Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2015 11:10 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Vísir Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Þetta kemur fram í umsögn bankasýslunnar um frumvarp um sölu og meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í umsögninni kemur ekki fram um hvaða fjármálafyrirtæki var að ræða en forstjóri Bankasýslunnar mótmælti þessum afskiptum ráðuneytisstjórans og taldi þau ekki í samræmi við lög. Upplýsti hann stjórn stofnunarinnar án tafar um afskiptin. Í umsögninni kemur fram að afskipti ráðuneytisstjórans séu „einkum alvarleg í ljósi þess að samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og samþykktum þeirra er það hlutverk kjörinnar stjórnar að skipta með sér verkum og kjósa sér formann, en ekki eigenda nema samþykktir kveði svo á um, og hlutverk stjórnarformanns að boða til stjórnarfunda, en ekki eigenda.“ Segir í umsögninni að ráðuneytinu ætti að vera fullkunnugt um þetta þar sem löggjöf um fjármálafyrirtæki séu á forræði þess. Reynsla Bankasýslunnar af þessum samskiptum sínum við fjármála-og efnahagsráðuneytið sýna „að raunveruleg hætta er á því hjá ráðuneytinu að því reynist erfitt að skilja á milli faglegrar starfsemi og annars konar hagsmunagæslu þegar kemur að málefnum íslenskra fjármálafyrirtækja í eigu ríkissjóðs.“ Því sé það mikilvægt að láta sjálfstæða stofnun halda utan um eigandahlutverk ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem eftirlits- og stefnumótunarhlutverk varðandi fjármálafyrirtæki heyri nú undir fjármálaráðuneyti, líkt og Bankasýslan. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess, en með áframhaldandi starfsemi Bankasýslu ríkisins yrði aðskilnaður tryggður eftir að þessi tvö hlutverk féllu undir sama ráðuneyti,“ segir í umsögn Bankasýslunnar. Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Þetta kemur fram í umsögn bankasýslunnar um frumvarp um sölu og meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í umsögninni kemur ekki fram um hvaða fjármálafyrirtæki var að ræða en forstjóri Bankasýslunnar mótmælti þessum afskiptum ráðuneytisstjórans og taldi þau ekki í samræmi við lög. Upplýsti hann stjórn stofnunarinnar án tafar um afskiptin. Í umsögninni kemur fram að afskipti ráðuneytisstjórans séu „einkum alvarleg í ljósi þess að samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og samþykktum þeirra er það hlutverk kjörinnar stjórnar að skipta með sér verkum og kjósa sér formann, en ekki eigenda nema samþykktir kveði svo á um, og hlutverk stjórnarformanns að boða til stjórnarfunda, en ekki eigenda.“ Segir í umsögninni að ráðuneytinu ætti að vera fullkunnugt um þetta þar sem löggjöf um fjármálafyrirtæki séu á forræði þess. Reynsla Bankasýslunnar af þessum samskiptum sínum við fjármála-og efnahagsráðuneytið sýna „að raunveruleg hætta er á því hjá ráðuneytinu að því reynist erfitt að skilja á milli faglegrar starfsemi og annars konar hagsmunagæslu þegar kemur að málefnum íslenskra fjármálafyrirtækja í eigu ríkissjóðs.“ Því sé það mikilvægt að láta sjálfstæða stofnun halda utan um eigandahlutverk ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem eftirlits- og stefnumótunarhlutverk varðandi fjármálafyrirtæki heyri nú undir fjármálaráðuneyti, líkt og Bankasýslan. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess, en með áframhaldandi starfsemi Bankasýslu ríkisins yrði aðskilnaður tryggður eftir að þessi tvö hlutverk féllu undir sama ráðuneyti,“ segir í umsögn Bankasýslunnar.
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira