Harkaleg átök og ásakanir á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2015 13:07 vísir/valli Forsætisráðherra gagnrýndi málþóf stjórnarandstöðunnar harðlega á Alþingi í morgun sem og ummæli einstakra þingmanna um aðra þingmenn á opinberum vettvangi. Stjórnarandstaðan sakar hins vegar stjórnarliða um vankunnáttu á málefnum rammaáætlunar og heldur áfram að ræða fundarstjórn forseta á Alþingi. Umræður um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um virkjanakosti stóð til að verða klukkan tvö síðast liðna nótt og verður framhaldið fimmta daginn í röð í dag. Stjórnarandstaðan hefur teygt á umræðunni með löngum athugasemdum um fundarstjórn forseta og þannig hófst einnig þingfundur klukkan tíu í morgun. „Ég er ekki hrifin af aðgerðum eins og þessum. En þetta er eina leiðin sem við höfum og við verðum hérna áfram,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og lýsti vel stemmingunni í þingsalnum En ummæli utan ræðustóls Alþingis hafa einnig mikil áhrif á umræðuna, eins og þau ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fjölmiðlum að virkjanamálin tengdust stöðunni á vinnumarkaðnum. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra sagði forystumenn Samtaka atvinnulífsins og ASÍ ekki kannast við þetta. „Það hefði ekki einu sinni komið upp. Þannig að forsætisráðherra hæstvirtur sagði okkur ósatt hér í þingsal um ástæðuna fyrir því að þetta væri forgangsmál ríkisstjórnarinnar,“ sagði Katrín. Svandís Svavarsdóttir þingflokkasformaður Vinstri grænna sagði mikið óráð að halda umræðum um rammaáætlun áfram á þinginu og bað forseta að íhuga að taka málið af dagskrá. „Það hefur nú komið í ljós við umræðuna og umræður um fundarstjórn forseta undanfarna daga mjög víðtæk vanþekking stjórnarliða á bæði innihaldi, efnisþáttum og formi máls,“ sagði Svandís.Forsætisráðherra sakar þingmenn um ókurteisi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stjórnarandstöðuna hafa slegið ýmis met í umræðunni. „Stjórnarandstaðan hefur í þessari umræðu, bara þessari umræðu, á rúmri viku haldið 783 ræður um fundarstjórn forseta. Annað eins hefur aldrei sést áður (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti annað eins hefur aldrei sést áður,“ sagði Sigmundur Davíð. Og forsætisráðherra lýsti óánægju sinni með opinberar umræður þingmanna um veikindi eða meinta drykkju Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns Framsóknarflokksins, án þess þó að nefna hann á nafn, í alþjóðlegu flugi nýlega. En þingmaðurinn fór í veikindafrí frá þingstörfum í dag. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaðurhafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra. Og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra reyndi einnig að blanda sér í umræðuna um fundarstjórn forseta. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel, ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýndi málþóf stjórnarandstöðunnar harðlega á Alþingi í morgun sem og ummæli einstakra þingmanna um aðra þingmenn á opinberum vettvangi. Stjórnarandstaðan sakar hins vegar stjórnarliða um vankunnáttu á málefnum rammaáætlunar og heldur áfram að ræða fundarstjórn forseta á Alþingi. Umræður um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um virkjanakosti stóð til að verða klukkan tvö síðast liðna nótt og verður framhaldið fimmta daginn í röð í dag. Stjórnarandstaðan hefur teygt á umræðunni með löngum athugasemdum um fundarstjórn forseta og þannig hófst einnig þingfundur klukkan tíu í morgun. „Ég er ekki hrifin af aðgerðum eins og þessum. En þetta er eina leiðin sem við höfum og við verðum hérna áfram,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og lýsti vel stemmingunni í þingsalnum En ummæli utan ræðustóls Alþingis hafa einnig mikil áhrif á umræðuna, eins og þau ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fjölmiðlum að virkjanamálin tengdust stöðunni á vinnumarkaðnum. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra sagði forystumenn Samtaka atvinnulífsins og ASÍ ekki kannast við þetta. „Það hefði ekki einu sinni komið upp. Þannig að forsætisráðherra hæstvirtur sagði okkur ósatt hér í þingsal um ástæðuna fyrir því að þetta væri forgangsmál ríkisstjórnarinnar,“ sagði Katrín. Svandís Svavarsdóttir þingflokkasformaður Vinstri grænna sagði mikið óráð að halda umræðum um rammaáætlun áfram á þinginu og bað forseta að íhuga að taka málið af dagskrá. „Það hefur nú komið í ljós við umræðuna og umræður um fundarstjórn forseta undanfarna daga mjög víðtæk vanþekking stjórnarliða á bæði innihaldi, efnisþáttum og formi máls,“ sagði Svandís.Forsætisráðherra sakar þingmenn um ókurteisi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stjórnarandstöðuna hafa slegið ýmis met í umræðunni. „Stjórnarandstaðan hefur í þessari umræðu, bara þessari umræðu, á rúmri viku haldið 783 ræður um fundarstjórn forseta. Annað eins hefur aldrei sést áður (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti annað eins hefur aldrei sést áður,“ sagði Sigmundur Davíð. Og forsætisráðherra lýsti óánægju sinni með opinberar umræður þingmanna um veikindi eða meinta drykkju Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns Framsóknarflokksins, án þess þó að nefna hann á nafn, í alþjóðlegu flugi nýlega. En þingmaðurinn fór í veikindafrí frá þingstörfum í dag. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaðurhafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra. Og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra reyndi einnig að blanda sér í umræðuna um fundarstjórn forseta. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel, ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira