Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍBV 3-1 | Þjálfaraskiptin höfðu jákvæð áhrif Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum skrifar 7. júní 2015 16:15 Hörður Sveinsson, leikmaður Keflavíkur. vísir/ernir Keflvíkingar unnu sinn fyrsta leik í sumar þegar þeir lögðu Eyjamenn að velli í Keflavík fyrr í dag. Leikurinn endaði 3-1 fyrir heimamenn sem voru betri aðilinn í seinni hálfleik en leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik. Bæði lið eru því komin með fjögur stig og sitja saman á botni deildarinnar. Gestirnir úr Vestmannaeyjum voru frískari í byrjun leiks og voru meira með boltann fyrsta korterið. Heimamenn vöknuðu þó til lífsins á þeim tímapunkti og sýndu betri sóknartilburði en leikurinn var þó mest leikinn á miðjum vellinum Keflvíkingar uppskáru síðan mark á 19. mínútu þegar Jón Ingason misreiknaði boltann og stal Sigurbergur Elisson honum og renndi boltanum fyrir markið. Þar var Hörður Sveinsson mættur og renndi boltanum í netið framhjá Guðjóni Sigurjónssyni og forskotið heimamanna. Eyjamenn hresstust aftur eftir markið og voru meira með boltann næstu mínúturna án þess þó að skapa sér einhver færi sem hægt er að tala um. Á 31. mínútu fengu gestirnir svo víti þegar brotið var á Ian Jeffs og uppskar Haraldur Freyr Guðmundsson gult spjald að launum fyrir brotið. Jonathan Glenn steig á punktinn og skoraði með þéttingsföstu skoti. Markvörðurinn var samt með hönd á boltanum en náði ekki að halda boltanum frá markinu. Það mætti segja að það hafi verið verðskuldað að Eyjamenn hafi jafnað leikinn. Hálfleikurinn leið síðan út og var jafnt í hálfleik. Bæði lið voru þó heppin að vera með 11 menn inn á í hálfleik en Haraldur Freyr og Jonathan Barden fengu báðir gult spjald og brutu síðan aftur af sér brotum sem hefðu getað verðskuldað annað gult spjald. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik til að gera langa sögu stutta. Leikurinn bauð ekki upp á mikil gæði eða mörg færi en þau fáu sem komu voru eign heimamanna. Heimamenn endurheimtu forskotið þegar 15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Samuel Hernandez tók hornspyrnu og datt boltinn fyrir fætur Einars Orra Einarssonar sem var ekkert að tvínóna við hlutina heldur þrumaði hann boltanum upp í þaknetið þannig að boltinn söng í netinu. Keflvíkingar voru vel að því komnir að taka forystuna. Gestirnir hresstust örlítið við að fá á sig markið eins og gerðist með fyrra markið en þó án þess að ná að skapa sér færi og ógna marki heimamanna sem gerðu síðan út um leikinn þegar níu mínútur voru eftir af honum. Hernandez gaf þá boltann fyrir af vinstri kantinum á Sigurberg Elisson, sem var besti maður vallarins, hann lagði boltann aftur fyrir markið á Leonard Sigurðsson sem smellti boltanum í stöngina og inn. Vel spilað hjá heimamönnum og stigin þrjú í höfn fyrir Keflvíkinga. Leikurinn leið síðan án teljandi atvika. Keflvíkingar þar með komnir með fyrsta sigurinn í sumar og jafna Eyjamenn að stigum en sitja þó enn á botninum ásamt ÍBV.Haukur Ingi Guðnason: Gífurlega ánægðir með strákana í dag Haukur Ingi Guðnason var að þjálfa sinn fyrsta leik sem aðalþjálfari liðs í efstu deild þegar Keflavík vann ÍBV í Keflavík á sunnudag. Hann var ánægður með framlag sinna manna. „Við vorum þéttir og að vinna vel saman og í dag gekk það upp. Planið sem við lögðum upp með fyrir leik gekk 90% upp hjá okkur í dag. Aðallega vorum við þéttari varnarlega og voru að vinna vel saman en þegar það er stuttur fyrirvari fyrir fyrsta leik eins og hjá okkur í dag þá verður maður að passa sig líka á því að umturna ekki öllu 1, 2 og 3. Við byggjum bara á því starfi sem er búið að vera hérna áður og ég tel að strákarnir hafi tekið því vel sem fyrir þá var lagt og við Jóhann erum gífurlega ánægðir með þá. Þá er vert að nefna þátt Gunnars Magnúsar Jónssonar en hann hjálpaði okkur gífurlega mikið í undirbúningnum fyrir leikinn.“ Haukur var spurður hvort það hafi þurft mikið að tala um andlegu hlið leikamanna liðsins en það hlýtur að hafa tekið á að vera ekki búnir að ná sigri á mótinu. „Það er einhver hluti af þessu og fórum við yfir nokkra punkta hvað það varðar og skilaði það sér ágætlega í dag.“ Það vakti athygli að hvorki Guðjón Árni Antoníusson né Richard Arends voru í hóp heimamanna í dag og var Haukur spurður út í þá staðreynd. „Guðjón Árni er búinn að vera veikur undanfarið og við vitum ekki hversu lengi það mun vara en hann er að skríða saman. Richard er búinn að vera meiddur og við sjáum það á næstu dögum hversu lngi það verður. Sindri stóð sig hins vegar mjög vel í dag.“Sigurbergur Elisson: Hrikalega gott að klára þennan leik „Þetta er hrikalega góð tilfinning, maður var hálfpartin búinn að gleyma því hvernig sigurtilfinningin var og því hrikalega gott að koma inn í klefa með þrjú stig í farteskinu“, sagði besti maður leiksins Sigurbergur Elisson eftir sigur Keflvíkinga á ÍBV í dag. Sigurbergur var spurður hvað nýjir þjálfarar hefðu lagt upp með fyrir leik. „Ég ætla kannski ekki að opinbera það hér en það eru ýmsar breyttar áherslur í leik okkar sem farið var strax í á æfingu á föstudeginum. Það skilaði sér í dag. Ég sé að framhaldið sé bjart hjá okkur, við erum vonandi dottnir í gírinn og ef við höldum áfram á sömu braut þá förum við að safna fleiri stigum en það var mikilvægt að ná fyrsta sigrinum og var þetta farið að leggjast á sálina á manni. Hrikalega gott að klára þennan leik og sérstaklega á heimavelli."Jóhannes Þór Harðarson: Menn þurfa að vera innstilltir á það að berjast fyrir hvorn annan Þjálfari Vestmanneyinga var spurður að því hvað hafi klikkað hjá hans mönnum í leiknum á móti Keflavík á sunnudag. „Fyrst og fremst voru Keflvíkingar töluvert grimmari heldur en við og eins og aðstæður voru hér í dag þá snerist þetta fyrst og fremst um það að vera grimmari og vinna slagina á vellinum. Við spiluðum svo sem ágætlega á köflum í fyrri hálfleik og sköpum okkur nokkur færi. Þeir hefðu átt að missa mann af velli þegar vítaspyrnan var dæmd en engu að síður eiga Keflvíkingar hrós skilið því þeir voru grimmari og verðskulda sigurinn.“ Hann var spurður hvort þetta tap myndi hafa einhver áhrif á framhald liðsins í Íslandsmótinu en Keflvíkingar náðu að jafna þá Eyjamenn að stigum. „Við verðum að sjá til þess að svo verði ekki og halda hausnum uppi og halda áfram. Við erum bara í þannig stöðu eins og Keflavík og fleiri lið að við þurfum að mæta í hvern leik og berjast til síðasta blóðdropa, það er algjört skilyrði. Því þurfum við að ná fram fyrir næsta leik á móti FH.“ „Menn þurfa að vera innstilltir á það að berjast fyrir hvorn annan, FH er náttúrulega feyki öflugt lið og þurfum við að fara vel yfir leik þeirra og vera eins vel undirbúnir undir það og við getum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Keflvíkingar unnu sinn fyrsta leik í sumar þegar þeir lögðu Eyjamenn að velli í Keflavík fyrr í dag. Leikurinn endaði 3-1 fyrir heimamenn sem voru betri aðilinn í seinni hálfleik en leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik. Bæði lið eru því komin með fjögur stig og sitja saman á botni deildarinnar. Gestirnir úr Vestmannaeyjum voru frískari í byrjun leiks og voru meira með boltann fyrsta korterið. Heimamenn vöknuðu þó til lífsins á þeim tímapunkti og sýndu betri sóknartilburði en leikurinn var þó mest leikinn á miðjum vellinum Keflvíkingar uppskáru síðan mark á 19. mínútu þegar Jón Ingason misreiknaði boltann og stal Sigurbergur Elisson honum og renndi boltanum fyrir markið. Þar var Hörður Sveinsson mættur og renndi boltanum í netið framhjá Guðjóni Sigurjónssyni og forskotið heimamanna. Eyjamenn hresstust aftur eftir markið og voru meira með boltann næstu mínúturna án þess þó að skapa sér einhver færi sem hægt er að tala um. Á 31. mínútu fengu gestirnir svo víti þegar brotið var á Ian Jeffs og uppskar Haraldur Freyr Guðmundsson gult spjald að launum fyrir brotið. Jonathan Glenn steig á punktinn og skoraði með þéttingsföstu skoti. Markvörðurinn var samt með hönd á boltanum en náði ekki að halda boltanum frá markinu. Það mætti segja að það hafi verið verðskuldað að Eyjamenn hafi jafnað leikinn. Hálfleikurinn leið síðan út og var jafnt í hálfleik. Bæði lið voru þó heppin að vera með 11 menn inn á í hálfleik en Haraldur Freyr og Jonathan Barden fengu báðir gult spjald og brutu síðan aftur af sér brotum sem hefðu getað verðskuldað annað gult spjald. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik til að gera langa sögu stutta. Leikurinn bauð ekki upp á mikil gæði eða mörg færi en þau fáu sem komu voru eign heimamanna. Heimamenn endurheimtu forskotið þegar 15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Samuel Hernandez tók hornspyrnu og datt boltinn fyrir fætur Einars Orra Einarssonar sem var ekkert að tvínóna við hlutina heldur þrumaði hann boltanum upp í þaknetið þannig að boltinn söng í netinu. Keflvíkingar voru vel að því komnir að taka forystuna. Gestirnir hresstust örlítið við að fá á sig markið eins og gerðist með fyrra markið en þó án þess að ná að skapa sér færi og ógna marki heimamanna sem gerðu síðan út um leikinn þegar níu mínútur voru eftir af honum. Hernandez gaf þá boltann fyrir af vinstri kantinum á Sigurberg Elisson, sem var besti maður vallarins, hann lagði boltann aftur fyrir markið á Leonard Sigurðsson sem smellti boltanum í stöngina og inn. Vel spilað hjá heimamönnum og stigin þrjú í höfn fyrir Keflvíkinga. Leikurinn leið síðan án teljandi atvika. Keflvíkingar þar með komnir með fyrsta sigurinn í sumar og jafna Eyjamenn að stigum en sitja þó enn á botninum ásamt ÍBV.Haukur Ingi Guðnason: Gífurlega ánægðir með strákana í dag Haukur Ingi Guðnason var að þjálfa sinn fyrsta leik sem aðalþjálfari liðs í efstu deild þegar Keflavík vann ÍBV í Keflavík á sunnudag. Hann var ánægður með framlag sinna manna. „Við vorum þéttir og að vinna vel saman og í dag gekk það upp. Planið sem við lögðum upp með fyrir leik gekk 90% upp hjá okkur í dag. Aðallega vorum við þéttari varnarlega og voru að vinna vel saman en þegar það er stuttur fyrirvari fyrir fyrsta leik eins og hjá okkur í dag þá verður maður að passa sig líka á því að umturna ekki öllu 1, 2 og 3. Við byggjum bara á því starfi sem er búið að vera hérna áður og ég tel að strákarnir hafi tekið því vel sem fyrir þá var lagt og við Jóhann erum gífurlega ánægðir með þá. Þá er vert að nefna þátt Gunnars Magnúsar Jónssonar en hann hjálpaði okkur gífurlega mikið í undirbúningnum fyrir leikinn.“ Haukur var spurður hvort það hafi þurft mikið að tala um andlegu hlið leikamanna liðsins en það hlýtur að hafa tekið á að vera ekki búnir að ná sigri á mótinu. „Það er einhver hluti af þessu og fórum við yfir nokkra punkta hvað það varðar og skilaði það sér ágætlega í dag.“ Það vakti athygli að hvorki Guðjón Árni Antoníusson né Richard Arends voru í hóp heimamanna í dag og var Haukur spurður út í þá staðreynd. „Guðjón Árni er búinn að vera veikur undanfarið og við vitum ekki hversu lengi það mun vara en hann er að skríða saman. Richard er búinn að vera meiddur og við sjáum það á næstu dögum hversu lngi það verður. Sindri stóð sig hins vegar mjög vel í dag.“Sigurbergur Elisson: Hrikalega gott að klára þennan leik „Þetta er hrikalega góð tilfinning, maður var hálfpartin búinn að gleyma því hvernig sigurtilfinningin var og því hrikalega gott að koma inn í klefa með þrjú stig í farteskinu“, sagði besti maður leiksins Sigurbergur Elisson eftir sigur Keflvíkinga á ÍBV í dag. Sigurbergur var spurður hvað nýjir þjálfarar hefðu lagt upp með fyrir leik. „Ég ætla kannski ekki að opinbera það hér en það eru ýmsar breyttar áherslur í leik okkar sem farið var strax í á æfingu á föstudeginum. Það skilaði sér í dag. Ég sé að framhaldið sé bjart hjá okkur, við erum vonandi dottnir í gírinn og ef við höldum áfram á sömu braut þá förum við að safna fleiri stigum en það var mikilvægt að ná fyrsta sigrinum og var þetta farið að leggjast á sálina á manni. Hrikalega gott að klára þennan leik og sérstaklega á heimavelli."Jóhannes Þór Harðarson: Menn þurfa að vera innstilltir á það að berjast fyrir hvorn annan Þjálfari Vestmanneyinga var spurður að því hvað hafi klikkað hjá hans mönnum í leiknum á móti Keflavík á sunnudag. „Fyrst og fremst voru Keflvíkingar töluvert grimmari heldur en við og eins og aðstæður voru hér í dag þá snerist þetta fyrst og fremst um það að vera grimmari og vinna slagina á vellinum. Við spiluðum svo sem ágætlega á köflum í fyrri hálfleik og sköpum okkur nokkur færi. Þeir hefðu átt að missa mann af velli þegar vítaspyrnan var dæmd en engu að síður eiga Keflvíkingar hrós skilið því þeir voru grimmari og verðskulda sigurinn.“ Hann var spurður hvort þetta tap myndi hafa einhver áhrif á framhald liðsins í Íslandsmótinu en Keflvíkingar náðu að jafna þá Eyjamenn að stigum. „Við verðum að sjá til þess að svo verði ekki og halda hausnum uppi og halda áfram. Við erum bara í þannig stöðu eins og Keflavík og fleiri lið að við þurfum að mæta í hvern leik og berjast til síðasta blóðdropa, það er algjört skilyrði. Því þurfum við að ná fram fyrir næsta leik á móti FH.“ „Menn þurfa að vera innstilltir á það að berjast fyrir hvorn annan, FH er náttúrulega feyki öflugt lið og þurfum við að fara vel yfir leik þeirra og vera eins vel undirbúnir undir það og við getum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira