Þegjandi samkomulag Vigdísar: „Svo fjarri lagi að ég á varla orð yfir þetta“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. maí 2015 12:59 Gylfi segist nærri orðlaus yfir orðum Vigdísar. Vísir/GVA/Vilhelm Ummæli Vigdísar Hauksdóttur um að þegjandi samkomulag hafi ríkt á milli verkalýðshreyfingarinnar og síðustu ríkisstjórnar hafa vakið athygli í dag. Vigdís lét ummælin falla í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ummælin fráleit. „Að slíkt samkomulag hafi verið til er náttúrulega bara út í Hróa hött. Í landinu eru æði mörg stéttarfélög og hver ætti eiginlega að geta gengið frá slíku samkomulagi?“ spyr Gylfi forviða. „Mér finnst þetta svo fjarri lagi að ég á varla orð yfir þetta.“ Gylfi segir þó að slík ummæli komi ekki á óvart komandi frá Vigdísi en segir þau alveg úr lausu lofti gripin. „Nóg var nú tekist á við fyrri ríkisstjórn,“ segir Gylfi. „Með þá ríkisstjórn þá var, hvað varðar velferð og skattamál, einfaldlega meiri sátt í landinu með það.“ Gylfi telur þá ríkisstjórn hafa lítið með það að gera hvernig komið er fyrir kjaramálum á Íslandi í dag. „Ég held að þessi ríkisstjórn hafi verið fullfær um það sjálf.“Sjá einnig: Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völdKjaramál mikið til umræðu hjá fyrri ríkisstjórn Vísir leit nokkur ár aftur í tímann og skoðaði nokkrar verkfallsboðanir sem áttu sér stað í stjórnartíð síðustu ríkisstjórnar. Stefndi í nokkur verkföll á tímanum þó þau séu eðli málsins samkvæmt ekki með öllu sambærileg þeim aðgerðum sem staðið hafa yfir í tíð núverandi ríkisstjórnar. En ríkið á að sjálfsögðu óbeina aðkomu að öllum verkföllum á landinu þar sem samningar taka mið af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar auk þess sem hún hefur á valdi sínu að setja lög á verkföll ef þau teljast stefna almannahagsmunum í hættu. Samanburðurinn er áhugaverður í því ljósi.Leikskólakennarar vildu betri laun Þannig vakti mikla athygli að við upphaf nýs skólaárs árið 2011 vofði yfir verkfall leikskólakennara eftir að 96 prósent félagsmanna í Félagi leikskólakennara samþykktu verkfallsboðun í júní það ár. Verkfallinu var aflýst rétt fyrir upphaf verkfalls þann 22. ágúst eftir að samninganefndir félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir um 7 prósent launahækkun. Sjá einnig: Verkfalli leikskólakennara aflýstRöskun á flugi vegna verkfalls flugumferðarstjóra Í febrúar 2010 samþykktu flugumferðarstjórar einróma á aðalfundi að fara í verkfall. Verkfalli var litið alvarlegum augum, til að mynda töldu Samtök ferðaþjónustunnar það til þess fallið að skaða ímynd landsins og sögðu það alvarlegt mál að fámennir hópar geti truflað flug til og frá landinu. Þau skoruðu á samningsaðila að ná samningum. Icelandair merkti einnig fækkun í bókunum hjá sér og taldi forstjóri flugfélagsins, Birkir Hólm Guðnason, verkfallinu beint gegn sér þrátt fyrir að það væri ekki beinn aðili að deilunni. Flugumferðarstjórar hófu verkfall klukkan 7 að morgni þann 10. mars og setti það flugáætlun dagsins úr skorðum. Þann 11. mars stóð til að Alþingi kæmi saman í því skyni að samþykkja að lög yrðu sett á verkfallsboðun en þá hafði ríkisstjórnin komið sér saman um að sett yrðu lög á verkfallið. Áður en málið kom fyrir þingið aflýstu flugumferðarstjórar verkfallinu.Sjá einnig: Flugumferðarstjórar aflýstu verkfalliIcelandair taldi hag sínum ógnað með verkfalli.Vísir/AðsendFlugfreyjur og félagsráðgjafar hótuðu verkfalli Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg felldu kjarasamninga sem þeim voru boðnir um miðjan júnímánuð árið 2011. Verkfall átti að hefjast 25. september það ár en samningar náðust degi fyrir boðað verkfall. Verkfall félagsráðgjafa hefði haft nokkrar afleiðingar fyrir samfélagið. En félagsráðgjafar sjá um greiðslu fjárhagsaðstoðar til framfærslu, stuðning við einstaklinga og fjölskyldur í erfiðum aðstæðum, stuðning við fatlaða og barnaverndarstarf. Flugfreyjur hjá Icelandair boðuðu verkfall á haustmánuðum ársins 2011 en í lok október tókst að semja aðeins nokkrum dögum áður en verkfall átti að hefjast. Upphaflega átti það að vera 10. október en fór svo að því var frestað til 24. október áður en því var að fullu afstýrt.Sjá einnig: Flugfreyjur samþykktu verkfall Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Ummæli Vigdísar Hauksdóttur um að þegjandi samkomulag hafi ríkt á milli verkalýðshreyfingarinnar og síðustu ríkisstjórnar hafa vakið athygli í dag. Vigdís lét ummælin falla í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ummælin fráleit. „Að slíkt samkomulag hafi verið til er náttúrulega bara út í Hróa hött. Í landinu eru æði mörg stéttarfélög og hver ætti eiginlega að geta gengið frá slíku samkomulagi?