Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Fjölnir 0-3 | Skagamenn áttu ekki séns Stefán Árni Pálsson á Norðurálsvelli skrifar 3. júní 2015 14:42 Ólafur Páll Snorrason er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis. vísir/vilhelm Fjölnir komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins með sigri á Skagamönnum, 3-0, upp á Skipaskaga í kvöld. Fjölnir gerði tvö mörk í fyrri hálfleik. Aron Sigurðarson gerði tvö mörk í leiknum. Fjölnismenn byrjuðu leikinn mikið mun betur og voru sérstaklega ákveðnir alveg frá fyrstu mínútum. Skagamenn réðu ekkert við Aron Sigurðarson á vinstri kantinum og lék hann ítrekað á heimamenn. Fjölnismenn voru því ekki lengi að komast yfir en fyrsta mark leiksins kom eftir tæplega korters leik. Þar var að verki Mark Charles Magee sem stýrði boltanum laglega framhjá Páli Gísla í marki ÍA. Þórir Guðjónsson lagði boltann laglega fyrir Charles með höfðinu. Aðeins nokkrum mínútum síðar var Aron Sigurðarson mættur og skoraði hann annað mark Fjölnis. Staðan var orðin 2-0 eftir tuttugu mínútna leik og Fjölnismenn einfaldlega í ruglinu. Fjölnismenn voru mikið betri í fyrri hálfleiknum og í raun merkilegt að staðan hafi bara verið 2-0 í hálfleik. Liðið fékk heldur betur færin til að skora fleiri. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum og bæði lið gjörsamlega óðu í færum. Boltinn fór nokkrum sinnum í tréverkið en inn vildi hann ekki. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, gerði breytingar á sínu liði en þær tókust einfaldlega ekki sem skildi. Skagamenn áttu í raun aldrei séns í þennan leik. Aron Sigurðarson var aftur á ferðinni rétt fyrir leikslok og gerði sitt annað mark í leiknum. Hann var magnaður í kvöld. Leiknum lauk því með öruggum 3-0 sigri Fjölnis og verða þeir í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. Ólafur Páll: Við ætlum okkur langt í þessari keppniÓlafur Páll í leik með Fjölni í sumar.„Við gerðum ekki alveg ráð fyrir því að vinna Akranes 3-0 og erum mjög sáttir með sigurinn,“ segir Ólafur Páll Snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, eftir leikinn. Ólafur var samt sem áður utan hóps í kvöld. Emil Pálsson var ekki í hóp vegna meiðsla og Gunnar Már Guðmundsson og Þórir Guðjónsson fóru báðir útaf í hálfleik vegna meiðsla. „Við vorum búnir að skipuleggja það að taka Þórir útaf í hálfleik, það er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Stjörnunni um helgina og við viljum halda honum heilum. Emil er búinn að vera tæpur og við ákváðum að hvíla hann, sem og mig.“ Fjölnir hefur í gegnum tíðina verið nokkuð bikarlið og ekki er langt síðan að liðið komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. „Við ætlum okkur langt í þessari keppni. Fjölnir hefur tvisvar farið í úrslitaleikinn og þá myndaðist gríðarleg stemning og við viljum finna það aftur.“ Gunnlaugur: Það er komið örlítið stress í hópinnGunnlaugur Jónsson.vísir/ernir„Ég er gríðarlega óhress með mannskapinn og mitt lið,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir ósigurinn í kvöld. „Við erum bara ekki klárir þegar leikurinn hefst og við þurftum að lenda 2-0 undir til þess að vakna og það er bara óásættanlegt. Sérstaklega eftir tap á móti þessu sama liði á sunnudaginn, það er ekki lengra síðan.“ Gunnlaugur vildi ekki ræða gang leiksins við sína leikmenn inn í klefa og mun bíða með það til morguns. „Maður getur bara sagt eitthvað sem maður sér eftir, svona stuttu eftir leik. Það er ljóst að liðið hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og það er ekki ásættanlegt.