Hlutu tæpa milljón í stuttmyndahugmyndakeppni í Cannes Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. maí 2015 15:25 Anna Sæunn, Eva Sigurðardóttir, Þóra Hilmarsdóttir, Snjólaug Lúðvíksdóttir og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir sem mun sjá um búninga og leikmynd. „Við erum náttúrulega í skýjunum,“ segir Anna Sæunn Ólafsdóttir. Hún, ásamt þremur öðrum, stendur að baki undirbúning á stuttmyndinni Frelsun (e. Salvation). Hugmyndin bar sigur úr bítum í keppni sem haldin er úti í Cannes og fær að launum fimmþúsund evrur. Auk Önnu kemur Eva Sigurðardóttir að framleiðslu en Eva á og rekur framleiðslufyrirtækið Askja films. Snjólaug Lúðvíksdóttir skrifar handritið að myndinni ásamt leikstjóranum Þóru Hilmarsdóttur. Stuttmynd Þóru, Sub Rosa, var til að mynda tilnefnd til Edduverðlauna. „Þú hefur sumsé tvær mínútur til að selja hugmyndina þína. Í kjölfarið var haldin netkosning milli tuttugu hugmynda og efstu fimm hugmyndirnar fóru fyrir sérstaka dómnefnd sem skar úr um sigurvegara,“ segir Anna. Keppnin er haldin samhliða Cannes-hátíðinni af fyrirtæki sem heitir Shorts.TV og sérhæfir sig í stuttmyndum. Aðspurð segir Anna að stefnt sé að því að hefja gerð myndarinnar í vetur en enn sé ekki komin nákvæm tímasetning á það. Hægt er að sjá upptöku af söluræðu Önnu hér að neðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tilnefningar til Eddunnar 2015: París norðursins og Vonarstræti með tólf Edduverðlaunin verða afhend laugardaginn 21.febrúar 2015 3. febrúar 2015 14:15 Drungaleg stikla úr Sub Rosa Íslenska stuttmyndin er komin inn á nokkrar, alþjóðlega hátíðir. 4. júlí 2014 16:15 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Við erum náttúrulega í skýjunum,“ segir Anna Sæunn Ólafsdóttir. Hún, ásamt þremur öðrum, stendur að baki undirbúning á stuttmyndinni Frelsun (e. Salvation). Hugmyndin bar sigur úr bítum í keppni sem haldin er úti í Cannes og fær að launum fimmþúsund evrur. Auk Önnu kemur Eva Sigurðardóttir að framleiðslu en Eva á og rekur framleiðslufyrirtækið Askja films. Snjólaug Lúðvíksdóttir skrifar handritið að myndinni ásamt leikstjóranum Þóru Hilmarsdóttur. Stuttmynd Þóru, Sub Rosa, var til að mynda tilnefnd til Edduverðlauna. „Þú hefur sumsé tvær mínútur til að selja hugmyndina þína. Í kjölfarið var haldin netkosning milli tuttugu hugmynda og efstu fimm hugmyndirnar fóru fyrir sérstaka dómnefnd sem skar úr um sigurvegara,“ segir Anna. Keppnin er haldin samhliða Cannes-hátíðinni af fyrirtæki sem heitir Shorts.TV og sérhæfir sig í stuttmyndum. Aðspurð segir Anna að stefnt sé að því að hefja gerð myndarinnar í vetur en enn sé ekki komin nákvæm tímasetning á það. Hægt er að sjá upptöku af söluræðu Önnu hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tilnefningar til Eddunnar 2015: París norðursins og Vonarstræti með tólf Edduverðlaunin verða afhend laugardaginn 21.febrúar 2015 3. febrúar 2015 14:15 Drungaleg stikla úr Sub Rosa Íslenska stuttmyndin er komin inn á nokkrar, alþjóðlega hátíðir. 4. júlí 2014 16:15 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Tilnefningar til Eddunnar 2015: París norðursins og Vonarstræti með tólf Edduverðlaunin verða afhend laugardaginn 21.febrúar 2015 3. febrúar 2015 14:15
Drungaleg stikla úr Sub Rosa Íslenska stuttmyndin er komin inn á nokkrar, alþjóðlega hátíðir. 4. júlí 2014 16:15