Forsætisráðherra upplýsi nánar um innihald hótunarbréfs Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. júní 2015 21:15 Fréttastofa 365 hefur farið fram á upplýsingar vegna yfirlýsingar forsætisráðherra frá því í gær. Í yfirlýsingunni er vísað í upplýsingar sem hótað var að opinbera. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að upplýsingarnar byggi á getgátum og sögusögnum. Vegna frétta af meintum fjárhagslegum tengingum forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson og meintri aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV hefur fréttastofan einnig farið fram á upplýsingar um hvort minnst hafi verið á eftirfarandi atriði í bréfi systranna:Meint fjárhagsleg tengsl forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson.Meinta aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV.DV eða aðra fjölmiðla.Hótunin sem fram kom í bréfinu fólst í að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Frá þessu var greint á Vísi í dag. Heimildir Vísis herma ennfremur að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðla Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. Hann hefur fátt sagt um málið á opinberum vettvangi. Á Facebook síðu sinni fullyrti hann að forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. Hann eigi ekki hlut í blaðinu og óskaði eftir því að tekið yrði tillit til þess að hér sé mannlegur harmleikur á ferðinni. Af hálfu lögreglu verða ekki veittar frekari upplýsingar um innihald bréfsins en þegar hafa komið fram í fréttatilkynningu lögreglunnar. Málið er enn til rannsóknar og verður sent ríkissaksóknara þegar rannsókn lýkur. Aðstoðarmaður forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, ítrekar að enginn af starfsliði forsætisráðherra hefur litið bréfið augum. Bréfið sé lögreglugagn og ekki til afrit af því. Í morgunn barst lögreglunni önnur kæra vegna meintrar fjárkúgunar. Heimildir fréttastofunnar herma að kæran sé á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand. Síðla dags í kjölfar frétta um innihald hótunarbréfsins sendi MP banki frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að tengsl bankans við forsætisráðherra hafi legið fyrir lengi, bankinn hafi eftir sem áður starfað reglum samkvæmt. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Fréttastofa 365 hefur farið fram á upplýsingar vegna yfirlýsingar forsætisráðherra frá því í gær. Í yfirlýsingunni er vísað í upplýsingar sem hótað var að opinbera. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að upplýsingarnar byggi á getgátum og sögusögnum. Vegna frétta af meintum fjárhagslegum tengingum forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson og meintri aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV hefur fréttastofan einnig farið fram á upplýsingar um hvort minnst hafi verið á eftirfarandi atriði í bréfi systranna:Meint fjárhagsleg tengsl forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson.Meinta aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV.DV eða aðra fjölmiðla.Hótunin sem fram kom í bréfinu fólst í að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Frá þessu var greint á Vísi í dag. Heimildir Vísis herma ennfremur að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðla Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. Hann hefur fátt sagt um málið á opinberum vettvangi. Á Facebook síðu sinni fullyrti hann að forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. Hann eigi ekki hlut í blaðinu og óskaði eftir því að tekið yrði tillit til þess að hér sé mannlegur harmleikur á ferðinni. Af hálfu lögreglu verða ekki veittar frekari upplýsingar um innihald bréfsins en þegar hafa komið fram í fréttatilkynningu lögreglunnar. Málið er enn til rannsóknar og verður sent ríkissaksóknara þegar rannsókn lýkur. Aðstoðarmaður forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, ítrekar að enginn af starfsliði forsætisráðherra hefur litið bréfið augum. Bréfið sé lögreglugagn og ekki til afrit af því. Í morgunn barst lögreglunni önnur kæra vegna meintrar fjárkúgunar. Heimildir fréttastofunnar herma að kæran sé á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand. Síðla dags í kjölfar frétta um innihald hótunarbréfsins sendi MP banki frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að tengsl bankans við forsætisráðherra hafi legið fyrir lengi, bankinn hafi eftir sem áður starfað reglum samkvæmt.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent