Miðaldra karlmenn elska Eurovision Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. maí 2015 14:22 Áhugi Íslendinga á Eurovision á sér varla hliðstæðu. vísir/getty Nú er ein stærsta sjónvarpsvika landsins gengin í garð. Enginn dagskrárliður er með meira áhorf í íslensku sjónvarpi en Eurovision-keppnin þrátt fyrir að Áramótaskaupið sé þar mjög nærri, ef miðað er við tölur frá síðasta ári. Meðaláhorf á Eurovision í fyrra var um 70 prósent en uppsafnað áhorf um 83 prósent. H:N markaðssamskipti tók saman athyglisverðar upplýsingar um áhorfið á keppnina í fyrra. Þar kemur fram að 73 prósent ungra kvenna á aldrinum 12-30 ára fylgdust með þegar mest lét. Karlmenn á aldrinum 55-70 ára voru þó fjölmennari, því alls söfnuðust 83 prósent þeirra við skjáinn. Konur á aldrinum 30-45 ára náðu ekki að trompa karlahópinn en þær náðu mest samanlagt 77 prósenta áhorfi, sem þó engu að síður er mjög mikið áhorf.vísir/h:n markaðssamskiptiTil samanburðar má rifja upp að áhorf á einn af þýðingarmeiri knattspyrnuleikjum íslenska karlalandsliðsins, leik Króatíu og Íslands haustið 2013, var 54 prósent. Ef vinsældir Eurovision á Íslandi eru settar í samhengi má nefna að 114 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á úrslitaleik Ofurskálarinnar (e.Superbowl) í ár. Það þýðir að meðaláhorf var um 35 prósent. Ef sami áhugi væri fyrir Ofurskálinni í Bandaríkjunum og fyrir Eurovision á Íslandi hefðu tæplega 230 milljónir Bandaríkjamanna setið límdar við skjáinn. Áhorfstölurnar eru unnar upp úr fjölmiðlamælingum Gallup á Íslandi og birtar með góðfúslegu leyfi þeirra.Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér. Eurovision Tengdar fréttir Stíf partýhöld frá klukkan fimm: Heimagerður fáni skylda "Ég er gjörsamlega djúpt sokkinn fyrir mörgum árum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. 20. maí 2015 11:30 Finnsku Eurovision-fararnir: „Við reyndum að gera allt rétt“ Pertti Kurikka, forsprakki PKN, segir meðlimi sveitarinnar hafa gert sitt besta í gærkvöldi. 20. maí 2015 13:05 „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00 Eurovision-uppskriftir: Ljúffeng ídýfa og súkkulaðimús Einfalt og fljótlegt og tilvalið í Eurovision-partýið. 20. maí 2015 10:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Nú er ein stærsta sjónvarpsvika landsins gengin í garð. Enginn dagskrárliður er með meira áhorf í íslensku sjónvarpi en Eurovision-keppnin þrátt fyrir að Áramótaskaupið sé þar mjög nærri, ef miðað er við tölur frá síðasta ári. Meðaláhorf á Eurovision í fyrra var um 70 prósent en uppsafnað áhorf um 83 prósent. H:N markaðssamskipti tók saman athyglisverðar upplýsingar um áhorfið á keppnina í fyrra. Þar kemur fram að 73 prósent ungra kvenna á aldrinum 12-30 ára fylgdust með þegar mest lét. Karlmenn á aldrinum 55-70 ára voru þó fjölmennari, því alls söfnuðust 83 prósent þeirra við skjáinn. Konur á aldrinum 30-45 ára náðu ekki að trompa karlahópinn en þær náðu mest samanlagt 77 prósenta áhorfi, sem þó engu að síður er mjög mikið áhorf.vísir/h:n markaðssamskiptiTil samanburðar má rifja upp að áhorf á einn af þýðingarmeiri knattspyrnuleikjum íslenska karlalandsliðsins, leik Króatíu og Íslands haustið 2013, var 54 prósent. Ef vinsældir Eurovision á Íslandi eru settar í samhengi má nefna að 114 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á úrslitaleik Ofurskálarinnar (e.Superbowl) í ár. Það þýðir að meðaláhorf var um 35 prósent. Ef sami áhugi væri fyrir Ofurskálinni í Bandaríkjunum og fyrir Eurovision á Íslandi hefðu tæplega 230 milljónir Bandaríkjamanna setið límdar við skjáinn. Áhorfstölurnar eru unnar upp úr fjölmiðlamælingum Gallup á Íslandi og birtar með góðfúslegu leyfi þeirra.Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.
Eurovision Tengdar fréttir Stíf partýhöld frá klukkan fimm: Heimagerður fáni skylda "Ég er gjörsamlega djúpt sokkinn fyrir mörgum árum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. 20. maí 2015 11:30 Finnsku Eurovision-fararnir: „Við reyndum að gera allt rétt“ Pertti Kurikka, forsprakki PKN, segir meðlimi sveitarinnar hafa gert sitt besta í gærkvöldi. 20. maí 2015 13:05 „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00 Eurovision-uppskriftir: Ljúffeng ídýfa og súkkulaðimús Einfalt og fljótlegt og tilvalið í Eurovision-partýið. 20. maí 2015 10:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Stíf partýhöld frá klukkan fimm: Heimagerður fáni skylda "Ég er gjörsamlega djúpt sokkinn fyrir mörgum árum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. 20. maí 2015 11:30
Finnsku Eurovision-fararnir: „Við reyndum að gera allt rétt“ Pertti Kurikka, forsprakki PKN, segir meðlimi sveitarinnar hafa gert sitt besta í gærkvöldi. 20. maí 2015 13:05
„Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00
Eurovision-uppskriftir: Ljúffeng ídýfa og súkkulaðimús Einfalt og fljótlegt og tilvalið í Eurovision-partýið. 20. maí 2015 10:00