Skúli Alexandersson látinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. maí 2015 13:26 Skúli Alexandersson mynd/vefur alþingis Skúli Alexandersson, fyrrverandi alþingismaður, lést á Landspítalanum í Reykjavík síðastliðinn laugardag af völdum hjartaáfalls. Hann var 88 ára að aldri. Skúli var fæddur í Kjós, inn af Djúpuvík í Reykjarfirði á Ströndum, 9. sept. 1926. Foreldrar hans voru Alexander Árnason, bóndi þar, og kona hans, Sveinsína Ágústsdóttir húsfreyja. Hann lauk héraðsskólaprófi í Reykjanesi árið 1942, prófi frá Samvinnuskólanum árið 1950 og námi í framhaldsdeild Samvinnuskólans 1951. Var Skúli síðan veturinn eftir verslunarmaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki en féllst þá á fyrir bænastað vinar síns að koma á Hellissand og vinna þar tímabundið í Kaupfélaginu. Varð það upphaf að meira en 60 ára búsetu hans á Hellissandi, eða allt til þess að hann fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Við Kaupfélagið á Sandi starfaði Skúli til ársins 1955, rak útgerð frá 1954–1969 og var framkvæmdastjóri Jökuls hf. á Hellissandi frá árinu 1961, allt þar til því félagi var slitið um þremur áratugum síðar. Skúli Alexandersson varð þegar á ungum aldri róttækur í skoðunum og skipaði sér í sveit með sósíalistum og síðar Alþýðubandalaginu. Hann var oddviti Neshrepps utan Ennis 1954–1966, 1970–1974 og 1978–1981. Skúli var skipaður í stjórn landshafnar í Rifi, flugráð og stjórn Sementsverksmiðjunnar, svo fátt eitt sé talið af opinberum störfum hans. Þá kom hann enn fremur að undirbúningi að stofnun þjóðgarðs undir Jökli. Skúli Alexandersson varð varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi við kosningarnar 1971 og sat alloft á þingi sem slíkur, allt þar til hann var kosinn alþingismaður í vetrarkosningunum 1979. Sat hann þá samfellt til ársins 1991; sat á 19 löggjafarþingum alls. Í þingstörfum kom Skúli víða við en mest sinnti hann málefnum sjávarútvegs og samgöngumálum. Hafði hann mikla þekkingu á sjávarútvegi, enda sprottinn úr þannig jarðvegi og útgerð og vinnsla helsta viðfangsefni hans á Hellissandi. Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Skúli Alexandersson, fyrrverandi alþingismaður, lést á Landspítalanum í Reykjavík síðastliðinn laugardag af völdum hjartaáfalls. Hann var 88 ára að aldri. Skúli var fæddur í Kjós, inn af Djúpuvík í Reykjarfirði á Ströndum, 9. sept. 1926. Foreldrar hans voru Alexander Árnason, bóndi þar, og kona hans, Sveinsína Ágústsdóttir húsfreyja. Hann lauk héraðsskólaprófi í Reykjanesi árið 1942, prófi frá Samvinnuskólanum árið 1950 og námi í framhaldsdeild Samvinnuskólans 1951. Var Skúli síðan veturinn eftir verslunarmaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki en féllst þá á fyrir bænastað vinar síns að koma á Hellissand og vinna þar tímabundið í Kaupfélaginu. Varð það upphaf að meira en 60 ára búsetu hans á Hellissandi, eða allt til þess að hann fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Við Kaupfélagið á Sandi starfaði Skúli til ársins 1955, rak útgerð frá 1954–1969 og var framkvæmdastjóri Jökuls hf. á Hellissandi frá árinu 1961, allt þar til því félagi var slitið um þremur áratugum síðar. Skúli Alexandersson varð þegar á ungum aldri róttækur í skoðunum og skipaði sér í sveit með sósíalistum og síðar Alþýðubandalaginu. Hann var oddviti Neshrepps utan Ennis 1954–1966, 1970–1974 og 1978–1981. Skúli var skipaður í stjórn landshafnar í Rifi, flugráð og stjórn Sementsverksmiðjunnar, svo fátt eitt sé talið af opinberum störfum hans. Þá kom hann enn fremur að undirbúningi að stofnun þjóðgarðs undir Jökli. Skúli Alexandersson varð varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi við kosningarnar 1971 og sat alloft á þingi sem slíkur, allt þar til hann var kosinn alþingismaður í vetrarkosningunum 1979. Sat hann þá samfellt til ársins 1991; sat á 19 löggjafarþingum alls. Í þingstörfum kom Skúli víða við en mest sinnti hann málefnum sjávarútvegs og samgöngumálum. Hafði hann mikla þekkingu á sjávarútvegi, enda sprottinn úr þannig jarðvegi og útgerð og vinnsla helsta viðfangsefni hans á Hellissandi.
Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira