Handbolti

Nimes staðfestir komu Snorra Steins

Snorri hress ásamt forráðamönnum Nimes eftir undirskriftina.
Snorri hress ásamt forráðamönnum Nimes eftir undirskriftina. mynd/nimes
Franska félagið Nimes hefur staðfest að Snorri Steinn Guðjónsson muni spila með félaginu næsta vetur.

Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að Snorri væri á leiðinni til Nimes en nú er loksins búið að staðfesta vistaskiptin.

Snorri Steinn er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Hann kemur til félagsins frá Sélestat þar sem hann gerði það gott og skoraði yfir sex mörk að meðaltali í leik.

Fyrir hjá liði Nimes er landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson.


Tengdar fréttir

Snorri Steinn á förum frá Sélestat

"Fyrir mig persónulega er frábært að koma núna í landsliðið enda búið að vera svo leiðinlegt í Frakklandi síðustu vikur," segir Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×