“ spyr Gylfi forviða. „Mér finnst þetta svo fjarri lagi að ég á varla orð yfir þetta.“ Gylfi segir þó að slík ummæli komi ekki á óvart komandi frá Vigdísi en segir þau alveg úr lausu lofti gripin. „Nóg var nú tekist á við fyrri ríkisstjórn,“ segir Gylfi. „Með þá ríkisstjórn þá var, hvað varðar velferð og skattamál, einfaldlega meiri sátt í landinu með það.“ Gylfi telur þá ríkisstjórn hafa lítið með það að gera hvernig komið er fyrir kjaramálum á Íslandi í dag. „Ég held að þessi ríkisstjórn hafi verið fullfær um það sjálf.“Sjá einnig: Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völdKjaramál mikið til umræðu hjá fyrri ríkisstjórn Vísir leit nokkur ár aftur í tímann og skoðaði nokkrar verkfallsboðanir sem áttu sér stað í stjórnartíð síðustu ríkisstjórnar. Stefndi í nokkur verkföll á tímanum þó þau séu eðli málsins samkvæmt ekki með öllu sambærileg þeim aðgerðum sem staðið hafa yfir í tíð núverandi ríkisstjórnar. En ríkið á að sjálfsögðu óbeina aðkomu að öllum verkföllum á landinu þar sem samningar taka mið af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar auk þess sem hún hefur á valdi sínu að setja lög á verkföll ef þau teljast stefna almannahagsmunum í hættu. Samanburðurinn er áhugaverður í því ljósi.Leikskólakennarar vildu betri laun Þannig vakti mikla athygli að við upphaf nýs skólaárs árið 2011 vofði yfir verkfall leikskólakennara eftir að 96 prósent félagsmanna í Félagi leikskólakennara samþykktu verkfallsboðun í júní það ár. Verkfallinu var aflýst rétt fyrir upphaf verkfalls þann 22. ágúst eftir að samninganefndir félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir um 7 prósent launahækkun. Sjá einnig: Verkfalli leikskólakennara aflýstRöskun á flugi vegna verkfalls flugumferðarstjóra Í febrúar 2010 samþykktu flugumferðarstjórar einróma á aðalfundi að fara í verkfall. Verkfalli var litið alvarlegum augum, til að mynda töldu Samtök ferðaþjónustunnar það til þess fallið að skaða ímynd landsins og sögðu það alvarlegt mál að fámennir hópar geti truflað flug til og frá landinu. Þau skoruðu á samningsaðila að ná samningum. Icelandair merkti einnig fækkun í bókunum hjá sér og taldi forstjóri flugfélagsins, Birkir Hólm Guðnason, verkfallinu beint gegn sér þrátt fyrir að það væri ekki beinn aðili að deilunni. Flugumferðarstjórar hófu verkfall klukkan 7 að morgni þann 10. mars og setti það flugáætlun dagsins úr skorðum. Þann 11. mars stóð til að Alþingi kæmi saman í því skyni að samþykkja að lög yrðu sett á verkfallsboðun en þá hafði ríkisstjórnin komið sér saman um að sett yrðu lög á verkfallið. Áður en málið kom fyrir þingið aflýstu flugumferðarstjórar verkfallinu.Sjá einnig: Flugumferðarstjórar aflýstu verkfalliIcelandair taldi hag sínum ógnað með verkfalli.Vísir/AðsendFlugfreyjur og félagsráðgjafar hótuðu verkfalli Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg felldu kjarasamninga sem þeim voru boðnir um miðjan júnímánuð árið 2011. Verkfall átti að hefjast 25. september það ár en samningar náðust degi fyrir boðað verkfall. Verkfall félagsráðgjafa hefði haft nokkrar afleiðingar fyrir samfélagið. En félagsráðgjafar sjá um greiðslu fjárhagsaðstoðar til framfærslu, stuðning við einstaklinga og fjölskyldur í erfiðum aðstæðum, stuðning við fatlaða og barnaverndarstarf. Flugfreyjur hjá Icelandair boðuðu verkfall á haustmánuðum ársins 2011 en í lok október tókst að semja aðeins nokkrum dögum áður en verkfall átti að hefjast. Upphaflega átti það að vera 10. október en fór svo að því var frestað til 24. október áður en því var að fullu afstýrt.Sjá einnig: Flugfreyjur samþykktu verkfall
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira