Stjórnarskrárfélagið sendir Sameinuðu þjóðunum bréf um vanefndir ríkisstjórnarinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. maí 2015 08:04 Ný stjórnarskrá var samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu en hefur ekki enn litið dagsins ljós. Vísir/Pjetur Stjórnarskrárfélagið hefur sent Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna bréf til að vekja athygli á vanefndum Alþingis í stjórnarskrármálinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Mannréttindanefndin sendi frá sér álit um breytingar á fiskveiðistjórninni árið 2007 með bindandi tilmælum til ríkisstjórnarinnar. Þar var ríkisstjórn Íslands gert að breyta reglum um fiskveiðstjórn í landinu til að girða fyrir mismunun sem af þeim hljótast og einnig að greiða tveimur sjómönnum sem höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu fyrir nefndinni bætur. Sjómennirnri eru þeir Erlingur Sveinn Haraldsson og Ernir Snævar Sveinsson. Mannréttindanefndin lét hins vegar málið niður falla með bréfi árið 2012 og vísaði til þess að ríkisstjórn Íslands hefði í bréfi árið 2009 gefið fyrirheit um nýja stjórnarskrá með ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu að auki. Sjá einnig: Ósáttar við spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðsluMeginforsenda nefndarinnar reyndist röng „Stjórnarskrárfélagið minnir á að ný stjórnarskrá var samþykkt með 67 prósent atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og ákvæði um auðlindir í þjóðareigu sérstaklega með 83 prósent atkvæða,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi vanefnda Alþingis í stjórnarskrármálinu hvetur Stjórnarskrárfélagið Mannréttindanefndina til að taka málið upp aftur og ítreka fyrri bindandi tilmæli sín til ríkisstjórnarinnar um að breyta fiskveiðistjórninni.“ Stjórnarskrárfélagið hvetur Mannréttindanefnd til að endurskoða málið í ljósi þess að „meginforsenda Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir ákvörðun hennar um að athuga mál þetta ekki frekar samkvæmt málsmeðferð um eftirfylgni“ reynst röng.“ Þetta segir í bréfi félagsins til Mannréttindanefndar. „Við hvetjum því nefndina til að endurskoða mál nr. 1306/2004 og stuðla þar með að því að ríkisstjórn Íslands láti af mannréttindabrotum sínum á sviði fiskveiðistjórnar.“ Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarskráin eina kosningamálið Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. 4. maí 2015 15:36 Sigurður Ingi ræðir makrílfrumvarpið í Umræðunni í kvöld Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra verður gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld strax eftir fréttir. 4. maí 2015 17:11 Tæp 28 þúsund hafa skrifað undir #þjóðareign Grundvallarbreyting á eignarhaldi sem verður í raun ekki afturkölluð segir Jón Steinsson, hagfræðingur. 3. maí 2015 20:58 Vilja að heildarendurskoðun stjórnarskrár verði lokið á 70 ára afmælinu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. 6. mars 2013 14:45 Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. 7. mars 2013 20:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið hefur sent Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna bréf til að vekja athygli á vanefndum Alþingis í stjórnarskrármálinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Mannréttindanefndin sendi frá sér álit um breytingar á fiskveiðistjórninni árið 2007 með bindandi tilmælum til ríkisstjórnarinnar. Þar var ríkisstjórn Íslands gert að breyta reglum um fiskveiðstjórn í landinu til að girða fyrir mismunun sem af þeim hljótast og einnig að greiða tveimur sjómönnum sem höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu fyrir nefndinni bætur. Sjómennirnri eru þeir Erlingur Sveinn Haraldsson og Ernir Snævar Sveinsson. Mannréttindanefndin lét hins vegar málið niður falla með bréfi árið 2012 og vísaði til þess að ríkisstjórn Íslands hefði í bréfi árið 2009 gefið fyrirheit um nýja stjórnarskrá með ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu að auki. Sjá einnig: Ósáttar við spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðsluMeginforsenda nefndarinnar reyndist röng „Stjórnarskrárfélagið minnir á að ný stjórnarskrá var samþykkt með 67 prósent atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og ákvæði um auðlindir í þjóðareigu sérstaklega með 83 prósent atkvæða,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi vanefnda Alþingis í stjórnarskrármálinu hvetur Stjórnarskrárfélagið Mannréttindanefndina til að taka málið upp aftur og ítreka fyrri bindandi tilmæli sín til ríkisstjórnarinnar um að breyta fiskveiðistjórninni.“ Stjórnarskrárfélagið hvetur Mannréttindanefnd til að endurskoða málið í ljósi þess að „meginforsenda Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir ákvörðun hennar um að athuga mál þetta ekki frekar samkvæmt málsmeðferð um eftirfylgni“ reynst röng.“ Þetta segir í bréfi félagsins til Mannréttindanefndar. „Við hvetjum því nefndina til að endurskoða mál nr. 1306/2004 og stuðla þar með að því að ríkisstjórn Íslands láti af mannréttindabrotum sínum á sviði fiskveiðistjórnar.“
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarskráin eina kosningamálið Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. 4. maí 2015 15:36 Sigurður Ingi ræðir makrílfrumvarpið í Umræðunni í kvöld Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra verður gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld strax eftir fréttir. 4. maí 2015 17:11 Tæp 28 þúsund hafa skrifað undir #þjóðareign Grundvallarbreyting á eignarhaldi sem verður í raun ekki afturkölluð segir Jón Steinsson, hagfræðingur. 3. maí 2015 20:58 Vilja að heildarendurskoðun stjórnarskrár verði lokið á 70 ára afmælinu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. 6. mars 2013 14:45 Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. 7. mars 2013 20:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Stjórnarskráin eina kosningamálið Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. 4. maí 2015 15:36
Sigurður Ingi ræðir makrílfrumvarpið í Umræðunni í kvöld Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra verður gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld strax eftir fréttir. 4. maí 2015 17:11
Tæp 28 þúsund hafa skrifað undir #þjóðareign Grundvallarbreyting á eignarhaldi sem verður í raun ekki afturkölluð segir Jón Steinsson, hagfræðingur. 3. maí 2015 20:58
Vilja að heildarendurskoðun stjórnarskrár verði lokið á 70 ára afmælinu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. 6. mars 2013 14:45
Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. 7. mars 2013 20:01