Fréttaskýring: Tvær vikur í fjölmennasta verkfall Íslandssögunnar Bjarki Ármannsson skrifar 20. maí 2015 13:45 Frá vinnustöðvun á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Starfsmenn í flugafgreiðslu fara í verkfall um mánaðamótin að óbreyttu. Vísir/GVA Samningaviðræðum Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, LÍV og Flóabandalagið var slitið hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær. SA sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem samtökin segja vandséð að hægt sé að koma í veg fyrir víðtæk verkföll verkalýðsstéttarinnar úr þessu. Ef ekki verður samið fyrir þann 28. maí næstkomandi munu verkfallsaðgerðir hefjast hjá félagsmönnum VR með tveggja daga verkföllum í senn, fyrst hjá starfsmönnum í hópbifreiðafyrirtækjum. Þann 6. júní mun svo hefjast ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum félagsmönnum VR, LÍV og Flóabandalagsins, ef ekki er samið fyrir þann tíma. Þann sama dag mun að óbreyttu einnig hefjast ótímabundin vinnustöðvun hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins (SGS), en þeir hafa farið í regluleg sólarhringsverkföll frá 30. apríl síðastliðnum. Félagsmenn VR, Flóabandalagsins, SGS og LÍV telja samtals um 65 þúsund manns og ljóst er að landsmenn myndu finna verulega fyrir svo víðtæku verkfalli.Miðað við tölur Hagstofunnar, sem að vísu ná aðeins aftur til ársins 1976, hafa svo margir launþegar aldrei áður tekið samtímis þátt í verkfalli en þúsundir manna tóku þó nokkuð reglulega þátt í vinnustöðvunum á áttunda og níunda áratugnum áður en til Þjóðarsáttarinnar kom. Fréttastofa ræddi við nokkra sérfróða menn í dag sem sögðu verkfallið nú, ef af verður, klárlega það stærsta frá tímum Þjóðarsáttarinnar og gátu ekki bent á neitt fjölmennara í sögunni.Ferðaþjónusta og útflutningur illa úti Samkvæmt áætlun um verkföll félagsmanna VR, LÍV og Flóabandalagsins mun koma til verkfalls starfsmanna í hópbifreiðafyrirtækjum 28. og 29. maí næstkomandi og dagana tvo þar á eftir til verkfalls starfsmanna á hótelum, gististöðum og baðstöðum. 31. maí og 1. júní verður svo verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu og þannig útlit fyrir að aðgerðir komi harkalega niður á ferðamannaiðnaðinum um mánaðamótin. Óvíst er hvort þörf verði á að aflýsa öllum flugferðum í gegnum Keflavíkurflugvöll dagana sem starfsmenn flugafgreiðslu yrðu í verkfalli, en þeir sjá meðal annars um eldsneytisafgreiðslu og innritun farþega. Dagana 2. og 3. júní mun svo að óbreyttu koma til verkfalls starfsmanna skipafélaga og matvöruverslana. Inn- og útflutningur skipafélaga gæti því lamast þessa daga með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. Starfsmenn olíufélaga færu svo í verkfall síðustu tvo dagana áður en til allsherjarverkfalls kæmi.Yfirfullt svínabú eftir að verkfall BHM hófst.Vísir/AuðunnRöskun á slátrun og krabbameinsmeðferðFyrir utan félagsmennina 65 þúsund sem gætu verið á leið í verkfall, hafa um 670 félagsmenn Bandalags háskólamanna (BHM) verið í ótímabundnu verkfalli frá 7. apríl síðastliðnum, auk þess sem starfsmenn Fjársýslu ríkisins eru á leið í ótímabundið verkfall þann 2. júní. Líkt og greint hefur verið frá, gætir áhrifa verkfalls BHM víða. Meðal annars hefur verkfall dýralækna haft það í för með sér að slátrun á svínum, kjúklingum og nautum hefur nær stöðvast og kjötskorts gætt í verslunum og á veitingastöðum vegna þess. Þá er upp komin alvarleg staða á Landspítalanum vegna verkfalls geislafræðinga og lífeindafræðinga, en meðal annars hefur orðið veruleg röskun á meðferð krabbameinssjúkra. Næsti fundur í samningaviðræðum VR, LÍV og Flóabandalagsins við SA hefur ekki verið boðaður. Forsvarsmenn SA hafa lýst því yfir að þó afleiðingar verkfalla verði alvarlegar fyrir launafólk, fyrirtæki og þjóðarhag, telji þeir að afleiðingarnar verði enn verri ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna nái fram að ganga. Fréttaskýringar Verkfall 2016 Tengdar fréttir Öll aðildarfélögin tólf samþykktu boðun verkfalls Verkfallsboðun á félagssvæðum aðildarfélaga Landsambands íslenzkra verzlunarmanna var í dag samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádeginu. 19. maí 2015 17:44 Framsýn: „Með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins vilji viðhalda fátækt í landinu“ Framsýn lýsir í ályktun yfir fullri ábyrgð á hendur SA nú þegar stefnir í allsherjarverkfall aðildarfélaga SGS 6. júní. 20. maí 2015 09:58 Truflanir á flugi um mánaðamótin: „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra“ Verkfall flugafgreiðslufólks truflar flugumferð hér 31. maí og 1. júní. Allsherjarverkfall frá 6. júní stöðvar svo flug ótímabundið. Fulltrúar flugfélaganna segja farþega spyrjast fyrir um rétt sinn en að ekki dragi úr bókunum. 19. maí 2015 07:00 Félagsmenn VR samþykkja verkfall Kosið var um verkfall meðal þeirra sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins og Félags atvinnurekenda. 19. maí 2015 13:55 Útflutningur hrossa liggur niðri Ekkert hross hefur verið flutt úr landi í yfirstandandi verkfallsaðgerðum dýralækna hjá Matvælastofnun. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Samningaviðræðum Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, LÍV og Flóabandalagið var slitið hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær. SA sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem samtökin segja vandséð að hægt sé að koma í veg fyrir víðtæk verkföll verkalýðsstéttarinnar úr þessu. Ef ekki verður samið fyrir þann 28. maí næstkomandi munu verkfallsaðgerðir hefjast hjá félagsmönnum VR með tveggja daga verkföllum í senn, fyrst hjá starfsmönnum í hópbifreiðafyrirtækjum. Þann 6. júní mun svo hefjast ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum félagsmönnum VR, LÍV og Flóabandalagsins, ef ekki er samið fyrir þann tíma. Þann sama dag mun að óbreyttu einnig hefjast ótímabundin vinnustöðvun hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins (SGS), en þeir hafa farið í regluleg sólarhringsverkföll frá 30. apríl síðastliðnum. Félagsmenn VR, Flóabandalagsins, SGS og LÍV telja samtals um 65 þúsund manns og ljóst er að landsmenn myndu finna verulega fyrir svo víðtæku verkfalli.Miðað við tölur Hagstofunnar, sem að vísu ná aðeins aftur til ársins 1976, hafa svo margir launþegar aldrei áður tekið samtímis þátt í verkfalli en þúsundir manna tóku þó nokkuð reglulega þátt í vinnustöðvunum á áttunda og níunda áratugnum áður en til Þjóðarsáttarinnar kom. Fréttastofa ræddi við nokkra sérfróða menn í dag sem sögðu verkfallið nú, ef af verður, klárlega það stærsta frá tímum Þjóðarsáttarinnar og gátu ekki bent á neitt fjölmennara í sögunni.Ferðaþjónusta og útflutningur illa úti Samkvæmt áætlun um verkföll félagsmanna VR, LÍV og Flóabandalagsins mun koma til verkfalls starfsmanna í hópbifreiðafyrirtækjum 28. og 29. maí næstkomandi og dagana tvo þar á eftir til verkfalls starfsmanna á hótelum, gististöðum og baðstöðum. 31. maí og 1. júní verður svo verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu og þannig útlit fyrir að aðgerðir komi harkalega niður á ferðamannaiðnaðinum um mánaðamótin. Óvíst er hvort þörf verði á að aflýsa öllum flugferðum í gegnum Keflavíkurflugvöll dagana sem starfsmenn flugafgreiðslu yrðu í verkfalli, en þeir sjá meðal annars um eldsneytisafgreiðslu og innritun farþega. Dagana 2. og 3. júní mun svo að óbreyttu koma til verkfalls starfsmanna skipafélaga og matvöruverslana. Inn- og útflutningur skipafélaga gæti því lamast þessa daga með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. Starfsmenn olíufélaga færu svo í verkfall síðustu tvo dagana áður en til allsherjarverkfalls kæmi.Yfirfullt svínabú eftir að verkfall BHM hófst.Vísir/AuðunnRöskun á slátrun og krabbameinsmeðferðFyrir utan félagsmennina 65 þúsund sem gætu verið á leið í verkfall, hafa um 670 félagsmenn Bandalags háskólamanna (BHM) verið í ótímabundnu verkfalli frá 7. apríl síðastliðnum, auk þess sem starfsmenn Fjársýslu ríkisins eru á leið í ótímabundið verkfall þann 2. júní. Líkt og greint hefur verið frá, gætir áhrifa verkfalls BHM víða. Meðal annars hefur verkfall dýralækna haft það í för með sér að slátrun á svínum, kjúklingum og nautum hefur nær stöðvast og kjötskorts gætt í verslunum og á veitingastöðum vegna þess. Þá er upp komin alvarleg staða á Landspítalanum vegna verkfalls geislafræðinga og lífeindafræðinga, en meðal annars hefur orðið veruleg röskun á meðferð krabbameinssjúkra. Næsti fundur í samningaviðræðum VR, LÍV og Flóabandalagsins við SA hefur ekki verið boðaður. Forsvarsmenn SA hafa lýst því yfir að þó afleiðingar verkfalla verði alvarlegar fyrir launafólk, fyrirtæki og þjóðarhag, telji þeir að afleiðingarnar verði enn verri ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna nái fram að ganga.
Fréttaskýringar Verkfall 2016 Tengdar fréttir Öll aðildarfélögin tólf samþykktu boðun verkfalls Verkfallsboðun á félagssvæðum aðildarfélaga Landsambands íslenzkra verzlunarmanna var í dag samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádeginu. 19. maí 2015 17:44 Framsýn: „Með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins vilji viðhalda fátækt í landinu“ Framsýn lýsir í ályktun yfir fullri ábyrgð á hendur SA nú þegar stefnir í allsherjarverkfall aðildarfélaga SGS 6. júní. 20. maí 2015 09:58 Truflanir á flugi um mánaðamótin: „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra“ Verkfall flugafgreiðslufólks truflar flugumferð hér 31. maí og 1. júní. Allsherjarverkfall frá 6. júní stöðvar svo flug ótímabundið. Fulltrúar flugfélaganna segja farþega spyrjast fyrir um rétt sinn en að ekki dragi úr bókunum. 19. maí 2015 07:00 Félagsmenn VR samþykkja verkfall Kosið var um verkfall meðal þeirra sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins og Félags atvinnurekenda. 19. maí 2015 13:55 Útflutningur hrossa liggur niðri Ekkert hross hefur verið flutt úr landi í yfirstandandi verkfallsaðgerðum dýralækna hjá Matvælastofnun. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Öll aðildarfélögin tólf samþykktu boðun verkfalls Verkfallsboðun á félagssvæðum aðildarfélaga Landsambands íslenzkra verzlunarmanna var í dag samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádeginu. 19. maí 2015 17:44
Framsýn: „Með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins vilji viðhalda fátækt í landinu“ Framsýn lýsir í ályktun yfir fullri ábyrgð á hendur SA nú þegar stefnir í allsherjarverkfall aðildarfélaga SGS 6. júní. 20. maí 2015 09:58
Truflanir á flugi um mánaðamótin: „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra“ Verkfall flugafgreiðslufólks truflar flugumferð hér 31. maí og 1. júní. Allsherjarverkfall frá 6. júní stöðvar svo flug ótímabundið. Fulltrúar flugfélaganna segja farþega spyrjast fyrir um rétt sinn en að ekki dragi úr bókunum. 19. maí 2015 07:00
Félagsmenn VR samþykkja verkfall Kosið var um verkfall meðal þeirra sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins og Félags atvinnurekenda. 19. maí 2015 13:55
Útflutningur hrossa liggur niðri Ekkert hross hefur verið flutt úr landi í yfirstandandi verkfallsaðgerðum dýralækna hjá Matvælastofnun. 20. maí 2015 07:00