vegna fjárkúgunar. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við Vísi að kæra hefði verið lögð fram. Hann vildi þó ekki staðfesta á hendur hverjum. DV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn sem lagði kæruna fram gerði það í kjölfar þess að systurnar játuðu fyrir lögreglu aðild sína að tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra fyrir helgi. Í því máli sem nú er til umfjöllunar á Malín að hafa sett sig í samband við manninn og sakað hann um saknæmt athæfi. Sagðist hún hafa undir höndum gögn sem sönnuðu málið.Sjá einnig:Sökuðu manninn um að hafa nauðgað Hlín Krafa Malínar hljóðaði samkvæmt heimildum Vísis upp á 700 þúsund krónur. Meint brot átti sér stað á laugardagskvöldi fyrir um einum og hálfum mánuði. Malín hafði svo samband við manninn á mánudeginum sem greiddi henni í kjölfarið umbeðna upphæð. Segist maðurinn hafa sönnun fyrir því að Malín hafi tekið við peningunum.Lögmaður Malínar ekki heyrt af málinu Systurnar hafa játað að hafa staðið að fjárkúgunarmáli á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Malín sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi ekki komið nálægt því að senda bréf með hótunum til ráðherra en viðurkenndi að hafa ekið systur sinni til að sækja fjármunina sem farið var fram á. Friðrik vill ekki tjá sig um málið að öðru leiti og vill ekki staðfesta að kæran beinist gegn sömu aðilum og gerðu tilraun til að kúga fé úr forsætisráðherra. Vísir hefur síðastliðinn sólarhring fjallað ítarlega um það mál. Lögmaður Malínar kannaðist ekki við málið þegar blaðamaður náði tali af henni nú fyrir stundu.Uppfært klukkan 14.25 Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41 Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Tveir handteknir síðastliðinn föstudag vegna fjárkúgunartilraunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 08:52 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Kæra var í dag lögð fram hjá lögreglunni á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malínar Brand vegna fjárkúgunar. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við Vísi að kæra hefði verið lögð fram. Hann vildi þó ekki staðfesta á hendur hverjum. DV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn sem lagði kæruna fram gerði það í kjölfar þess að systurnar játuðu fyrir lögreglu aðild sína að tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra fyrir helgi. Í því máli sem nú er til umfjöllunar á Malín að hafa sett sig í samband við manninn og sakað hann um saknæmt athæfi. Sagðist hún hafa undir höndum gögn sem sönnuðu málið.Sjá einnig:Sökuðu manninn um að hafa nauðgað Hlín Krafa Malínar hljóðaði samkvæmt heimildum Vísis upp á 700 þúsund krónur. Meint brot átti sér stað á laugardagskvöldi fyrir um einum og hálfum mánuði. Malín hafði svo samband við manninn á mánudeginum sem greiddi henni í kjölfarið umbeðna upphæð. Segist maðurinn hafa sönnun fyrir því að Malín hafi tekið við peningunum.Lögmaður Malínar ekki heyrt af málinu Systurnar hafa játað að hafa staðið að fjárkúgunarmáli á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Malín sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi ekki komið nálægt því að senda bréf með hótunum til ráðherra en viðurkenndi að hafa ekið systur sinni til að sækja fjármunina sem farið var fram á. Friðrik vill ekki tjá sig um málið að öðru leiti og vill ekki staðfesta að kæran beinist gegn sömu aðilum og gerðu tilraun til að kúga fé úr forsætisráðherra. Vísir hefur síðastliðinn sólarhring fjallað ítarlega um það mál. Lögmaður Malínar kannaðist ekki við málið þegar blaðamaður náði tali af henni nú fyrir stundu.Uppfært klukkan 14.25
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41 Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Tveir handteknir síðastliðinn föstudag vegna fjárkúgunartilraunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 08:52 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41
Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16
Reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Tveir handteknir síðastliðinn föstudag vegna fjárkúgunartilraunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 08:52
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00