“ Skagamenn mæta Fylki í næstu umferð Pepsi-deildarinnar en er komið stress í hópinn? „Já, það örlar á örlitlu stressi í hópnum, það er ekki hægt að neita því. Við erum ekki jafn öryggir og í fyrstu leikjunum. Þetta eru fjórir tapleikir í röð, það er brekka sem við erum í og getum ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd. Við þurfum að finna einhver ráð til að koma mönnum upp á tærnar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Fjölnir komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins með sigri á Skagamönnum, 3-0, upp á Skipaskaga í kvöld. Fjölnir gerði tvö mörk í fyrri hálfleik. Aron Sigurðarson gerði tvö mörk í leiknum. Fjölnismenn byrjuðu leikinn mikið mun betur og voru sérstaklega ákveðnir alveg frá fyrstu mínútum. Skagamenn réðu ekkert við Aron Sigurðarson á vinstri kantinum og lék hann ítrekað á heimamenn. Fjölnismenn voru því ekki lengi að komast yfir en fyrsta mark leiksins kom eftir tæplega korters leik. Þar var að verki Mark Charles Magee sem stýrði boltanum laglega framhjá Páli Gísla í marki ÍA. Þórir Guðjónsson lagði boltann laglega fyrir Charles með höfðinu. Aðeins nokkrum mínútum síðar var Aron Sigurðarson mættur og skoraði hann annað mark Fjölnis. Staðan var orðin 2-0 eftir tuttugu mínútna leik og Fjölnismenn einfaldlega í ruglinu. Fjölnismenn voru mikið betri í fyrri hálfleiknum og í raun merkilegt að staðan hafi bara verið 2-0 í hálfleik. Liðið fékk heldur betur færin til að skora fleiri. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum og bæði lið gjörsamlega óðu í færum. Boltinn fór nokkrum sinnum í tréverkið en inn vildi hann ekki. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, gerði breytingar á sínu liði en þær tókust einfaldlega ekki sem skildi. Skagamenn áttu í raun aldrei séns í þennan leik. Aron Sigurðarson var aftur á ferðinni rétt fyrir leikslok og gerði sitt annað mark í leiknum. Hann var magnaður í kvöld. Leiknum lauk því með öruggum 3-0 sigri Fjölnis og verða þeir í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. Ólafur Páll: Við ætlum okkur langt í þessari keppniÓlafur Páll í leik með Fjölni í sumar.„Við gerðum ekki alveg ráð fyrir því að vinna Akranes 3-0 og erum mjög sáttir með sigurinn,“ segir Ólafur Páll Snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, eftir leikinn. Ólafur var samt sem áður utan hóps í kvöld. Emil Pálsson var ekki í hóp vegna meiðsla og Gunnar Már Guðmundsson og Þórir Guðjónsson fóru báðir útaf í hálfleik vegna meiðsla. „Við vorum búnir að skipuleggja það að taka Þórir útaf í hálfleik, það er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Stjörnunni um helgina og við viljum halda honum heilum. Emil er búinn að vera tæpur og við ákváðum að hvíla hann, sem og mig.“ Fjölnir hefur í gegnum tíðina verið nokkuð bikarlið og ekki er langt síðan að liðið komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. „Við ætlum okkur langt í þessari keppni. Fjölnir hefur tvisvar farið í úrslitaleikinn og þá myndaðist gríðarleg stemning og við viljum finna það aftur.“ Gunnlaugur: Það er komið örlítið stress í hópinnGunnlaugur Jónsson.vísir/ernir„Ég er gríðarlega óhress með mannskapinn og mitt lið,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir ósigurinn í kvöld. „Við erum bara ekki klárir þegar leikurinn hefst og við þurftum að lenda 2-0 undir til þess að vakna og það er bara óásættanlegt. Sérstaklega eftir tap á móti þessu sama liði á sunnudaginn, það er ekki lengra síðan.“ Gunnlaugur vildi ekki ræða gang leiksins við sína leikmenn inn í klefa og mun bíða með það til morguns. „Maður getur bara sagt eitthvað sem maður sér eftir, svona stuttu eftir leik. Það er ljóst að liðið hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og það er ekki ásættanlegt.“ Skagamenn mæta Fylki í næstu umferð Pepsi-deildarinnar en er komið stress í hópinn? „Já, það örlar á örlitlu stressi í hópnum, það er ekki hægt að neita því. Við erum ekki jafn öryggir og í fyrstu leikjunum. Þetta eru fjórir tapleikir í röð, það er brekka sem við erum í og getum ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd. Við þurfum að finna einhver ráð til að koma mönnum upp á tærnar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira