Ísland er búið að vinna 25 gullverðlaun, 33 silfur og 22 brons og er í heildina með 80 verðlaun eftir þrjá daga sem verður að teljast ansi gott.
Lúxemborg kemur næst með 47 verðlaun (21 gull, 13 silfur og 13 brons) og Kýpur er í þriðja sæti með 33 verðlaun (14 gull, 8 silfur og 11 brons).

Sundfólkið okkar hefur einnig verið afskaplega duglegt í verðlaunasöfnun sem og fimleikafólkið sem sópaði að sér verðlaunum í fyrradag
Íslenska fólkið er langt frá því hætt að safna verðlaunum, en allt stefnir í tvö gull í golfi, körfuboltalandsliðin bæði fá aldrei minna en silfur og þá eru eftir úrslitakvöld í sundi og frjálsíþróttum.

Forysta Kýpur í heildarverðlaunum fyrir Smáþjóðaleikana á Íslandi var 55 verðlaun, en nú munar aðeins átta verðlaunum á þjóðunum þegar litið er sögunnar. Kýpur er í heildina 1.117 verðlaun en Ísland 1.109.
Það er alls ekki útilokað að Ísland verði sigursælasta þjóðin á Smáþjóðaleikunum þegar þeim lýkur hér heima.