Erlent

ISIS ræður yfir um helming landsvæðis Sýrlands

Atli Ísleifsson skrifar
Forna borgin Palmyra er á heimsminjaskrá UNESCO.
Forna borgin Palmyra er á heimsminjaskrá UNESCO. Vísir/AFP
Hryðjuverkasamtökin ISIS ráða nú yfir rúmlega helmingi af landsvæði Sýrlands eftir að hafa náð tökum á fornu borginni Palmyra. Þetta er mat mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights.

Rúmlega hundrað sýrlenskir hermenn féllu í átökum við ISIS-liða í og í kringum Palmyra í nótt.

Palmyra er að finna á heimsminjaskrá UNESCO og er óttast að ISIS-liðar muni vinna skemmdir á eða eyðileggja borgina. ISIS-liðar hafa unnið skipulega að því að eyðileggja fornminjar á þeim svæðum þar sem samtökin hafa sótt fram.

Enn hafa ekki borist fréttir af því að þeir hafi byrjað að eyðileggja fornminjarnar.


Tengdar fréttir

Óttast um fornminjarnar

Vígasveitir Íslamska ríkisins náðu á sitt vald hluta bæjarins Palmyra.

Liðsmenn ISIS komnir inn í Palmyra

Palmyra er að finna á heimsminjaskrá UNESCO og er óttast að ISIS-liðar muni vinna skemmdir á eða eyðileggja borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×