Handbolti

Flensburg þýskur bikarmeistari eftir vítakastkeppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lars Kaufmann og Anders Eggert fagna.
Lars Kaufmann og Anders Eggert fagna. vísir/getty
Flensburg er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir sigur á Geir Sveinssyni og lærisveinum hans í Magdeburg í vítakastkeppni. Leikurinn var æsispennandi, en lokatölur urðu 32-21 sigur Flensburg.

Fyrri hálfleikurinn var rosalega spennandi, eins og allur leikurinn, en staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn 11-11.

Í síðari hálfleik virtist Magdeburg vera að klára leikinn, en danski hornamaðurinn Anders Eggert jafnaði metin fyrir Flensburg þegar sjö sekúndur voru eftir.

Staðan 24-24 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Flensburg skoraði eina mark fyrri hálfleiks framlengarinnar og staðan 25-24 þegar síðari hálfleikurinn fór af stað.

Spennan var gífurleg eins og allan leikinn. Staðan þegar tvær mínútur efnir, hnífjöfn 27-27 og þannig urðu lokatölur. Það var ekki önnur framlenging heldur var gripið beint til vítakastkeppni.

Þar reyndust Flensburg sterkari og unnu að lokum 32-21, en Robert Weber, hornamaður Magdeburg, var sá eini sem klikkaði í vítakastkeppninni.

Fyrir leikinn hafði Flensburg tapað fjórum bikarúrslitaleikjum í röð, en þeir náðu að snúa því við gegn Geir og félögum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×