Ný Ölfusárbrú víkur fyrir breiðari Suðurlandsvegi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2015 20:20 Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt samgönguáætlun næstu fjögurra ára, sem birt var á Alþingi í dag. Þar er jafnframt boðuð tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar. Vestfirðir fá næstu jarðgöng, byrjað verður á Dýrafjarðargöngum árið 2017 og sama ár á endurbyggingu Dynjandisheiðar. Farið verður í Bjarnarfjarðaháls á Ströndum á þessu ári og stefnt á að hefja vegagerð um Teigsskóg fyrir lok næsta árs, fáist tilskilin leyfi. Norðanlands verða stærstu verkin jarðgöng á Bakka og Dettifossvegur. Suðaustanlands á að ljúka veginum um Berufjarðarbotn og byrjað verður á brúarsmíði yfir Hornafjarðarfljót árið 2017. Sunnan- og suðvestanlands verður Reykjavegur í Árnessýslu byggður upp á næsta ári, einnig vegirnir um Uxahryggi og Kjósarskarð og þá er ákveðið að breikka veginn milli Hveragerðis og Selfoss. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Árborgar sé afar mikilvæg framkvæmd sem muni skipta verulegu máli.Fyrirhuguð brú yfir Ölfusá við Selfoss hefur verið færð aftar í röðina og er ekki lengur á áætlun næstu fjögurra ára; breikkun vegarins um Ölfus er komin fram fyrir. „Það er nú ekki síður vegna óskar heimamanna sem við gerum það. Sú framkvæmd er líka tilbúin þannig að við getum farið af stað með það sem fyrst,“ segir Ólöf. Hringvegurinn um Ölfus verður þó ekki 2+2 vegur, eins og áður var ráðgert, heldur 2+1 vegur, að sögn ráðherra. Samskonar leið er valin og við endurbætur vegarins um Hellisheiði og Kamba, skilið á milli akreina með vegriði en þeim möguleika haldið opnum að bæta við fjórðu akrein síðar.Vegagerðin bauð í gær út stærsta verkið á Reykjavíkursvæðinu, sem er framlenging Arnarnesvegar um tvo kílómetra í austurjaðri Kópavogs milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar. Loks má nefna að lokaáfanginn í tvöföldun Reykjanesbrautar, níu kílómetra langur kafli frá Hafnarfirði og suður fyrir Straumsvík, er kominn á dagskrá árið 2018. Alþingi Teigsskógur Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. 31. janúar 2015 20:37 Deilur um Hornafjarðarveg Lögfræðingur Vegagerðarinnar segir tillögur hóps bænda og landeigenda í Nesjum um vegstæði yfir Hornafjarðarfljót ekki samræmast markmiðum framkvæmdarinnar um umferðaröryggi og styttingu hringvegarins. Hópur bænda og landeigenda í Nesjum hefur stefnt íslenska ríkinu og Vegagerðinni og lagt fram eigin tillögur að lagningu vegarins. 12. ágúst 2007 12:13 Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30 Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt samgönguáætlun næstu fjögurra ára, sem birt var á Alþingi í dag. Þar er jafnframt boðuð tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar. Vestfirðir fá næstu jarðgöng, byrjað verður á Dýrafjarðargöngum árið 2017 og sama ár á endurbyggingu Dynjandisheiðar. Farið verður í Bjarnarfjarðaháls á Ströndum á þessu ári og stefnt á að hefja vegagerð um Teigsskóg fyrir lok næsta árs, fáist tilskilin leyfi. Norðanlands verða stærstu verkin jarðgöng á Bakka og Dettifossvegur. Suðaustanlands á að ljúka veginum um Berufjarðarbotn og byrjað verður á brúarsmíði yfir Hornafjarðarfljót árið 2017. Sunnan- og suðvestanlands verður Reykjavegur í Árnessýslu byggður upp á næsta ári, einnig vegirnir um Uxahryggi og Kjósarskarð og þá er ákveðið að breikka veginn milli Hveragerðis og Selfoss. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Árborgar sé afar mikilvæg framkvæmd sem muni skipta verulegu máli.Fyrirhuguð brú yfir Ölfusá við Selfoss hefur verið færð aftar í röðina og er ekki lengur á áætlun næstu fjögurra ára; breikkun vegarins um Ölfus er komin fram fyrir. „Það er nú ekki síður vegna óskar heimamanna sem við gerum það. Sú framkvæmd er líka tilbúin þannig að við getum farið af stað með það sem fyrst,“ segir Ólöf. Hringvegurinn um Ölfus verður þó ekki 2+2 vegur, eins og áður var ráðgert, heldur 2+1 vegur, að sögn ráðherra. Samskonar leið er valin og við endurbætur vegarins um Hellisheiði og Kamba, skilið á milli akreina með vegriði en þeim möguleika haldið opnum að bæta við fjórðu akrein síðar.Vegagerðin bauð í gær út stærsta verkið á Reykjavíkursvæðinu, sem er framlenging Arnarnesvegar um tvo kílómetra í austurjaðri Kópavogs milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar. Loks má nefna að lokaáfanginn í tvöföldun Reykjanesbrautar, níu kílómetra langur kafli frá Hafnarfirði og suður fyrir Straumsvík, er kominn á dagskrá árið 2018.
Alþingi Teigsskógur Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. 31. janúar 2015 20:37 Deilur um Hornafjarðarveg Lögfræðingur Vegagerðarinnar segir tillögur hóps bænda og landeigenda í Nesjum um vegstæði yfir Hornafjarðarfljót ekki samræmast markmiðum framkvæmdarinnar um umferðaröryggi og styttingu hringvegarins. Hópur bænda og landeigenda í Nesjum hefur stefnt íslenska ríkinu og Vegagerðinni og lagt fram eigin tillögur að lagningu vegarins. 12. ágúst 2007 12:13 Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30 Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. 31. janúar 2015 20:37
Deilur um Hornafjarðarveg Lögfræðingur Vegagerðarinnar segir tillögur hóps bænda og landeigenda í Nesjum um vegstæði yfir Hornafjarðarfljót ekki samræmast markmiðum framkvæmdarinnar um umferðaröryggi og styttingu hringvegarins. Hópur bænda og landeigenda í Nesjum hefur stefnt íslenska ríkinu og Vegagerðinni og lagt fram eigin tillögur að lagningu vegarins. 12. ágúst 2007 12:13
Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30
Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01