Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Hjörtur Júlíus Hjartarson skrifar 10. maí 2015 18:46 Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. Heilbrigðisráðherra segir það hræðilegt ef veruleikinn er sá að gefa þurfi fyrirmæli frá stjórnvöldum um að okkar veikasta fólki sé sinnt. Landlæknir óskaði í vikunni eftir ástandslýsingu frá heilbrigðisstofnunum af áhrifum verkfallanna. Í svari frá Landspítalanum kemur er dökk mynd dregin upp. Þar segir meðal annars að raunveruleg hætta sé að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja ef ekki verður endir bundin á verkfallið innan tíðar. Erfitt sé að áætla hversu margir séu með illkynja sjúkdóm þar mörg sýni bíði rannsóknar á meinafræðideild. Þá geti frekari bið leitt til þess að læknanlegt krabbamein verði ólæknanlegt þar sem eftirmeðferð krabbameinssjúklinga er ábótavant. Félag geislafræðinga er sérstaklega tekið fyrir í svari Landspítalans. Fulltrúi félagsins í undanþágunefndinni er sagður starfa með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa. Það endurspeglist meðal annars í afgreiðslu undanþágubeiðna og stirðari samskiptum. Þar af leiðandi er mjög erfitt að tryggja öryggi sjúklinga.Ber ykkur ekki siðferðisleg skylda til að tryggja öryggi sjúklinga?„Við erum í löglegu verkfalli. Við erum tilbúin til að koma að og finna leiðir og höfum gert það ítrekað. Við höfum bent á lausnir, við höfum unnið við kúfa á spítalanum með okkar leiðum. Svo hverfa menn alltaf frá því aftur virðist vera. Við veitum undanþágur. Ég veit eiginlega ekki hvað meira við getum lagt meira af mörkum í því máli, ég verð bara að segja eins og er,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga.Getur þú fullyrt að öryggi allra sjúklinga sé tryggt?„Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga. Ég myndi ekki hafa aðgang að því einu sinni til að segja slíkt eða forsendur.“„Forstjóri Landspítalans og yfirlæknar segja að það sé ekki tryggt.“„Þá verðum við að taka hans orð en við höfum bent á leiðir til að hafa samvinnu að vinna úr því svo að þær aðstæður skapist ekki,“ segir Katrín. Landlæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann vildi að ríkisstjórnin stöðvaði verkfallsaðgerðirnar með lagasetningu. Það hugnast heilbrigðisráðherra illa. „Það er orðið eitthvað bogið við hlutina ef við þurfum lög á Íslandi til þess að gefa fyrirmæli um það að okkar veikasta fólki sé sinnt, það er einhver veruleiki sem mér hugnast ekki,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.„En er það ekki veruleikinn sem við búum við?“„Það liggur fyrir að verkfallið hefur gengið svona stóráfallalaust fyrir sig þar til nú að það reynir á undanþágur sem virðast stoppa hjá einu stéttarfélagi. Það er, svo ég segi það bara, orðið mjög hart ef það þarf að setja lög sérstaklega vegna þess að ein undanþágunefnd vinnur með einhverjum allt öðrum hætti en einhverjar aðrar,“ segir Kristján. Verkfall 2016 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. Heilbrigðisráðherra segir það hræðilegt ef veruleikinn er sá að gefa þurfi fyrirmæli frá stjórnvöldum um að okkar veikasta fólki sé sinnt. Landlæknir óskaði í vikunni eftir ástandslýsingu frá heilbrigðisstofnunum af áhrifum verkfallanna. Í svari frá Landspítalanum kemur er dökk mynd dregin upp. Þar segir meðal annars að raunveruleg hætta sé að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja ef ekki verður endir bundin á verkfallið innan tíðar. Erfitt sé að áætla hversu margir séu með illkynja sjúkdóm þar mörg sýni bíði rannsóknar á meinafræðideild. Þá geti frekari bið leitt til þess að læknanlegt krabbamein verði ólæknanlegt þar sem eftirmeðferð krabbameinssjúklinga er ábótavant. Félag geislafræðinga er sérstaklega tekið fyrir í svari Landspítalans. Fulltrúi félagsins í undanþágunefndinni er sagður starfa með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa. Það endurspeglist meðal annars í afgreiðslu undanþágubeiðna og stirðari samskiptum. Þar af leiðandi er mjög erfitt að tryggja öryggi sjúklinga.Ber ykkur ekki siðferðisleg skylda til að tryggja öryggi sjúklinga?„Við erum í löglegu verkfalli. Við erum tilbúin til að koma að og finna leiðir og höfum gert það ítrekað. Við höfum bent á lausnir, við höfum unnið við kúfa á spítalanum með okkar leiðum. Svo hverfa menn alltaf frá því aftur virðist vera. Við veitum undanþágur. Ég veit eiginlega ekki hvað meira við getum lagt meira af mörkum í því máli, ég verð bara að segja eins og er,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga.Getur þú fullyrt að öryggi allra sjúklinga sé tryggt?„Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga. Ég myndi ekki hafa aðgang að því einu sinni til að segja slíkt eða forsendur.“„Forstjóri Landspítalans og yfirlæknar segja að það sé ekki tryggt.“„Þá verðum við að taka hans orð en við höfum bent á leiðir til að hafa samvinnu að vinna úr því svo að þær aðstæður skapist ekki,“ segir Katrín. Landlæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann vildi að ríkisstjórnin stöðvaði verkfallsaðgerðirnar með lagasetningu. Það hugnast heilbrigðisráðherra illa. „Það er orðið eitthvað bogið við hlutina ef við þurfum lög á Íslandi til þess að gefa fyrirmæli um það að okkar veikasta fólki sé sinnt, það er einhver veruleiki sem mér hugnast ekki,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.„En er það ekki veruleikinn sem við búum við?“„Það liggur fyrir að verkfallið hefur gengið svona stóráfallalaust fyrir sig þar til nú að það reynir á undanþágur sem virðast stoppa hjá einu stéttarfélagi. Það er, svo ég segi það bara, orðið mjög hart ef það þarf að setja lög sérstaklega vegna þess að ein undanþágunefnd vinnur með einhverjum allt öðrum hætti en einhverjar aðrar,“ segir Kristján.
Verkfall 2016 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira