Auk Önnu kemur Eva Sigurðardóttir að framleiðslu en Eva á og rekur framleiðslufyrirtækið Askja films. Snjólaug Lúðvíksdóttir skrifar handritið að myndinni ásamt leikstjóranum Þóru Hilmarsdóttur. Stuttmynd Þóru, Sub Rosa, var til að mynda tilnefnd til Edduverðlauna.
„Þú hefur sumsé tvær mínútur til að selja hugmyndina þína. Í kjölfarið var haldin netkosning milli tuttugu hugmynda og efstu fimm hugmyndirnar fóru fyrir sérstaka dómnefnd sem skar úr um sigurvegara,“ segir Anna. Keppnin er haldin samhliða Cannes-hátíðinni af fyrirtæki sem heitir Shorts.TV og sérhæfir sig í stuttmyndum.
Aðspurð segir Anna að stefnt sé að því að hefja gerð myndarinnar í vetur en enn sé ekki komin nákvæm tímasetning á það. Hægt er að sjá upptöku af söluræðu Önnu hér að neðan.