Uppbótartíminn: Múrað fyrir hjá Blikum og Tómasar í veseni | Myndbönd 8. júní 2015 10:00 Arnþór Ingi Kristinsson og Davíð Þór Viðarsson eigast við í leik Víkings og FH. vísir/stefán Sjöunda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH-ingar eru einir á toppnum eftir sigur á Víkingi í Víkinni á meðan KR fékk skell á Vodafone-vellinum. Stjarnan tapaði sínum öðrum leik í röð og Víkingar hafa ekki unnið síðan í fyrstu umferð. Fjölnir er á miklum skriði og er í þriðja sæti þegar þriðjungur mótsins er búinn.Umfjöllun og viðtöl eftir leiki umferðarinnar:Víkingur - FH 0-1Stjarnan - Fjölnir 1-3Leiknir - Breiðablik 0-2ÍA - Fylkir 0-0Valur - KR 3-0Keflavík - ÍBV 3-1Gunnleifur er búinn að halda hreinu í 403 mínútur með sterka Blikavörnina fyrir framan sig.vísir/stefánGóð umferð fyrir ...... Fjölnismenn Grafarvogspiltar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Stjörnumönnum, 1-3, á þeirra eigin heimavelli. Fjölnismenn voru mun sterkari aðilinn í Garðabænum og verðskulduðu sigurinn sem hefði getað orðið stærri. Aron Sigurðarson fór mikinn og Ólafur Páll Snorrason var eins og kóngur í ríki sínu á miðjunni. Fjölnismenn lyftu sér upp í 3. sætið með sigrinum í gær og virðast til alls líklegir. Sérstaklega þegar Grafarvogsbúar eru loksins farnir að flykkjast á völlinn og styðja almennilega við bakið á sínu liði.... Blikavörnina Breiðablik hélt markinu sínu hreinu fjórða leikinn í röð þegar þeir grænklæddu unnu Leikni í Breiðholtinu í gær, 0-2. Gunnleifur Gunnleifsson hefur ekki þurft að hirða boltann úr marki sínu í 401 mínútu sem er félagsmet hjá Breiðabliki. Gunnleifur á einnig sambærileg met hjá KR (636 mín.) og HK (184 mín.) í efstu deild. Blikar eru taplausir eftir sjö fyrstu umferðirnar og eru aðeins einu stigi á eftir toppliði FH. Vörn vinnur titla segja þeir.... Þorstein MagnússonFormaður knattspyrnudeildar Keflavíkur má vera ánægður með uppskeru gærdagsins en Suðurnesjamenn unnu þá Eyjamenn, 1-3, en þetta var fyrsti sigur þeirra í sumar. Þorsteinn og stjórn Keflavíkur sögðu Kristjáni Guðmundssyni upp störfum á fimmtudaginn og réðu Hauk Inga Guðnason og Jóhann B. Guðmundsson í hans stað. Nýju þjálfararnir, sem eru báðir heimamenn, fóru vel af stað og virðast hafa blásið nýju lífi í Keflavíkurliðið en var aðeins með eitt stig í deildinni fyrir gærdaginn.Ekkert gengur hjá Óla Þórðar og hans mönnum.vísir/stefánErfið umferð fyrir ...... Rúnar Pál Sigmundsson Stjörnumenn eru í vandræðum. Þeir steinlágu fyrir sprækum Fjölnismönnum í gær en þetta var annað tap Íslandsmeistaranna í röð. Þeir eru án sigurs síðan í 2. umferð og eru komnir niður í 7. sæti deildarinnar. Í viðtali eftir leikinn lét Rúnar Páll sína menn heyra það all hressilega og það virðist vera kominn skjálfti í herbúðum Garðbæinga. Rúnar hefur verið iðinn við að breyta liði sínu milli leikja og virðist ekki enn hafa fundið réttu blönduna. Stjörnumenn eru að missa af lestinni í toppbaráttunni.... Rasmus Christiansen Danski miðvörðurinn, sem sló í gegn með ÍBV fyrir nokkrum árum, átti erfiðan dag á Vodafone-vellinum í gær. Rasmus gerði sig sekan um slæm mistök strax á 6. mínútu þegar hann braut klaufalega á landa sínum, Patrick Pedersen, innan vítateigs. Pedersen skoraði sjálfur úr vítinu og hann bætti öðru marki við á 52. mínútu en skömmu eftir annað markið var Rasmusi skipt af velli. Hann fékk aðeins þrjá í einkunn hjá Fréttablaðinu og Vísi fyrir frammistöðu sína í gær og hefur ekki alveg fundið sig í upphafi móts. Rasmus gerði t.a.m. einnig slæm mistök sem kostuðu mark gegn Fylki í 4. umferð.... Tómasana í VíkingiVíkingur tapaði þriðja leiknum í röð þegar FH kom í heimsókn í Víkina í gær. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Bjarni Þór Viðarsson með skalla á 51. mínútu eftir fyrirgjöf frænda síns, Jóns Ragnars Jónssonar. Varnarleikur Víkinga var ekki til útflutnings í markinu en Tómas Guðmundsson, hægri bakvörður heimamanna, lyftist varla frá jörðu þegar hann reyndi að skalla boltann frá. Bjarni var fyrstur á boltann og skallaði hann til þess að gera beint á Thomas Nielsen í marki Víkinga. Daninn missti boltann hins vegar klaufalega undir sig og staðan orðin 0-1. Markverðir Víkinga hafa gert hverja gloríuna á fætur annarri í sumar og sú ákvörðun að láta Ingvar Þór Kale fara frá félaginu verður alltaf óskiljanlegri.Valsmenn fögnuðu flottum sigri á KR.vísir/stefánTölfræði og sagan: *Hörður Sveinsson skoraði líka fyrsta markið fyrir nýjan þjálfara þegar Keflvíkingar skiptu síðast um þjálfara á miðju tímabili sumarið 2013. *Eyjamenn hafa tapað öllum fjórum útileikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar og markatalan er -7 (1-8). *Eyjamenn hafa tapað fimm síðustu útileikjum sínum í Pepsi-deildinni eftir heimasigur í leiknum á undan. *Lið Ólafs Jóhannessonar hafa unnið síðustu sjö leiki sína á móti KR í efstu deild með markatölunni 18-1. *KR-ingar voru fyrir leikinn búnir að taka með sér 2,7 stig að meðaltali úr síðustu sjö leikjum sínum á Vodafonevellinum. *Stærsta tap KR-inga í Pepsi-deildinni síðan á móti Breiðabliki 19. september 2013. *Gunnleifur Gunnleifsson setti nýtt félagsmet með því að halda Blikamarkinu hreinu í fjórða deildarleiknum í röð. *Gunnleifur á nú félagmetið hjá Breiðabliki (401 mínúta), KR (636) og HK (184 mín.) í efstu deild. *Blikar unnu síðast fjóra deildarleiki í röð sumarið 2010 þegar þeir urðu meistarar. *Stjörnumenn töpuðu síðast tveimur deildarleikjum í röð í ágústbyrjun 2012. *Liðin sem töpuðu heimaleik á móti Fjölni í fyrra (Fram og Þór) féllu bæði úr deildinni. *Mark Charles Magee var fyrir leikinn á móti Stjörnunni aðeins búinn að skora eitt mark á fyrstu 574 mínútum sínum í Pepsi-deildinni. *Skagaliðið hefur ekki skorað í 281 mínútu í Pepsi-deildinni sem er lengsta bið eftir marki frá 2000. Hjörtur Hjartarson endaði 356 mínútna bið eftir marki með sigurmarki á móti Stjörnunni sumarið 2000. *Víkingar féllu úr deildinni þegar þeim tókst síðast ekki að vinna í sex deildarleikjum í röð. *FH tapaði síðast á móti Víkingi í Fossvoginum 25. maí 1990 þegar Logi Ólafsson þjálfaði Víkingsliðið.Fjölnismenn eru á skriði.vísir/vilhelmSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Leiknisvellinum: „Blikar eru búnir að flagga á Leiknisvelli! Þeir tóku niður einn Leiknisfánann af stönginni sem er við svæðið þar sem stuðningsmenn Blika og settu sinn í staðinn. Nokkuð skondið en varla mikil kurteisi.“Tómas Þór Þórðarson á Vodafone-vellinum: „Eini KR-ingurinn úti á vellinum núna er Gummi Ben. Hann er að pikka eitthvað á símann sinn. Stuðullinn á eitthvað fyndið tíst er ekki mjög hár.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 8 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni - 8 Aron Sigurðarson, Fjölni - 8 Mark Magee, Fjölni - 8 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki - 8 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki - 8 Ingvar Þór Kale, Val - 8 Thomas Christiensen, Val - 8 Patrick Pedersen, Val - 8 Sigurbergur Elísson, Keflavík - 8 Heiðar Ægisson, Stjörnunni - 3 Brynjar Gauti Guðjónsson, Stjörnunni - 3 Atli Jóhannsson, Stjörnunni - 3 Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni - 3 Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni - 3 Arsenij Buinickij, ÍA - 3 Rasmus Christiansen, KR - 3 Jón Ingason, ÍBV - 3Umræðan á #pepsi365Svona bull hjá Elfari verðskuldar leikbann. Óþolandi. #pepsi365 — Henry Birgir (@henrybirgir) June 7, 2015Löglega afsakaður. Mér var réttur sími til að sjá á OZ inu hvort boltinn hafi verið inni í fyrsta markinu gegn KR #pepsi365 — Jóhann B Guðmundsson (@johannbirnir) June 7, 2015Elska 3 stig!!! Stemningin super, okkar fólk frábært í stúkunni og Leiknisljónin geggjuð! #blix#pepsi365 — Gunnleifsson (@GulliGull1) June 7, 2015Ástæðan afhverju Arnar er ekki á settinu er sú að hann er Búálfinum! #fotboltinet#fotbolti#pepsi365pic.twitter.com/ITaBIIpcxi — Leiknisljónin (@Leiknisljonin) June 7, 2015Stjörnuhrap í Garðabæ. #pepsi365#pepsideildin — Jóhann Örn Kjartanss (@johannorn) June 7, 2015Glórulaust að taka höftin fyrir á Alþingi kl 22. Veit Bjarni Ben ekki af Pepsimörkunum??? #pepsi365 — Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) June 7, 2015Flottasta mark 7. umferðar: Atvik 7. umferðar: Markasyrpa 7. umferðar: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Sjöunda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH-ingar eru einir á toppnum eftir sigur á Víkingi í Víkinni á meðan KR fékk skell á Vodafone-vellinum. Stjarnan tapaði sínum öðrum leik í röð og Víkingar hafa ekki unnið síðan í fyrstu umferð. Fjölnir er á miklum skriði og er í þriðja sæti þegar þriðjungur mótsins er búinn.Umfjöllun og viðtöl eftir leiki umferðarinnar:Víkingur - FH 0-1Stjarnan - Fjölnir 1-3Leiknir - Breiðablik 0-2ÍA - Fylkir 0-0Valur - KR 3-0Keflavík - ÍBV 3-1Gunnleifur er búinn að halda hreinu í 403 mínútur með sterka Blikavörnina fyrir framan sig.vísir/stefánGóð umferð fyrir ...... Fjölnismenn Grafarvogspiltar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Stjörnumönnum, 1-3, á þeirra eigin heimavelli. Fjölnismenn voru mun sterkari aðilinn í Garðabænum og verðskulduðu sigurinn sem hefði getað orðið stærri. Aron Sigurðarson fór mikinn og Ólafur Páll Snorrason var eins og kóngur í ríki sínu á miðjunni. Fjölnismenn lyftu sér upp í 3. sætið með sigrinum í gær og virðast til alls líklegir. Sérstaklega þegar Grafarvogsbúar eru loksins farnir að flykkjast á völlinn og styðja almennilega við bakið á sínu liði.... Blikavörnina Breiðablik hélt markinu sínu hreinu fjórða leikinn í röð þegar þeir grænklæddu unnu Leikni í Breiðholtinu í gær, 0-2. Gunnleifur Gunnleifsson hefur ekki þurft að hirða boltann úr marki sínu í 401 mínútu sem er félagsmet hjá Breiðabliki. Gunnleifur á einnig sambærileg met hjá KR (636 mín.) og HK (184 mín.) í efstu deild. Blikar eru taplausir eftir sjö fyrstu umferðirnar og eru aðeins einu stigi á eftir toppliði FH. Vörn vinnur titla segja þeir.... Þorstein MagnússonFormaður knattspyrnudeildar Keflavíkur má vera ánægður með uppskeru gærdagsins en Suðurnesjamenn unnu þá Eyjamenn, 1-3, en þetta var fyrsti sigur þeirra í sumar. Þorsteinn og stjórn Keflavíkur sögðu Kristjáni Guðmundssyni upp störfum á fimmtudaginn og réðu Hauk Inga Guðnason og Jóhann B. Guðmundsson í hans stað. Nýju þjálfararnir, sem eru báðir heimamenn, fóru vel af stað og virðast hafa blásið nýju lífi í Keflavíkurliðið en var aðeins með eitt stig í deildinni fyrir gærdaginn.Ekkert gengur hjá Óla Þórðar og hans mönnum.vísir/stefánErfið umferð fyrir ...... Rúnar Pál Sigmundsson Stjörnumenn eru í vandræðum. Þeir steinlágu fyrir sprækum Fjölnismönnum í gær en þetta var annað tap Íslandsmeistaranna í röð. Þeir eru án sigurs síðan í 2. umferð og eru komnir niður í 7. sæti deildarinnar. Í viðtali eftir leikinn lét Rúnar Páll sína menn heyra það all hressilega og það virðist vera kominn skjálfti í herbúðum Garðbæinga. Rúnar hefur verið iðinn við að breyta liði sínu milli leikja og virðist ekki enn hafa fundið réttu blönduna. Stjörnumenn eru að missa af lestinni í toppbaráttunni.... Rasmus Christiansen Danski miðvörðurinn, sem sló í gegn með ÍBV fyrir nokkrum árum, átti erfiðan dag á Vodafone-vellinum í gær. Rasmus gerði sig sekan um slæm mistök strax á 6. mínútu þegar hann braut klaufalega á landa sínum, Patrick Pedersen, innan vítateigs. Pedersen skoraði sjálfur úr vítinu og hann bætti öðru marki við á 52. mínútu en skömmu eftir annað markið var Rasmusi skipt af velli. Hann fékk aðeins þrjá í einkunn hjá Fréttablaðinu og Vísi fyrir frammistöðu sína í gær og hefur ekki alveg fundið sig í upphafi móts. Rasmus gerði t.a.m. einnig slæm mistök sem kostuðu mark gegn Fylki í 4. umferð.... Tómasana í VíkingiVíkingur tapaði þriðja leiknum í röð þegar FH kom í heimsókn í Víkina í gær. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Bjarni Þór Viðarsson með skalla á 51. mínútu eftir fyrirgjöf frænda síns, Jóns Ragnars Jónssonar. Varnarleikur Víkinga var ekki til útflutnings í markinu en Tómas Guðmundsson, hægri bakvörður heimamanna, lyftist varla frá jörðu þegar hann reyndi að skalla boltann frá. Bjarni var fyrstur á boltann og skallaði hann til þess að gera beint á Thomas Nielsen í marki Víkinga. Daninn missti boltann hins vegar klaufalega undir sig og staðan orðin 0-1. Markverðir Víkinga hafa gert hverja gloríuna á fætur annarri í sumar og sú ákvörðun að láta Ingvar Þór Kale fara frá félaginu verður alltaf óskiljanlegri.Valsmenn fögnuðu flottum sigri á KR.vísir/stefánTölfræði og sagan: *Hörður Sveinsson skoraði líka fyrsta markið fyrir nýjan þjálfara þegar Keflvíkingar skiptu síðast um þjálfara á miðju tímabili sumarið 2013. *Eyjamenn hafa tapað öllum fjórum útileikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar og markatalan er -7 (1-8). *Eyjamenn hafa tapað fimm síðustu útileikjum sínum í Pepsi-deildinni eftir heimasigur í leiknum á undan. *Lið Ólafs Jóhannessonar hafa unnið síðustu sjö leiki sína á móti KR í efstu deild með markatölunni 18-1. *KR-ingar voru fyrir leikinn búnir að taka með sér 2,7 stig að meðaltali úr síðustu sjö leikjum sínum á Vodafonevellinum. *Stærsta tap KR-inga í Pepsi-deildinni síðan á móti Breiðabliki 19. september 2013. *Gunnleifur Gunnleifsson setti nýtt félagsmet með því að halda Blikamarkinu hreinu í fjórða deildarleiknum í röð. *Gunnleifur á nú félagmetið hjá Breiðabliki (401 mínúta), KR (636) og HK (184 mín.) í efstu deild. *Blikar unnu síðast fjóra deildarleiki í röð sumarið 2010 þegar þeir urðu meistarar. *Stjörnumenn töpuðu síðast tveimur deildarleikjum í röð í ágústbyrjun 2012. *Liðin sem töpuðu heimaleik á móti Fjölni í fyrra (Fram og Þór) féllu bæði úr deildinni. *Mark Charles Magee var fyrir leikinn á móti Stjörnunni aðeins búinn að skora eitt mark á fyrstu 574 mínútum sínum í Pepsi-deildinni. *Skagaliðið hefur ekki skorað í 281 mínútu í Pepsi-deildinni sem er lengsta bið eftir marki frá 2000. Hjörtur Hjartarson endaði 356 mínútna bið eftir marki með sigurmarki á móti Stjörnunni sumarið 2000. *Víkingar féllu úr deildinni þegar þeim tókst síðast ekki að vinna í sex deildarleikjum í röð. *FH tapaði síðast á móti Víkingi í Fossvoginum 25. maí 1990 þegar Logi Ólafsson þjálfaði Víkingsliðið.Fjölnismenn eru á skriði.vísir/vilhelmSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Leiknisvellinum: „Blikar eru búnir að flagga á Leiknisvelli! Þeir tóku niður einn Leiknisfánann af stönginni sem er við svæðið þar sem stuðningsmenn Blika og settu sinn í staðinn. Nokkuð skondið en varla mikil kurteisi.“Tómas Þór Þórðarson á Vodafone-vellinum: „Eini KR-ingurinn úti á vellinum núna er Gummi Ben. Hann er að pikka eitthvað á símann sinn. Stuðullinn á eitthvað fyndið tíst er ekki mjög hár.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 8 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni - 8 Aron Sigurðarson, Fjölni - 8 Mark Magee, Fjölni - 8 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki - 8 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki - 8 Ingvar Þór Kale, Val - 8 Thomas Christiensen, Val - 8 Patrick Pedersen, Val - 8 Sigurbergur Elísson, Keflavík - 8 Heiðar Ægisson, Stjörnunni - 3 Brynjar Gauti Guðjónsson, Stjörnunni - 3 Atli Jóhannsson, Stjörnunni - 3 Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni - 3 Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni - 3 Arsenij Buinickij, ÍA - 3 Rasmus Christiansen, KR - 3 Jón Ingason, ÍBV - 3Umræðan á #pepsi365Svona bull hjá Elfari verðskuldar leikbann. Óþolandi. #pepsi365 — Henry Birgir (@henrybirgir) June 7, 2015Löglega afsakaður. Mér var réttur sími til að sjá á OZ inu hvort boltinn hafi verið inni í fyrsta markinu gegn KR #pepsi365 — Jóhann B Guðmundsson (@johannbirnir) June 7, 2015Elska 3 stig!!! Stemningin super, okkar fólk frábært í stúkunni og Leiknisljónin geggjuð! #blix#pepsi365 — Gunnleifsson (@GulliGull1) June 7, 2015Ástæðan afhverju Arnar er ekki á settinu er sú að hann er Búálfinum! #fotboltinet#fotbolti#pepsi365pic.twitter.com/ITaBIIpcxi — Leiknisljónin (@Leiknisljonin) June 7, 2015Stjörnuhrap í Garðabæ. #pepsi365#pepsideildin — Jóhann Örn Kjartanss (@johannorn) June 7, 2015Glórulaust að taka höftin fyrir á Alþingi kl 22. Veit Bjarni Ben ekki af Pepsimörkunum??? #pepsi365 — Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) June 7, 2015Flottasta mark 7. umferðar: Atvik 7. umferðar: Markasyrpa 7. umferðar:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira