„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. júní 2015 10:25 Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottu Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. Vísir/Valli „Þetta var tekið löngu fyrir föstudaginn,“ segir Friðrika Benónýsdóttir í samtali við Vísi um viðtal sem tók við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var Hlín handtekin síðastliðinn föstudag sunnan Vallahverfisins þar sem hún hugðist ná í fjármuni sem hún reyndi að kúga út úr forsætisráðherra og eiginkonu hans. Þegar þangað var komið mætti henni fjölmennt lögreglulið sem handtók hana og systur hennar Malín Brand. Síðar hefur komið fram annað fjárkúgunarmál sem Hlín og Malín hafa verið kærðar fyrir. Í því máli eiga þær að hafa hótað að kæra mann fyrir nauðgun greiddi hann þeim ekki 700 þúsund krónur. Maðurinn reiddi fram féð en kærði svo málið í gær eftir að greint var frá fyrra málinu.Malín sagði frá sinni hlið á fyrra málinu í samtali við Vísi en ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar. Hún hefur ekki tjáð sig um síðara fjárkúgunarmálið. Hlín hefur á engum tímapunkti tjáð sig um málið.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á nýFriðrika Benónýsdóttir tekur viðtalið við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag en Friðrika var áður menningarritstjóri Fréttablaðsins.Viðtalið við Hlín birtist í Stundinni í dag en þar er tekið fram að rætt var við Hlín áður en hún var handtekin síðastliðinn föstudag. „Þetta var tekið fyrir föstudaginn, tveimur vikum áður en þetta gerðist. Ég hefði nú ekki sleppt henni með það að minnast ekki á þetta. Ég reyndi mikið að ná í hana eftir að þetta kom upp, og bæta því inn í, en það gekk ekki,“ segir Friðrika sem segir viðtalið ansi merkilegt. „Þetta er engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur.“ Í viðtalinu ræðir Hlín um uppeldisár sín í Vottum Jehóva og heilaþvottinn sem hún varð fyrir þar, óútskýrt fráfall móður sinnar, talnablindu sem hún hefur glímt við, starfi sínu sem ritstjóra vefsins Bleikt, og sambandið við Björn Inga Hrafnsson, eiganda Vefpressunnar ehf., svo dæmi séu tekin.„Það var ofboðslegt áfall þegar hún dó og bætti enn í reiðina. Ég vil nefnilega meina að vera hennar í Vottunum hafi átt stóran þátt í því hversu týnd hún var, svona söfnuðir svipta fólk hæfileikanum til að hugsa sjálfstætt og treysta á sjálft sig,“ segir Hlín í viðtalinu sem má lesa í heild á vef Stundarinnar hér. Malín Brand.VísirSystir Hlínar, Malín Brand, lýsti æsku sinni í viðtali við DV fyrir tveimur árum. Þar sagði hún að henni hefði liðið illa í skóla og var einmana. „Ég upplifði mig á skjön við krakkana og það skrýtna var að í Vottunum upplifði ég mig líka eina á báti,“ sagði Malín við DV en hún sagðist hafa verið bannfærð af söfnuðinum Vottum Jehóva fyrir að skipta um trú. Hún segir þessa ákvörðun hafa reynt á móður hennar. „Hún sagði mér að henni hefði þótt þetta erfitt og hefði orðið reið út í öldungana fyrir að segja henni að hún þyrfti að velja á milli trúarinnar og dóttur sinnar. Þetta samtal áttum við í júní 2008 og hún dó í október 2008.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
„Þetta var tekið löngu fyrir föstudaginn,“ segir Friðrika Benónýsdóttir í samtali við Vísi um viðtal sem tók við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var Hlín handtekin síðastliðinn föstudag sunnan Vallahverfisins þar sem hún hugðist ná í fjármuni sem hún reyndi að kúga út úr forsætisráðherra og eiginkonu hans. Þegar þangað var komið mætti henni fjölmennt lögreglulið sem handtók hana og systur hennar Malín Brand. Síðar hefur komið fram annað fjárkúgunarmál sem Hlín og Malín hafa verið kærðar fyrir. Í því máli eiga þær að hafa hótað að kæra mann fyrir nauðgun greiddi hann þeim ekki 700 þúsund krónur. Maðurinn reiddi fram féð en kærði svo málið í gær eftir að greint var frá fyrra málinu.Malín sagði frá sinni hlið á fyrra málinu í samtali við Vísi en ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar. Hún hefur ekki tjáð sig um síðara fjárkúgunarmálið. Hlín hefur á engum tímapunkti tjáð sig um málið.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á nýFriðrika Benónýsdóttir tekur viðtalið við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag en Friðrika var áður menningarritstjóri Fréttablaðsins.Viðtalið við Hlín birtist í Stundinni í dag en þar er tekið fram að rætt var við Hlín áður en hún var handtekin síðastliðinn föstudag. „Þetta var tekið fyrir föstudaginn, tveimur vikum áður en þetta gerðist. Ég hefði nú ekki sleppt henni með það að minnast ekki á þetta. Ég reyndi mikið að ná í hana eftir að þetta kom upp, og bæta því inn í, en það gekk ekki,“ segir Friðrika sem segir viðtalið ansi merkilegt. „Þetta er engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur.“ Í viðtalinu ræðir Hlín um uppeldisár sín í Vottum Jehóva og heilaþvottinn sem hún varð fyrir þar, óútskýrt fráfall móður sinnar, talnablindu sem hún hefur glímt við, starfi sínu sem ritstjóra vefsins Bleikt, og sambandið við Björn Inga Hrafnsson, eiganda Vefpressunnar ehf., svo dæmi séu tekin.„Það var ofboðslegt áfall þegar hún dó og bætti enn í reiðina. Ég vil nefnilega meina að vera hennar í Vottunum hafi átt stóran þátt í því hversu týnd hún var, svona söfnuðir svipta fólk hæfileikanum til að hugsa sjálfstætt og treysta á sjálft sig,“ segir Hlín í viðtalinu sem má lesa í heild á vef Stundarinnar hér. Malín Brand.VísirSystir Hlínar, Malín Brand, lýsti æsku sinni í viðtali við DV fyrir tveimur árum. Þar sagði hún að henni hefði liðið illa í skóla og var einmana. „Ég upplifði mig á skjön við krakkana og það skrýtna var að í Vottunum upplifði ég mig líka eina á báti,“ sagði Malín við DV en hún sagðist hafa verið bannfærð af söfnuðinum Vottum Jehóva fyrir að skipta um trú. Hún segir þessa ákvörðun hafa reynt á móður hennar. „Hún sagði mér að henni hefði þótt þetta erfitt og hefði orðið reið út í öldungana fyrir að segja henni að hún þyrfti að velja á milli trúarinnar og dóttur sinnar. Þetta samtal áttum við í júní 2008 og hún dó í október 2008.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira