Hvað gerir Keflavík með nýja þjálfara? Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2015 10:00 Keflavík er í veseni og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í dag. vísir/getty Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld, en sjöunda umferðin er leikin í dag. Nýjir þjálfarar verða við stjórnvölinn þegar Keflavík mætir ÍBV í rosalegum botnbaráttuslag í Keflavík í fyrsta leik dagsins. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson voru ráðnir þjálfarar Keflavíkur út tímabilið og þeim bíður ærið verkefni strax í fyrsta leik. Keflavík sem er á botninum með eitt stig mætir ÍBV sem er í því tíunda með fjögur stig, en ÍBV vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð. ÍA og Fylkir mætast uppá Skipaskaga, en Skagamönnum hefur gengið afleitlega undanfarnar vikur. ÍA er í ellefta sætinu með fjögur stig, en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Fylkismenn eru í áttunda sæti með átta stig eftir brösuga byrjun, en flestir bjuggust við meiru af Árbæjarliðinu. Nýliðar Leiknis hafa byrjað mótið af miklum krafti og eru komnir með átta stig eftir fyrstu sex leikina. Breiðablik hefur unnið þrjá leiki í röð og haldið hreinu í þeim öllum. Þeir eru komnir upp í þriðja sæti deildarinnar og eru stigi á eftir toppliðunum; FH og KR. Erkifjendurnir mætast á Hlíðarenda í kvöld, en þá mæta KR-ingar í heimsókn. Leikir þessara liða hefur verið hatrömm barátta í gegnum tíðina og líklega verður engin breyting þar á í dag. Valsmenn hafa verið hálfgert jójó það sem af er móti; unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað tveimur og sitja í sjöunda sætinu á meðan gestirnir í KR eru ásamt FH á toppnum. Þeir hafa unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Stjarnan tapaði í fyrsta skipti í 27 leikjum í síðasta leik gegn Breiðabliki þegar liðið steinlá 3-0. Íslandsmeistararnir eru með níu stig eftir leikina sex sem búnir eru, en þeir fá Fjölni í heimsókn í hörkuleik. Fjölnismenn hafa farið vel af stað og eru með ellefu stig, sæti fyrir ofan Stjörnuna. Liðið hafa sætaskipti sigri Stjarnan á heimavelli sínum í kvöld. Síðasti leikur kvöldsins hefst svo klukkan 20:00 í Víkinni þar sem Víkingur fær FH í heimsókn. Víkingur hefur ekki byrjað mótð vel og er liðið með einungis sex stig eftir sex leiki, en liðið lenti í Evrópusæti á síðustu leiktíð. Hafnarfjarðarliðið er með þrettán stig á toppi deildarinnar og þarf að hafa fyrir hlutunum ætli liðið sér að halda toppsætinu, en KR og Breiðablik sækja hart að þeim. Allir leikir kvöldsins verða að sjálfsögðu í beinni á Boltavaktinni, en leikur Víkings og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 20:00, en útsending hefst 19:30. Pepsi-mörkin verða svo á sínum stað klukkan 22:00, en þar verður farið yfir allt það helsta í umferðinni og allt krufið til mergjar.Leikir dagsins: 17.00 Keflavík - ÍBV (Nettóvöllurinn) 19.15 ÍA - Fylkir (Norðurálsvöllurinn) 19.15 Leiknir R. - Breiðablik (Leiknisvöllur) 19.15 Valur - KR (Vodafonevöllurinn) 19.15 Stjarnan - Fjölnir (Samsung-völlurinn) 20.00 Víkingur R. - FH (Víkingsvöllur) Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld, en sjöunda umferðin er leikin í dag. Nýjir þjálfarar verða við stjórnvölinn þegar Keflavík mætir ÍBV í rosalegum botnbaráttuslag í Keflavík í fyrsta leik dagsins. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson voru ráðnir þjálfarar Keflavíkur út tímabilið og þeim bíður ærið verkefni strax í fyrsta leik. Keflavík sem er á botninum með eitt stig mætir ÍBV sem er í því tíunda með fjögur stig, en ÍBV vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð. ÍA og Fylkir mætast uppá Skipaskaga, en Skagamönnum hefur gengið afleitlega undanfarnar vikur. ÍA er í ellefta sætinu með fjögur stig, en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Fylkismenn eru í áttunda sæti með átta stig eftir brösuga byrjun, en flestir bjuggust við meiru af Árbæjarliðinu. Nýliðar Leiknis hafa byrjað mótið af miklum krafti og eru komnir með átta stig eftir fyrstu sex leikina. Breiðablik hefur unnið þrjá leiki í röð og haldið hreinu í þeim öllum. Þeir eru komnir upp í þriðja sæti deildarinnar og eru stigi á eftir toppliðunum; FH og KR. Erkifjendurnir mætast á Hlíðarenda í kvöld, en þá mæta KR-ingar í heimsókn. Leikir þessara liða hefur verið hatrömm barátta í gegnum tíðina og líklega verður engin breyting þar á í dag. Valsmenn hafa verið hálfgert jójó það sem af er móti; unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað tveimur og sitja í sjöunda sætinu á meðan gestirnir í KR eru ásamt FH á toppnum. Þeir hafa unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Stjarnan tapaði í fyrsta skipti í 27 leikjum í síðasta leik gegn Breiðabliki þegar liðið steinlá 3-0. Íslandsmeistararnir eru með níu stig eftir leikina sex sem búnir eru, en þeir fá Fjölni í heimsókn í hörkuleik. Fjölnismenn hafa farið vel af stað og eru með ellefu stig, sæti fyrir ofan Stjörnuna. Liðið hafa sætaskipti sigri Stjarnan á heimavelli sínum í kvöld. Síðasti leikur kvöldsins hefst svo klukkan 20:00 í Víkinni þar sem Víkingur fær FH í heimsókn. Víkingur hefur ekki byrjað mótð vel og er liðið með einungis sex stig eftir sex leiki, en liðið lenti í Evrópusæti á síðustu leiktíð. Hafnarfjarðarliðið er með þrettán stig á toppi deildarinnar og þarf að hafa fyrir hlutunum ætli liðið sér að halda toppsætinu, en KR og Breiðablik sækja hart að þeim. Allir leikir kvöldsins verða að sjálfsögðu í beinni á Boltavaktinni, en leikur Víkings og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 20:00, en útsending hefst 19:30. Pepsi-mörkin verða svo á sínum stað klukkan 22:00, en þar verður farið yfir allt það helsta í umferðinni og allt krufið til mergjar.Leikir dagsins: 17.00 Keflavík - ÍBV (Nettóvöllurinn) 19.15 ÍA - Fylkir (Norðurálsvöllurinn) 19.15 Leiknir R. - Breiðablik (Leiknisvöllur) 19.15 Valur - KR (Vodafonevöllurinn) 19.15 Stjarnan - Fjölnir (Samsung-völlurinn) 20.00 Víkingur R. - FH (Víkingsvöllur)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira