Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 22. maí 2015 11:44 Ráðherrar voru kallaðir af ríkisstjórnarfundi til að greiða atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun, þar sem of fáir stjórnarliðar voru í þingsalnum til að fella tillöguna. Stjórnarandstaðan sagði úrræðalausa stjórnarflokkana hafna þeim bjarghringi sem kastað hafi verið til þeirra. Þingfundur stóð framundir klukkan eitt í gærkvöldi og hófst á kunnuglegum nótum klukkan tíu í morgun. Stjórnarandstaðan lagði fram í upphafi þingfundar tillögu um breytingu á röð mála á dagskrá fundarins, þannig að umræður um fjölgun virkjanakosta yrði færð aftur fyrir sérstakar umræður um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs og fleiri mál. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, sagðist fyrir atkvæðagreiðsluna vita hvernig hún myndi fara en skoraði samt á stjórnarliða að greiða atkvæði með dagskrártillögu minnihlutans. „Frekar en að hanga hér enn einn daginn í þessu svaði sem við erum komin í. Með því að hafna þessari dagskrártillögu þá er meirihlutinn búinn að sýna það að hann vill frekar sjálfur halda þessu þingi þar sem það hefur verið síðast liðnar tvær vikur,“ sagði Helgi Hrafn. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að sátt um virkjanamálin og um leið dagskrármál Alþingis næðist ekki með atkvæðagreiðslum í þingsal. Menn yrðu að setjast að samningum til að ná árangri. „Við erum búin að tala okkur hás og ganga á okkur blöðrur til að komast hingað upp í púltið. Dag eftir dag og kvöld eftir kvöld. Allir bera sig vel og segja að þreyta sé ekki farin að segja til sín. En auðvitað er þetta bara ömurlega leiðinlegt. Þetta er þreytandi og þetta er auðvitað ekki það sem við viljum. Ekkert okkar,“ sagði Ásmundur. Þegar kom til atkvæðagreiðslunnar um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar gerði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tíu mínútna hlé þar sem ekki voru nógu margir stjórnarliðar í þingsalnum og því hætt við að tillaga stjórnarandstöðunnar yrði samþykkt. Meðal annars voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að greiða atkvæði. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í atkvæðaskýringu að dagskrártillagan væri bjarghringur til stjórnarmeirihlutans. „Og ég óska stjórnarmeirihlutanum til hamingju með að hafa tekist að krafsa nógu mörgum þingmönnum hingað inn í salinn til þess að eyðileggja fyrir sér þann bjarghring. Eitt er það að ofstopamenn í meirihluta atvinnuveganefndar skuli hafa fundið það hjá sér að reyna að niðurlægja umhverfisráðherra Framsóknarflokksins. Annað er það undur að þeir skuli fá tilstyrk frá forystu Framsóknarflokksins í því verki,“ sagði Árni Páll. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði tíma til kominn að þingmenn létu af þrátefli um virkjanamálin og færu að ræða stöðuna á vinnumarkaðnum sem stjórnarmeirihlutinn forðaðist að ræða. „Og af hverju er það herra forseti? Er það kannski af því að það eru engar lausnir að koma frá stjórnvöldum? Af því það er orðið pínlegt sú bið sem við sjáum eftir öllum þeim útspilum sem stjórnvöld höfðu áður boðað inn í þessar viðræður? Er það ekki orðið dálítið pínlegt,“ spurði Katrín Jakobsdóttir við atkvæðagreiðsluna. Alþingi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Ráðherrar voru kallaðir af ríkisstjórnarfundi til að greiða atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun, þar sem of fáir stjórnarliðar voru í þingsalnum til að fella tillöguna. Stjórnarandstaðan sagði úrræðalausa stjórnarflokkana hafna þeim bjarghringi sem kastað hafi verið til þeirra. Þingfundur stóð framundir klukkan eitt í gærkvöldi og hófst á kunnuglegum nótum klukkan tíu í morgun. Stjórnarandstaðan lagði fram í upphafi þingfundar tillögu um breytingu á röð mála á dagskrá fundarins, þannig að umræður um fjölgun virkjanakosta yrði færð aftur fyrir sérstakar umræður um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs og fleiri mál. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, sagðist fyrir atkvæðagreiðsluna vita hvernig hún myndi fara en skoraði samt á stjórnarliða að greiða atkvæði með dagskrártillögu minnihlutans. „Frekar en að hanga hér enn einn daginn í þessu svaði sem við erum komin í. Með því að hafna þessari dagskrártillögu þá er meirihlutinn búinn að sýna það að hann vill frekar sjálfur halda þessu þingi þar sem það hefur verið síðast liðnar tvær vikur,“ sagði Helgi Hrafn. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að sátt um virkjanamálin og um leið dagskrármál Alþingis næðist ekki með atkvæðagreiðslum í þingsal. Menn yrðu að setjast að samningum til að ná árangri. „Við erum búin að tala okkur hás og ganga á okkur blöðrur til að komast hingað upp í púltið. Dag eftir dag og kvöld eftir kvöld. Allir bera sig vel og segja að þreyta sé ekki farin að segja til sín. En auðvitað er þetta bara ömurlega leiðinlegt. Þetta er þreytandi og þetta er auðvitað ekki það sem við viljum. Ekkert okkar,“ sagði Ásmundur. Þegar kom til atkvæðagreiðslunnar um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar gerði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tíu mínútna hlé þar sem ekki voru nógu margir stjórnarliðar í þingsalnum og því hætt við að tillaga stjórnarandstöðunnar yrði samþykkt. Meðal annars voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að greiða atkvæði. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í atkvæðaskýringu að dagskrártillagan væri bjarghringur til stjórnarmeirihlutans. „Og ég óska stjórnarmeirihlutanum til hamingju með að hafa tekist að krafsa nógu mörgum þingmönnum hingað inn í salinn til þess að eyðileggja fyrir sér þann bjarghring. Eitt er það að ofstopamenn í meirihluta atvinnuveganefndar skuli hafa fundið það hjá sér að reyna að niðurlægja umhverfisráðherra Framsóknarflokksins. Annað er það undur að þeir skuli fá tilstyrk frá forystu Framsóknarflokksins í því verki,“ sagði Árni Páll. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði tíma til kominn að þingmenn létu af þrátefli um virkjanamálin og færu að ræða stöðuna á vinnumarkaðnum sem stjórnarmeirihlutinn forðaðist að ræða. „Og af hverju er það herra forseti? Er það kannski af því að það eru engar lausnir að koma frá stjórnvöldum? Af því það er orðið pínlegt sú bið sem við sjáum eftir öllum þeim útspilum sem stjórnvöld höfðu áður boðað inn í þessar viðræður? Er það ekki orðið dálítið pínlegt,“ spurði Katrín Jakobsdóttir við atkvæðagreiðsluna.
Alþingi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira